Norðri - 28.01.1909, Blaðsíða 2

Norðri - 28.01.1909, Blaðsíða 2
14 NORÐRI NR. 4 milli Hrafnagilshrepps og Akureyr- arkaupstaðar. — Óskar að bæjarstjórn- ín beini umsókn um þetta til al- þingis.» — Tillagan samþykt með öllum þorra atkvæða gegn 3. b. Um kaup á þjóðjörðinni Kjarna. Eftirfarandi tillaga kom fram frá kaup- manni Davíð Ketilssyni: «Fundurinn óskar þess að Akureyr- arkaupstað verði gefinn kostur á að kaupa landsjóðsjörðina Kjarna í Hrafnagilshreppi með sanngjörnu verði, og skorar á bæjarstjórn kaup- staðarins að senda beiðni um það til þingsins, er sé undirbúin svo sem bezt eru föng á.» — Tillagan samþykt með öllum þorra atkvæða gegn 4. c. Styrkur til bókasafns Norðuramts- ins á Akureyri: Kom fram tillaga frá bókbindara Sig- urði Sigurðssyni og kaupmanni Egg- ert Laxdal, svohljóðandi: >Þar sem bókasafnið á Akureyri er orðið all-stórt og umfangsmikið, og notkun þess fer árlega mjög vaxandi og því mjög kostnaðarsamt að halda því við, er það ósk fundarins, að stjórn safnsins sé falið að sækja um aukinn styrk til Alþingis er ekki sé minni en 2000 kr. í eitt skifti, og hækkaður um 600 kr. árlega, til þess að bókasafnið ásamt lestrarsal geti staðist natiðsynlegustu útgjöld. Samþykt í einu hljóði.» d)Styrkur til sjúkrahússins á Akureyri. Tillaga kom fram frá héraðslækni Steingr. Matthíassyni, er svo hljóðar: «Fundurinn skorar á alþingi, að það hækki árlegan styrk til spítalans á Akureyri upp í 1200 kr (úr 400) og að það veiti spítalanum 2000 kr. í eitt skifti fyrir öll til nauðsynlegra umbóta á spítalabyggingunni.« Tillagan var samþykt í einu hljóði. 2. Útvegsmál: a) Sildarmatsmenn. Eftirfarandi tillaga kom fram frá kon- súl Otto Tulinius: »Af því að fundurinn verður að telja það afarþýðingarmikið fyrir þetta bæjarfélag, landsfjórðunginn og alt landið, að trygging fáist fyrir því, að ekki sé fiutt út illa verkuð síld, sem spilli fyrir sölu og komi óorði á íslenzku síldina, þá telur fundur- inn það nauðsynlegt, að samin verði lög um síldarmatsmenn og að þing- ið taki það mál íil rækilegrar með- ferðar og úrslita þegar á þessu þingi, og veiti minst 10,000 kr. á ári til þess að koma því í framkvæmd.« Tillögu þessa samþykti fundurinn í einu hljóði. b) Vátrygging mótorbáta. Svohljóðandi tillaga um það mál kom fram frá kaupmanni Asgeiri Péturssyni: »Fundurinn skorar á alþingi að veita ríflegan styrk til bátaábyrgðar- félags Norðlendinga.» Samþykt í einu hljóði.— 3. Samgöngumál. a)Styrkur til gufubátsferða fyrir Norð- urlandi. Um það mál kom fram og var sam- þykt í einu hljóðí svo feld tillaga: «Fundurinn skorar á alþingi að veita að minsta kosti 8000 kr. styrk á ári til gufubátsferða fyrir Norðurlandi með sömu skilyrðum, og hingað til.» b) Brú á Eyjafjarðará. Tillaga kom fram frá verzlunarstjóra Kristjáni Sigurðssyni, svo hljóðandi: «Fundurinn skorar á alþingi, að það á næstu fjárlögum veiti fé til bníar á Eyjafjarðará á »Hólmavöðum« Tillagan samþykt með öllum þorra at- kvæða gegn 1. 4. Aðflutningsbann á áfengi. Eftirfarandi tillaga kom fram frá verzl- unarstjóra Lárusi Thorarensen: «Verði frumvarp um aðfluínings- bann á áfengi lagt fyrir næsta þing, þá telur fundurinn sjálfsagt, að þingið samþykki það, þar sem meiri hluti kjósenda hefir greitt atkvæði með að- flutningsbanni.« Tillagan samþykt með 126 atkvæðum gegn 70. 5. Mentamál. Gagnfrœðaskólinn 'á Akureyri: Um það mál kom fram svohljóðandi tillaga frá kennara Karli Finnbogasyni. «Fundurinn skorar á alþingi, að auka svo fjárveitingar til gagnfræða- skólans á Akureyri, að hann þurfi ekki vegna fjárskorts að standa að bakí gagnfræðadeildar hins almenna menta skóla, hvorki að kenslukröftum, hús- næði né áhöldum. Sérstaklega telur ¦ fundurinn nauðsynlegt, að hækkaður verði námsstyrkurinn til skólans að minsta kosti um helming.« Tillagan var samþykt í einu hljóði. 6. Brunabótamál. Eftirfarandi tillaga kom fram frá dbrm. Friðb. Steinssyni: a) Fundurinn skorar á þing og stjórn, að sjá um að lög um stofnun bruna- bótafélags íslands 22. nóvbr. 1907 komist sem allra fyrst í framkvæmd Þurfi að breyta lögumim til þess að það sé unt, þá er skorað á þingið að gera það nú þegar. b) Það tr álit fundarins að stjórn landsins eigi ekki að hika við, að landið hafi ábyrgð á sínum eigin eignum.» Fyrri hluti tillögunnar samþyktur með öllum atkvæðum gegn l,og síðari hlut- inn með öllum þorra atkvæða gegn 3. 7. Peningaeklan. Um það mál kom fram svohljóðandi tillaga frá kennara Ingimar Eydal: «Fundurinn óskar þess að alþingi geri þáð, sem það sér sér fært til þess að bæta úr peningaeklunni í landinu.« Samþykt í einu hljóði. 8. Sambandsmálið Um málið komu fram tvær sjálfstæðar tillögur. a) Frá póstafgreiðslumanni Fr. Möller: »Fundurinnvill að frumvarp alþingis til sambandslaga við Danmörku verði orðað svo, að ekki geti orkað tvímæl- is um, að ísland sé fullvalda ríki. b. Frá cand. iur. Birni Lfndal, ritstjóra. »Fundurinn skorar á alþingi að gera eigi neinar þær breytingar á frumvarpi sambandslaganefndarinn- ar, er spilli réttindum þeim land- inu til handa, er í frumvarpinu felast, né stefni að því að tefla fjárhag landsins í voða, og að sam- þykkja frumvarpið óbreytt, svo framarlega að eigi fáist breytingar, sem landinu mætti verða hagsbót í.« Við tillöguna undir staflið b. kom fram svohljóðandi breytingartillaga frá FriðrikibankastjóraKristjánssyni.erskeyt- ist framan við tillöguna: «Með því að fundurinn lítur svo á, að ákvæðin í frumvarpi sambandslaga- nefndarinnar þurfi ekki að orka tví- mælis um, að Iandið skuli vera full- valda ríki« skorar fundurinn o. s. frv Eftir allítarlegar umræðttr var geng- ið til atkvæða um tillögurnar og féll atkvæðagreiðslan þannig: Tillagan undir staflið a. var felcl með 123 atkv. gegn 87. Breytingartillagan var samþykt með 128 atkv. gegn 71, og tillagan undir staflið b. þannig breytt, samþykt með 114 atkv. gegn 87. 9. Stjórnarskrármál: a. Kvennréttindamál. Um það mál kom fram svohljóðandi tillaga frá Guðfinnu Antonsdóttur: »Fundurinn skorar á þingmann kjör- dæmisins að veita jafnréttismáli kvenna fylgi sitt á alþingi.> Tillagan samþykt í einu hljóði. b. Afnám konungkjörinna þingmanna. Um það kom fram svohljóðandi til- laga frá kennara Ingimar Eydal. »Komi frumvarp um breytingu á stjómarskránni til umræðu og úrslita á næsta þingi, krefst fundurinn þess, að tekið verði upp í hana afnám konungkjörinna þingmanna.» Tillagan var samþykt með öllum þorra atkvæða gegn 5. Fleiri mál voru ekki rædd. Á fundinum mættu nokkuð á þriðja hundrað alþingiskjósenda, og fjöldi af öðrum bæjarbúurn. Fundi slitið. Guðl. Guðmundsson fón Guðmundsson V. Knudsen. Þingmálafundargerð. Ár 1908 þ. 4. des. var settur og haldinn þingmálafundur í Svarfaðardal, í þinghúsi hreppsins, af alþm. Stefáni Stefánssyni í Fagraskógi. Fundarsíjóri var kjörinn Sigurjónjónsson læknir í Árgerði og skrifari Stefán prestur Kristinsson á Völlum. Var þar tekið til umræðu: 1 Sambandsmálið. Eftir nokkrar umræður var svolátandi tiilaga samf>ykt: Með því að kjósendur úr þessum hreppi hafa tvívegis áður á ótvíræðan hátt, látið í Ijósi skoðun sína á frum- varpi millilandanefndarinnar, og fund- inum er ekki kunnugt um, að afstaða þess hafi í neinu breyzt síðan, þyk- ir fundinum ekki ástæða til að gera nú ályktun um það, og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá. 2. Skattamálið: Svolátandi tillaga samþykt: Fundurinn skorar á alþingi, að taka skattamálið til meðferðar á næsta þingi, en leiða það ekki til lykta, fyr en á næsta reglulegu Alþingi þar á eftir. Jafnframt vill fundurinn skora á stjórn- inaað sendatillögur skattanefndarinnar miklu víðar en enn þá hefir verið gert, að minsta kosti hér í sveit. 2. Samgöngumál: Fundurinn skor- ar á alþing: a) Að annast um, að skipaferðir séu beina leið milli Akureyiar og Leith, að minsta kosti einu sinni í mánuði hverj- um, júlí, ágúst og september. b) Að veita á næsta fjárhagstímabili, að minsta kosti jafnmikinn styrk tíl gufu- bátsíerða á Eyjafirði og nú er veitt. c. Að viðhaldið á þjóðvegum og ak- brautum, er landsjóður kostar, sé lagt á sveitarfélög þau, er vegírnir liggja um, en léttaf sýslufélögunum. Til vara: Verði ekki viðhaldsskyldunni létt af sýslufélögunum, þá sé sýslufé- lögunum veitt vald til að ákveða, hve mikið hver hreppur í sýslufélaginu leggi til viðhaldsins. d) Loks var rætt um vegagerð inn Svarf- aðardal frá Dalvík og er það álit þeirra er tóku til máls, að nauðsynlegt væri að vinda sem bráðastan bug að vega- gerð þessari, og töldu menn sjálfsagt að þingið mundi á sínum tíma, styrkja hana gegn tillagi frá sveita- mönnum. Var hreppsnefndinni falið að undirbúa málið á þann hátt, að leita til verkfærra sveitarmanna, eftir loforðum um vinnu eða fjártillög til vegagerðarinnar, og látagera ábyggi- lega áætlun um kostnaðinn o. s. frv. Skyldi þessu hraðað, d unt væri, að málið yrði undirbúið svo að sótt yrði um styrk til næsta þings. 4. Atvinnumál: Fundurinn skorar á alþingi: a) Að hækka styrk til búnaðarfélaganna að góðum mun. b) að auka styrk til ábyrgðarfelaga fyr- ir mótorbáta. 5. Aðflutningsbann áfengis: Fundurinn álítur, að af atkvæða- greiðslu þeirri, sem fór fram á þessu hausti um aðflutningsbann áfengis leiði það, að alþingi eigi samkvæmt vilja þjóðarinnar, að lögleiða sem allra fyrst aðflutningsbannið. Tími vanst ekki til að taka fleira til umræðu. Fundi slitið. Sigurjón fónsson. Stefán Krísiinsson. Herra ritstjóri. Eg væri yður þakklátur, ef að þér i yð- ar heiðraða blaði, vilduð veita mér rúm fyr- ir efrirfylgjandi. Mínum aldri er svo farið, að eg ekki get talist að vera, sem kallað er «upp á tnitt bezta«, en þó svo sé ekki, hefi eg enn ekki náð þeim aldri, sem veitir erfitt að gera greinarmun á æskubrekunum og elliglöp- unum. Allmörg ár hefi eg verið búsettur á Akureyri, án þess þó að taka beinan þátt í starfi bæjarfélagsins sem heildar, en eg hefi af aHtug fylgst með í því, sem fram hefir farið. — Eg hefi séð vöxt og við- gang bæjarins endurbætur vega o. s. frv. að eg ekki gleymi því, sem gert hefir verið til þess að bætaog greiða fyrir samgöngum frá sjó; alt þetta hefir ghtt mig stórmikið. Torfunefs- bryggjan, sem nýlega er lokið við, og lítur út fyrir að vera vel úr garði gerð, var hið mesta nauðsyujaverk; áður var hér engin hafnarbryggja önnur en inn á Akureyri á öðrum enda bæjarins. Torfunefsbryggjan hefir það fram yfir Akureyrarbryggjuna, auk þess sem hún er staðlega betur sett, að of- anvert við hana er ágætt vöruflutningasvæði, sem almenningur þráði og Akureyrarbrygg- jan fór algerlega á mis við. Þetta svæði fyrir ofan Torfunefsbryggjuna var heldur einskis sérstaks manns eign, heldur bæjarins. Þetta varalt samm blessað og gott, en «fár veit hverju fagnaskal», því nú um daginn rak eg mig á það í Norðra, að bæjarstjórn- in hefði á fundi samþykt að selja nokkuð af þessu sama svæði fyrir 4.200 kr. og um leið ákveðið, að þeir peningar skyldu renna í hafnarsjóð. Þess er og getið í blaðinu, að hafnarnefndinni virðist, að bæði Akur- eyringar og Oddeyringar megi vel við una þessa ráðstöfun, því það sé bryggjunnar vegna, að hús og lóðir þar um kring hafi hækkað svo mjög í verði. Mér er ekki hægt að neita því, að það datt alveg ofan yfir mig, þegar eg las þetta, þó mér sjálfum liggi í léttu rúmi alt það sem heitir hafnar- hryggja og húslóðir, af bryggjunni á Torfu- nefinu hefi eg ekki annað að segja en það, að þegar gott er veður, þá geng eg oft þangað mér til skemtunar. Mér hefir ávalt þótt ánægja að líta á mannvirki, sem mér hefir fundist miða því bæjarfélagi til heilla, sem eg hefi talist meðlimur af. Stund- um hefir það og borið við, að eg hefi orð- ið að bregða mér út í skipin, sem hafa leg- ið við bryggjuna. Það er svo sem hverjum manni auð- sætt, að þær lóðir, sem eru í námunda við hafnarbryggjur hækka talsvert í verði við aukna umferð o. s. frv., en því torveld- ara verður það fyrir mig að skilja, að bæ- arstjórnin skuli finna upp á því að selja spildu af flutningssvæðinu til einstakra manna, sem þó ekki var stærra en svo, að full þörf virtist á því öllu óskertu til hægð- arauka við alla afgreiðslu þeirra skipa, sem við bryggjuna liggja. En þegar þessi verð- hækkun grunnanna þar í grend er svo auð- sæ, myndi þá ekki vera tækifæri fyrir niður- jöfnunarnefndina hér í bænum að taka tii- lit til þessa, þegar hún jafnar útsvörum á þá kaiipmenn sem búa þar i námunda við? Allir þeir sem verzla þar í kring fá vörur sínar fluttar úr og í skip á langtum kostn- aðarminni hátt, en hinir sem 'fjær búa, auk þess sem þeir hafa engan kostnað né um- stang með bryggjur, sem þeir sjálfir eiga, þvi má heldur ekki gleyma, að flestir ferða- menn, sem koma og fara með skipunum mumi venjulegast leita í næstu húð, til þess að kaupa nauðsynjar sínar, en við það eykst vöru umsetning"; þeirra kaupmanna, er að því sitja.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.