Norðri - 28.10.1909, Blaðsíða 3

Norðri - 28.10.1909, Blaðsíða 3
NR. 43 NOPÐPI. 171 Nýjar bækur. Eimreiðin 15. ár. 3. hefti. Ritstjóri Dr. Valtýr Quðmundsson. Fyrst í þessu hefti er ræða eftir dr. Georg Brandes um «Kjör rithöfunda og listamanna«, er ritstj. hefir þýtt. Ræð- an er allfróðleg og aðallega sögulegs efnis, en engin ráð kend til þess, að bæta úr þeim brestum, er enn þykja á allri lagaverndun hinnar andlegu fram- leiðslu og rýrir það gildi greinarinnar. Gísli Sveinsson stud. jur. ritar all-langt mál með yfirskriftinni: «Stjórnin og sjálf- stæðismálið«. Kennir þar ýmsra grasa, en yfirleitt er grein þessi rituð meira af kappi en forsjá, eins og þessum rit- höfundi hættir alloft við. Flytur hann eindregnar skilnaðarkenningar og hamast að öllum stjórnmálaflokkum. Hallmæl- ir hann ráðherranum allmjög fyrir fram- komu hans í utanför sinni í vetur, og eigi um skör fram og eigi er heldur að undra, þótt honum þyki svipleg af- drif Landvarnarflokksins, enda hefir eng- inn íslenzkur stjórnmálaflokkur fengið jafn háðugleg afdrif. — Ritstjórinn ger- ir athugasemd við þessa grein, og tjáir sig henni allmjög ósammála. «Danir í ný íslenzum skáldskap» heit- ir næsta greinin, eftir Sigurð Guðmunds- stud. mag. frá Mjóadal. Hún er all-vel rituí, eins og þessa hðfundar er vandi, en lítt sannar hún það, sem henni er ætlað að sanna: alment Danahatur hér á landi. Mun flesta fremur undra það, hve lítið ber á slíku í ný-íslenzkum skáld- skap, heldur en hið gagnstæða, eftir þessari grein að dæma, sem samin er af allmiWum fróðleik. Einkum ber lítið á þessu á síðustu árum, en það skiftir einmitt mestu að komast fyrir og sýna hverskonar hugarþel nú ríkir hér á landi í garð Dana, en hitt er lítils um vert, hvernig það hafi verið og á að réttu lagi engin áhrif að hafa í afstöðu vora gagnvart þeim nú. Pess skal getið Tiöf. til hróss, að eigi verður séð af grein- inni að hann vilji gefa þessu »hatri« vind í seglin, enda eru nógir til þess á báðar hliðar að auka úlfúðina á millli þessara tveggja þjóða. Auk þess eru nokkrar smágreinar í þessu hefti og eitt frumsamið kvæði, eftir Jón Sigurðsson [frá Kaldaðarnesi]. En fremur »Ritsjá« og »ísienzk hring- sjá«, að vanda. Að öllu samanlögðu geturþetta hefti Eimreiðarinnar naumast talist af betri endanum. Jóhann G. Sigurðsson. Athugasemdir og leiðréttingar. Af því að eg var hvergi nærstaddur, þegar kvæði og sögur eftir Jóh. Q. Sigurðs- son vóru prentuð í sumar, sá eg ekki bók- ina fyr en hún var komin út. Rak eg mig þá á ónákvæmni og prentvillur í kvæðun- u'm á nokkrum stöðum, sem eg tel mér skylt að leiðrétta, þótt seint sé og leiðréttingar þær geti ekki fylgt bókinni héðan af. En eg vil leyfa mér að óska þess, að lesendur bók- arinnar, sem þessar línur sjá, athugi vand- lega leiðréttingarnar, því að méreranntum að allt væri rétt í bókinni. Og þess skal enn fremur getið til skýringar, að ekki ber að saka útgefanda, Sig. Kristjánsson, fyrir þess- ar villur. Orsökin er vitanlega einkum sú, að enginn sainvinna gat verið milli útgef- anda og mín, sakir fjarlægðar meðan bók- in var prentuð. Á bls. 139 er fyrirsögnin: »í ininja- bók Huldu.* Þar átti að standa í svigum neðan undir: Unnar Benediktsdóttur, en mun hafa fallið burt í handritinu af minni vangá. En sú skýring er nauðsynleg, efeinhverjum skykli detta í hug, að önnur kvæði í bók- iuni, sem Huldu-nafnið er tengt við (s. s. Hróp í himininn, til Huldu og Ljóðkveðja til Huldu) stæði í nokkru sambandi við skáidkonuua Huldu. En slíkt væri auðvitað hin mesta fjarstæða, og er það vitanlegt öll- um kunnugum, enda eru kvæði þessi stað- bundin við átthaga skáldsins, eins og glöggt sést, ef kvæðin erulesin með athygli. Huldu- nafnið er þar auðvitað dulnefni—sama tákn- heitið, sem flest íslenzk skáld hafa notað og nota meira eða minna, þegar þau yrkja um ástmeyjar sínar. Þá koma grentvillurnar: Bls. 32, 13 lína a. o. strandklettabrún les standklettabrún — 33, 8 —--------hann les lieim. — 34, 4-------n. ein — nú — 59, 11.--------það — þá — 77, 3.------o. núna — niína. — 80, 9. — — — sálarglóðar 1. sólar- glóðar. — 88, 4.---------bál — kól. — 89, 10. — a. n. heiðlóaróma 1. heið- lóarróma. — 90, 5. —-------hlutirnir I. hlustirnar. — 100, 8. — — o. ægilegar 1. ægilegur. — 101, 7. — — n. sálar 1. sólar. — 118, 13. — — — logardísir 1. lagardísir. Húsavik, 6. okt. 1909. Bened. Bjarnarson. Veðrátta hefir verið stirð enn sem fyr: síðustu daga hefir þó verið stiltara veður en frost allmikið. Skip. Eljan kom frá útlöudum og Austfjörð- um 23. þ. m.; fór aftur þ. 25. til Sauð- árkróks. Prospero kom í gærkveldi sunnan um land frá Reykjavík. Kong Helge kom í fyrrakvöld með hin lengi þráðu kol til Kaupfélags Akureyrar. Ceres hafði farið frá Reykjavík norð- ur um land á sunnudaginn er var og Ingólfur á föstudaginn. Fyrirlestur um »horfur í íslenzkum skáldskap« hélt Bened. Bjarnarson kennari frá Húsa- vík, hér í Goodtemplarahúsinu síðastl. sunnudagskvöld. Var fyrlesturinn vel og sköruglega fluttur og lýsti í stórum dráttum áhrif- um skáldskaparins og gildi hans fyrir þjóðirnar. — Borgaralegt hjónaband. í dag gaf Guðl. Guðmundsson bæ- jarfógeti saman í borgaralegt hjónaband ungfrú Unni Tlioroddsen, dóttur Skúla Thoroddsen alþm. og Halldór Stefáns- son lækni á Grýtubakka. Oskar Norðri brúðhjónunum til hamingju. Bréf frá skáldinu dr." Holmes. Holmes var oftlega umsetinn af fólki, sem vildi fá hjá honum ljóðmæli við hin og þessi tækifæri. Frú einni, sem ætl- aði að stofna blað og bað hann um inngangsljóð í því skyni, svaraði hann á þessa leið: «Kæra frú: Ef þér vissuð hvað mörg- um bréfum eg þarf að svara á degi hverjum, þá mundi yður verða að orði: «Aumingja maðurinn, skyldi hann ekki verða þreyttur!« Við sem fáumst við kveðskap heldur fólk að getum hrist Ijóðin fram úr ermunum, eins og menn snúa hjóli. En að yrkja kæði er eins og að fara út til að skjóta gæsir eða end- ur; fyrst er að fara þessa leiðina og síðan hina, og svo líður allur morgun- inn, að hvergi sést gæs eða önd —utan manns eigið gæsarandlit í tjörnum og pyttum. Pannig er þessari gæfu guðs varið, mín góða frú, því að öðru leyti væri mér ekkert kærara en að skemta hverjum sem vildi, og ekki síst ungum og dáfríðum frúm og meyjum með sálm- umog söngvum, brúðkaupskvæðum, erfi- ljóðum, hortittum og hetjukvæðum. En í þess stað hlýt eg að láta mér lynda að blekkja yður og aðra með bréfseðli eins og þessum, krydduðum með kær- um kveðjuorðum og komplímentum. þótt varia borgi írímerkið, setn bréfið til mín kostaði. Yðar trúfasti vinur Oliver Wendell Holmes. Kona segir frá vitrun sinni. Eftir «Light» 1«8. sept. 1909. Alt fanst mér autt og tómt kvöld þess dags, þegar eiginmaður mitin var jarðaður, Eg gat ekki að mér gert að segja. »Skyldi eg nokkurn tíma fratnar sjá glaðan dag?« og hvernig getur guð verið svo miskunarlaus, að gera mann eins sælan eins og hugsanlegt er, en svo þegar sælan stendur hæst og börnin mega allra-sízt föðursins missa, er hon- um svona skyndilega burtu svipt án allar vægðar!« Þessar hugsanir ráku hver aðra í huga mtnum þetta óttalega kvöld. En alt í einu datt mér í hug orð hans við mig. »Mundu, að enginn dauði er til, og eg þori að segja, að þótt eg væri dáinn, ef þú kallaðir á mig, þá kæmi eg.« Mér -datt í hug: »En ef eg kalla á hann? Eg-^hélt niðri í mér andanutn og í stað þess að eg kallaði, fanst mér eins og hrópað væri inst úr sál minni: »Guð almáttugur, sé það mögulegt, þá gefðu mér merki;» en eg fékk ekkert sva og fram af því gleytndi eg bæninni eða þó heldur hrópi mínu. »Auðvitað,« hugsaði eg, það fæst ekki, það er ó- mögulegt. Alt var steinhljótt um- hverfis mig. En alt í einu kom hljóð — há ogtitrandi rödd, sem sagði glögt og greinilega: «Hvers þér biðjið föður- inn í tnínu nafni, það mun hann veita yður!« Mér varð svo við, að eg stóð frá mér numin af undrun og ólta. «Hver talaði?« Enginn svaraði. Eg beið við, en sá ekkert. Eg reis á fætur með á- reynslu og slökti á lampanum, en at- hugaði þó um leið að liðið var yfir miðnætti. Níðamyrkur var í herberginu, hlerarnir ekki fyrir ghtggunum, en þeir fast lokaðir! Eg hélt höndunum fast um ennið og horfið út í gluggann, og í því sá eg tvær hvítar dúfur koma fljúg- andi inn í herbergið. Vængir þeirra skinu mjallhvílir í myrkinu; þær flugu yfir herbergið og nálega strukust við aniilitið á mér og hin kolsvörtu augu þeirra horfðu eins og gegn um mig, en svo hurfðu þær að sjá gegnum hitt þilið. Eg breiddi hendurnar fyrir and- litið og hugsaði með sjálfri mér, að mér væri otðið ílteða eg væri að missa vitið. Alt í einu sá eg bjart tjós fylla her- bergið svo hvergi, bar á skugga, en sýndist þó skina mest frá stólnum tóma. Eg spurði hátt: »Hver kveikir þetta ljós?» Ekkert svar. Eg hætti nú að undrast nokkttrn hlut og fór að hugsa um lið- inn tíma, þá heyrist mér eitthvert hljóð nærri mér og lít upp. Hvað sé eg? mað- urinn minn situr þar í sínu venjulega sæti, hægindastólnum, sem rétt áður sýndist tómur. Hann horfði eins og niður á mig, brosandi og ánægjulega. Eg kleyp mig í handlegginn til að vita hvort eg væri vakandi, og sagði við sjálfa mig: »Var hann ekki jarðaður daginn sem leið?« Eg tók eftir því, að hári hans var fagurlega skift og það lýsti af því meira en svaraði birtunn' En sá þokki og hellbrigðissvipur á á- sjóninni, sem rétt áður var svo mög- 144 byrjaði sjötta dansinn. Hann hafði nú ekki augun af Júlíu, eins og hann væri hræddur um að einhver tæki hana frá honum, á meðan dansinn stæði yfir. Pau töluðu ekki mikið saman eftir þetta, Törres fylgdi dansmey sinni til litla herbergisins, þar sem hún ætlaði að hvíla sig. Hann langaði til að spyrja, en stóð aðeins stamandi af æsingu. «Viljið þér þá ráða mér til— til —» «Haming- jan fylgir þeim hrausta* sagði hún brosandi og gekk burtu. Klukkan var næstum tólf og dansveislan stóð sem hæst, engin þvingun framar, engin þreyta eða neitt sem aflaga fór. Allir skemtu sér, og hver einstakur hafði sín smá áform og undirferli, vonir, óvæntan fögnuð og von- brygði. Loftið var þrungið hættulegum, töfrandi, vín- blöndnum ástareym, sem streymdi fram og aftur gegn- um salinn og stofurnar. Törres var undarlega æstur í skapi, fullur af sjálfs- trausti, og þörf til að taka sér eitihvað fyrir hencur. Hann ltafði aldrei .séð fyr hversu fögur Júlía gat ver- ið. Litla höfuðið hennar fór svo vel á langa háls- L.um, kjóllinn var mjög fleginn, en á hálsmálið og kringum axlirnar voru lagðir dýrustu knipplinga-, sem faðir hennar hafði haft héim með sér, en aldrei 141 Frú Steiner fann strax andann í skaplyndi henn- ar> °g Pað fanst henni sæmilegur mótþrói af þess- ari litlu smábæjar stúlku, sem hún heiðraði með vin- áttu sinni, þótt Törres Wold! — í raun og veru væri ekki neinn fundur, sem vert væri að öfundast yfir. Hún hafði hugsað töluvert um þetta áður en að hún komst að þeirri niðurstöðu, að fyrst um sinn væri skemtilegast að telja þessum mikilláta sveitaherra trú um, að ungfrú Kröger gengi and- varpandi og aðeins biði. — Pá jjæti Júlía fengið sína refsingu og góða aðvörun af hans hlægilega daðri; — húti skyldi sannarlega sjálf sjá unt, að það yrði reglu- lega hlægilegt. Pér hafið hreint ekkert dansað fyr í kvöld — herra Wold.« »Nei, eg mátti til að spjalla um verzlunarmál við ýmsa.« i «Og haldið þér að það sé mikilvægara en að dansa?« Já, það hélt hann reyndar —og hló, »þér haldið að þér getið komist áfram í heiminum án okkar?—« spurði hún og horfði hæðnislega til hans. En Törres vissi ekki gjörla hvað hún meinti, leit t'rá henni og á stúlkttna sem var beint á móti, utn leið byrjaði dansinn að nýju.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.