Norðri - 04.02.1909, Blaðsíða 3
19
NORÐRI.
NR. 5
En þessi tilfinning he% ekki verið nógu
sterk og almtr.n hjá þjóðinni, og því
hefir verksmiðjan orðið að stanza um
leið og hún átti að byrja. — En hún
verður að komast á stað aftur, mann-
anrr s m brotið hafa ísinn, bæj-
arii v ia, og síðast en ekki sízt
þjóðarinnar vegna og landsins vegna —.
En hér eru góð ráð dýr.
Mikið á annað hundrað þústmd króua
er komið í hús og vélar. Mjög lítið
vantar til, að áhöld séu næg ti! þess
að yerksmiðiau 'geti starfað af full-
um krafti. Geti hún ekki tekið til starfa,
er megnið a.f þessu fé tapað með öllu.
Fáist starfsfé, er ölltt borgið. Og þetta
fé þarf að útvega. Verði það ekki hægt
með öðru móti, á bærinn, sýslufélagið
og landið að hlaupa undir bagga.
Hér getur að sjálfsögðu ekki verið
um annað að ræða, en ábyrgð eða for-
réttishlutabréf f fyrirtækinu, gegn nægi-
legri tryggingu. Hjálpin á að vera falin
í lánstransísaukning aðallega, en engum
beinum styrk eða gjöfum.
Með öðrum orðum, bærinn og land-
íð á að hjálpa til að koma fyrirtækinu
á stað, þá er því borgið ef stjórn er
góð og fyrir því á bærinn og land-
ið að geta séð.
Eg treysti því, að bæjarstjórnin taki
þetta mál til alvarlegrar íhugunar og
tel líklegt, að allir góðir borgarar
þessa bæjarsjái, að hér er um mikiívægt
mál að ræða, er snertir þá alla, annað
hvort beint eða óbeint.
Þá niðurstöðu, sem bæjarstjórnin kann
að komast að, ætti að bera undir al-
mennan borgarafund.
. Þetta mál ætti ekki að verða að deilu-
efni, úr því að jafnvel Norðri og Norð-
uriand geta verið á sama máli ,um það.
Bœjarmaður.
Svar tií M. J.
Undir mjðg svo viðeigandi fyrirsögn
skrifar Matth. Jochumsson í .síðasta tbl.
«Norðra« um trúmáladeiluna á meðal
Vestur-íslendinga. Rekst hann líka á trú-
boðana hér heima, og býður okkur upp
í Surtshelli til sín, þar eð hann ímynd-
ar sér, að vér sénm eins hræddir við
Ijósið og hann. er sjálfur.
Hann veit þó, að eg, fyrir mitt leyti,
hefi einlægt verið að keppast við að fá
menn tilað ransaka rituinguna og að
íáta sem mest Ijós leika á hana og öll
trúarmál. Enn hann er svo hræddur„
um, að menn fari að athuga málið með
einlægni, að hann sleppir engu tækifæri
til þess að iasta rithinguna og þá, sem
fara með kenningu hennar, í þeirri von
að menn muni ekki taka eftir Ijósinu,
sem geislar út frá henni, til að fegra
mannfífið, göfga manneðlið og efla
mannkostina eins og það hefir alstaðar
gert, þar sem það hefir hrifið menn
og bent þeim til ' Guðs fyrir Jesúm
Krist.
Enginn er fær um að dænia um trú-
arkenningar nema líf hans sé hreint og
mannorð hans óflekkað. Fleiri skilyrði
eru til, en þetta er aðalskilyrðið. Því
vér höfum ekkert að gera með tómar
kenningar, ef að þær hafa ekki góð á-
Iirif á lífið, og maðurinn, sem framber
kenninguna, á að sýna ágæti hennar í
sínu daglega lífi, annars er hann hræsn-
ari.
M. J. segist ekki skilja Opinberunar-
bókina. Það er ekki furðanleet, því þar
í stendur skrifað: »Hér n'ður á speki.-*
Vér erum nú orðnir vanir við að
heyra um þessa «beztu kenuimenn í
löndunum< sem eru M. J. samdóma. Það
er blekking oían á blekkirtgu. Hver er
þessi Dr, james Robertson? Eg hefi
ransakað seinustu útgáfuna af »Yearb
of the Churches,« (árbók klrhiamn)
m, a. æfiágrip 560 af hinum helztu
kennimötmum í ölium flokkum, (og líka
í nýju guðfræðinni»), en ekki finst i It
orð um þenna RobWtso;'. En M.
J. gerir hann að einum hiima beztu
kennimanna í lðndunum.
Um c'eiluna í Vesturhetmi er það að
segja, aó maður, sem fær laun sín fyr-
ir að kenna lúterskar kreddur, á að kenna
þær samvizkusnmlega. Ef hann geiur
ekki gert bað, á hann, sem iieiðaiiegur
maður, að segja upp starfi sínu.
Ef maður hefir ástæðu til þess að
trúa, að kenningin, sem hann fer
með geti verið náunga hans tii upp-
byggingar, °g gefið honum krafí til að
sigra freistingar st'nar, þá er honum ó-
hætt að kenna þæróháður öllum ílokka-
takmörkum; en ekki má hann halda á-
fram að lifa í svikum og taka borgun
fyrir að kerma það, sem hann ekki kenn-
ir, og getur ekki kennt.
Loks þarf eg að minnast, með hrygð
á ákæruna, í grein M. J. um, að vor
kenning um Jesúm Krist, «setji Alföð-
urinn bak við tjaldið«. Allir, sem hafa
heyrt vora kenningu, munu játa, að þetta
sétt ósannindi. M. J, hefir átt kost á að
lesa öll ritin, sem eg hefi gefið út og
og hefir oftar en einu sinni heyrt mig
prédil<a um Krist og því nefni eg það
ósannindi, móti betri vitund. Jesús kom
einmitt til þess að leiða oss til Föð-
ursins. Hann sagði: »Eg leita ekki míns
vilja,heldurviljaföðursins,sem'sendimig,»
(Jóh, 5. 30), og bað að Faðirinn mundi
gera sig dýrðlegan, aðeins til þess «að
Sonurinn einnig gerði Föðurinn dýrð-
legan« (Jóh. 17. 1).
En það höíum vér kent, og mun-
um kenna, sem Jesús segir: Hver sem
ekki heiðrar Soninn, sá heiðrar ekki
Föðttrinn, sem sendi hann.« (Jóh.5. 25).
Því að hann vitnar: «Eg og Faðirinn,
við erum eitt«, (Jóh. 10. 30).—
ARTHUR GOOK.
Talsími til Siglufjarðar.
Sýslufundur Skagfirðinga hefir nú veitt
2000 þús. kr. tír sýslusjóði til símalinu
frá Vatnsleysu út Höfðaströnd til Siglu-
fjarðar. Aætlað er að lína þessi muni
kosta 30,000 kr. og hefir verið ætlazt
tii að héröðin, sem línan á að liggja
um, lef>ðu til 10.000 en landssjóður
20,000^ kr.
Líklegt má telja að Eyjafjarðarsýsla
Nýjar kvöldvökur,
mánaöarrit fyrir sögur, kvæði, bókmentir o. fl., heldur áfram að
koma út á Akureyri. 1. hefti 3. árg. er komið út og er í því byr-
iun á nýustu skáldsögu Jóns Trausta. Skáldsaga þessi kemur öll
úí í 3. árg. og verður nálægt 10 arkir að stærð. í þessum árg. •
verður og endir á hinni ágætu sögu »Á ferð og flugi«. Er þessi
ferðasaga ein hin skemtilegasta saga, ersnarað hefir verið áíslenzku.
í öðrum árg. var byrjunin á henni.
NÝJAR KVÖLDVÖKUR eru helzta sögutímarit landsins,
og sögurnar í þeim verða miklu ódýrari, heldur en ef þær væru
sérprentaðar. Sagan »Ben Húr« kostar sérprentuð 3 kr. eníöðrum
árgangi Kvöldvaka kostar hún ekki meira en eina krónu, með því að
hún er eigi nema í þriðjungi árgangsins.
Húsnæði
handa
3-4 fjölskyldum
til leigu hjá
/. Gunnarssyni.
VERZLUN Á ODDEYRI
KAUPIR NÝTT SMJÖR OG HÆNUEGG
MEÐ HÆSTA VERÐI MÓT PEN-
ÍNGUM OG VÖRUM.
leggi eitthvað af mörkum"þóttt síður
sé ástæða til þess nú*en|áður en
Ólafsfjarðarlínan var lögð,f því að Siglu-
fjarðarlínan mun óefað rýra tekjurnar af
þeirri línu.
Hreppafélög þau 6, er línan á að
liggja um, munu að sjálfsögðu eitthvað
til línunnar leggja, einkum Hvanneyrar-
hreppur (Siglufjörður), enda er honum
mest nauðsyn á línunni. Vonandi er að
allir, er hér eiga hlut að máli, sýni
þann dugnað að koma þessu þarfamáli
í framkvæmd.
Áskorun til alþingis.
Undirskrifaðir alþingismanna kjósend-
ur í Akureyrarbæ, leyfum oss hérmeð,
virðingarfylst að skora á hæstvirt al-
þingi íslendinga, sem saman á að koma
í Reykjavík, þ. 15. febrúar næstkom-
and, að samþykkja frumvarp til sam
bandslaga milli Danmerkur og íslands,
sem væntanlega verður lagt fyrir þing-
ið af stjórninni eða miililandanefndar-
þingmönnunum, fari það frumvarp í engu
skemmra í réttindakröfum Islandi til
handa en frumvarpsuppkast millilanda-
nefndarinnar, er út kom á næstliðnu
vori. Vér lýsum yfir fullu trausti á nú-
verandi ráðherra íslands í sambands-
málinu, og álítum hann allra núlifandi
íslendinga færastan um að útvega landi
voru hagfeld sambandslög við Dan-
mörku.
Akureyri, í janúar 1909.
(Nöfn 200 kjósenda)
+
Guðmundur Scheving Bjarnason,
héraðslæknir í Steingrímsfjarðarhéraði,
bróðir Páls sýslumanns Bjarnasonar á
Sauðárkrók og Brynjólfs bónda í Þver-
árdal, dó að heimili sínu í Hólmavík
24. f. m. eftir 2 mán. legu.
Hann var fæddur 27. júlí 1861 Helztu
æfiatriða hans verður getið síðar hér í
blaðinu.
»Heimastjórnarfélag Akureyrar«
hélt skemtisamkomu 1. fe.br., að vanda,
allfjölmenna. Þar flutti skáldið Matthías
Jochumsson kvæði það, fyrir minni ráð-
herrans, er prentað er á fyrstu síðu
hér í blaðinu. Tilefni þess geta menn
séð í síðasta blaði Norðra, í ágripi af
ræðu Stefáns skólameistara Stefánssonar
ir aftan "steininn, en Törres stóð agndofa og reyndi
að jafna sig, þótt blóðið væri órótt, og hugur hans
væri svo gagntekinn af hinum glæsilegu draumum,
að hann kallaði hátt — svo að hinir skyldu heyra
það á~ bak við steininn.
<Eg býð 50 aura í ferjutoll til stöðvarinnar. Það
hljómaði þvílíkur hlátur yfir lágdeyðtt vatnsins, að
Törres þóttist aldrei hafa heyrt slíkan, því það var
kaupstaðarhlátur, -ertandi, yfirlætislegur og frjálsleg-
ur. Og svo var kallað: «Komdu hingað! fram með
msnninn með 50 aurana! látum okkur skoða gull-
fuglinn.s
Tvö rauðleit og gletnisleg andlit gægðust upp
til hess að sjá haítn, og Törres vék sér svo til, að
hann kom aíiga á þrjá kaupstaðarbúa, sem lágu í
grasinti í skjóli við stóra steininn, þeir höfðu með
sér. veiðarfæri, og höfðu breitt hvítan dúkámilli sín
sem var þakittn flöskum og glösum, með gulum og
rauðum drykkjum, smjör íglerskál, fínt kaupstaðarbrauð,
opnar blikkdósir og pappírsvafðir hænuungar. —
Törres sá þetta alt í einni svipan, án þess
að gera sér grein fyrir nokkru öðru en því, að alt
þetta hlyti að vera ákaflega dýrt, og honum fanst
einhvern veginn, eius og það yrði svo óendanlega
lítið úr sér.
drei hafði hug til að fara, þegar aðrir fóru í kaup-
staðinn; hann sem altaf hafði nurlað saman til kaup-
staðarferðarinnar, en hafði aldrei nógu mikið, nú var
hann tilbúinn alt í einu, og héldu honum engin
bönd.
Nú var hann kominn á leið, fótgangandi í síð-
degissólskininu, með alla sína aura í smáströngum
hingað og þangað á sér, niður eftir veginum ofan
að vatninu, sem hann ætlaði að láta ferja sig yfir
um á bát, til járnbrautarstöðvanna fyrir handan.
Honum var kunnugt um, hvað það kostaði að
komast til bæjarins, það var afskaplega mikið. En
það var ómögulegt að fara hálfa aðra dagleið fót-
gangandi, eins og honum lá á að komast áfram.
Hann hafði hugsað sér að ferjutollurinn mundi nema
25 aurum. En þegar hann var kominn svo langt, að
hann sá stóra steininn við vatnið, þar sem hann vissi
að báturinn mundi liggja, tók hann að brjóta heil-
an um það, að Anders eigandi bátsins mundi ef til
vildi ekki vera viðstaddur, og þá gæti hann fengið
bátinn lánaðan, og ferjað sig sjálfur yfir tim. Það
kostaði ekkert, því hingað mundi hann aldrei koma
framar.
Heimilisfólkið hafði ekki skipt sér tnikið af því,
þegar Törres ætlaði að heiman. Hann hafði alt af