Norðri - 29.04.1909, Blaðsíða 3

Norðri - 29.04.1909, Blaðsíða 3
NR. 17 NORÐRI. 67 Með því' að Serbía fylgir ráðum stór- veldanna, skuldbindur hún sig til að iiverfa frá stefnu þeirri, sem hún hefir fylgt gagnvart innlimun Bosníu síðan í október, og enn fremur að breyta stjórnarstefnu sinni gagnvart Austurrfki og vera því framvegis vinveittur ná- granni. í amræmi við þessa yfirlýsingu, og í því trausti, að Austurríkismenn reynist friðsamir mun Serbía minka her sinn svo, að hann verði jafn og vorið 1908. Hún mun láta fríliðanaleggja niður vopn og senda þá heim, og varna því, að nýjar frísveitir verði myndaðar innanlands. -in_r~i— i_f\mi i~ € ,n~r i~ i~ — — - -¦¦ —¦ ¦ — »¦ Skeyti þessu var vel tekið af Aust- urríkismönnum og er því þrætunni lokið. I skympingum. Það er aldrei góðs viti, þegar mikið af fyndnum hnittyrðum og háðglósum fer að fjúka manna milli, um jafnal var- lega stofnun eins og alþingi er, og þeg- ar alvarlega hugsandi menn jafnvel fara að ljá slíku eyru. Það er nauðsynlegt að bera sííkt sem fyrst af þinginu, benda á að slíkt á ekki að eiga sér stað, því að aldrei er svo ólíklega logið, að ekki verði einhver til að trúa. Það var sagt um daginn, að Bjarni Jónsson frá Vogi ætti að vera »konsúlI« íslands í Hamborg og Einar Ben. í London. Þetta er sjálfsagt bull, fyr mætti nú vera! Vilhelm Knudsen kjötsalafrá Akureyri, voru þeir hér búnir að gjöra að «vara- biskupi> í fyrradag, bannsettir gárungarn- ir. Dr. Jón Þorkelsson, sögðu þeir, að hefði setið heima, þegar Thore-tilboðið var á dagsskrá og svikist um að styðja ráðherrann þegar mest reið á. Þegar á þetta var minst við hann hafði hann skotið augum í skjálg, glott um tönn og strokið hökuskeggið, en setið kyr og sagt, að *eftir gamla sáttmála* ætti kóngurinn að sjá um «allsherjarskipa- göngur» til landsins og sér dytti ekki í hug að blanda séríþað, sem kongur- inn ætti «eftir allsherjarlögmáli« að gera. Misskilið hefir hann að vísu «gamla sáttmála», þingmaður sá, en fyrn mikil væri, ef þetta væri ekki lýgi.— hl. Bruni Aðfaranótt 28. þ. m. brann prests- setrið á Barði í Fljótum. Nánari fregn- ir ókomnar enn. Sklp Ingólfur kom 2A.; fór um nðttina. Farþegi hingað Asgeir Pétursson kaupm. Hólar komu sama dagj; fóru þ. 28. Farþegar séra Porleifur Jónsson Skinna- stað, Marteinn Bjarnarson Húsavík. Skálholt kom 26. þ. m., degi á undan áætlun, og er það sjaldgæft. Augnlækninga- ferðalag. Samkvæmt 12. gr. 3. b. í fjárlögun- um og eftir samráði við stjórnarráðið, fer eg að forfallalansu frá Reykjavík 15. maí með Skálholti vestur um land til Akureyrar. Á Akureyri verð eg frá 26. maí til 9. júnf, og á Sauðárkrók frá 13. b'l 21. júní og sný þá heim aftur með Vestu. Heima verður mig því ekki að hitta frá 15. maí til 29. júní 1909. Björn Olafsson, UnglingspiJtur getur fengið árs atvinnu hjá kaupmanni á Akureyri við ýmiskonar störf, ef til vill stundum við búðarstörf. Skrifleg umsókn sendist til Björns jttns*önaf þféii'fara á Ödí<eyri. Góð og ödýr vara. Hagsýnir kaupmenn kaupa alls konar sápu og kerti hjá O. Gíslasson & Hey í Leith, því að þeir hafa söluumboð fyir hinar nafnkendu verksmiðjur Ogoton & Tennants í Aberdeen og Glasgow, sem stofnaðar voru árið 1720. og hafa þær því rekið iðn sína næstum 200 ár og jafnan staðiðfremstarí flokki þessar atvinnu- greinar. Gæði sápunnar standast alla samkeppni. Vörumerki verksmiðjanna „BALM0RAL" er full trygging er fyrir því að »góð vara er fafnan ódýrusU Verðlistar sendast þeim kaupmönnum, er óska þeirra, frá skrifstofu umboðshafandanna í Reykjavík, sem einnig hafa þar sýnis- horn af vörunum. m.t" *~i i' *_ ^^-^*i^»^^" Nýkomið í bókaverzlun Kr, Guðmundssonar: Ág. Bjarnason: Austurlönd. Jón Trausti: Smásögur. Jónas Guðlaugsson: Dagsbrún. Bjarni Jónsson frá Vogi: Blíðvindi. Jón Ólafsson: Stafrof viðskiftafræðinnar. Sögusafn Þjóðviljans 15. og 16. ár. Rímur af Gísla Súrssyni. Rímur af Svoldarbardaga, Rímur af Alaflekk. Ennfremur úrval af útlendum skemti- og fræðibókum eftir ýmsa fræga höf- unda. Sérstaklega skal bent á bækur mjög hentugar til fermingargjafa. Steinolíuföt hrein, kaupir hæsta verði eins og að undanförnu, verzlun J. V. Havsteens Oddeyri, og borgar i peningum. Gróðavegur. Undirritaður hefir til sölu sáðgarð um 600 fer. faðma að stærð, ágætlega fall- inn til rófna- og kartöfluræktunar til helminga; liggur hann upp með svo nefndu Bótargili á Oddeyri, áfast við landareign Júlíusar bankastjóra. Stend- ur til að vegur verði gerður bæði of- an og neðan við garðinn og verður hann þá hagstæðar lóðir undir 5 — 6 hús með fegursta útsýni. Tvö hús hafa þegar verið bygð rétt sunnan við gilið suður af garðinum. Verð mjög lágt. Samningur um kaup óskast gerður það fyrsta. Oddeyri 14. apríl 1909. Lúðvlg Sigurjónsson. Lögreglustjörnar - auglýsíng. í 24 gr. lögreglusamþyktar, 18. sept 1900, er á- kveðið: „Sauðfénaður bæjarmanna má ekki ganga laus á svæðinu fyrir austan beina línu vestan við tún- in á Eyrarlandi og Hamarkoti frekar en nauðsyn- legt er til að reka hann úr eða í haga eða til vatns. Brot á þessu ákvæði varða sektum eftir sam- þyktinni, alt að 100 kr. Bæjarfógetinn á Akureyri, 29, apríl 1909. Guðl. Guðmundsson. OTTO MÖNSTEDS danska smjörlíki er bezt. Biðjið kaupmann yðar um þessi merki: »Sóley» »lngólfur« »Hekla« eða »lsafold« 44 es Ijóst, að hann alveg óhultur gati dregið dálítið af skúffunni á hverjum degi, en í hófi — og umfram alt: bara hann einn. *Og aftur fór hann að virða þennan tortryggilega og fína herra Jessen fyrir sér, sem klæddi sig í blá- an sumar yfirfrakka og kveikti í vindli um leið og hann fór úr búðinni. Hanzka hafði hann líka. Þeir mundu kosta rúmar 2 krónur, svo fróður var Törr- es strax orðinn. það var ómögulegt að hér væri alt með feldu. Pegar allir voru búnir í búðinni, drakk ungfrú Thorsen í snatri tevatnið sitt inni hjá frúnni, og fór svo út til að finna vinstúlkur sínar. Törres borðaði með framúrskarandi matarlyst góða smurða brauðið, sem Bertha hafði smurt handa hon- um, og meðan hann raðaði í sig sat hún á eldhús- borðinu rétt hjá í glöðu skapi. Bertha sagði honum, að frúin hefði verið í hálf- gerðum vandræðum með, hvar hún ætti að hola Törres;_fyrst hefði hún hugsað sér að búa niðri í litla klefanum í vöruhúsinu, þar sem hann hefði sofið fyrstu nóttina. En Bertha hafði haft það fram, að hvílubekkur var færður inn í lítið herbergi á loftinu, sem Knudsen sálugi hafði haft fyrir nokk- urskonar vinnustofu í fniímum sínum, því hann hafði VérTð MJttfc hntfprir fy>Tr frés'fflíð'i. 41 sem hafði slegið óskilið hér í þessum kalda bæ, opn- aðist alveg upp á gátt, fyrir þessum indæla stóra dreng, sem enn þá lagði sveitalyktina af; og áður en hann var búinn með matinn, sem honum þótti ákaflega góður, vissi Törres, að hér átti hann hlýtt og óbrygðult athvarf, hvenær sem hann vildi. Þannig hafði fyrsti dagurinn liðið fyrir honnm, með vinnusemi og hamingju. Það eina sem píndi hann var peningaskúffan, hann var hræddur um, að þaðan mundi ekki alt komast til frú Knudsen, að það gæti eitthvað rýrnað á leiðinni.því ef að eitthvað skyldi týn- ast, þá ætti það helzt að lenda til hans. Loksins í rökkrinu kom lítil stúlka, sem átti að kaupa hálft pund af kaffi. Törres vóg það strax; ungfrú Thorsen var að sinna nokkrum stúlkum, sem komu í því bili, og hinn stimamjúki herra Jessen þaut til að kveikja á gasinu. Pá var það, að Törres tók fyrstu tíu aurana af töldu smápeningunum, sem stúlkan hafði með sér. Afganginn lét hann renna ofan í skálina, alveg eins og herra Jessen gjörði, því næst ýtti hann skúffunni fast aftur, og sneri sér frá henni. En á sama augnabliki greip hann ákafleg hræðsla, hann stóð með aurana á milli fingranna, og þegar nú aH í rinw tbt orðtð btsrtj þt~di rmrrn ckW mrð

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.