Norðurland - 05.12.1903, Qupperneq 3
43
N1
þykir þeim tilvinnandi að kli'fa þrítug-
an hamarinn til þess að sækja hingað
auðinn.
A sama tíma heyrast ekki annað
en æðruorð frá útgerðarmönnunum í
höfuðstað vorum. Þeir keppast um að
bjóða skip sín til sölu. Þeir telja
auðsjáanlega þennan atvinnuveg í voða,
þrátt fyrir hátt verð á fiskinum. Og
þeir ráðgera tilraun með stórkostlega
breyting á öllu fyrirkomulagi útgjörð-
arinnar — tilraun, sem óvíst er með
öllu, hvort unt er að fá framgengt.
í sambandi við þetta getur sá, er
þetta ritar, ekki annað en minst sam-
ræðu, sem hann átti fyrir fáum árum
við einn mesta útgjörðarmanninn í
Rvík. Útgjörðarmaðurinn var nýkom-
inn utan af frönsku fiskiskipi og hann
var sem agndofa af því, er hann hafði
séð — þeirri snildar-umgengni, sem
þar var á öllu og þeirri fyrirtaksvöru,
sem þar var framleidd. Hann gat ekki
komið orðum að þeim mismun, sem
var á þeirri vöru og íslenzka fiskin-
um. Fiskinn höfðu Frakkar dregið
hér við land innan um íslendinga.
Önnur eins dæmi og þetta eigum
vér að taka til rækilegrar íhugunar
og láta þau verða oss að kenningu —
ekki að eins í fiskiveiðum vorum,
heldur og í öllum vorum atvinnu-
greinum. Af engu getur þessari þjóð
meiri háski stafað en því, að hún láti
undir höfuð leggjast að gera sér grein
fyrir, hvernig ástatt er um hana í
samanburði við aðrar þjóðir. Þeir
menn, sem eru að fylla eyru vor með
kenningum um, að vér stöndum öðr-
um þjóðum jafnfætis í þeirri þekk-
ingu, sem að haldi kemur í lífinu, og
ilskast, þegar að oss er fundið, eru
vorir óþörfustu menn.
En að hinu leytinu megum vér ekki
láta það verða oss til örvílnunar að
lúka augunum upp fyrir því, sem oss
er ábótavant. Til þess er ekki nokk-
ur minsta ástæða. Vér eigum land,
sem áreiðanlega gæti gert alla þessa
þjóð að auðmönnum, og það þótt hún
væri miklu mannfleiri. Og jafn-víst er
hitt, sem hr. Havstad tekur líka svo
afdráttarlaust fram, að þjóðin er búin
nægum hæfileikum til þess að færa
sér í nyt gæði landsins. Hér er ekki
um neina hnignun mannanna að tefla,
eins og hjá ýmsum suðrænum þjóð-
um. Þeirri þjóð er ekki aftur farið í
raun og veru, sem átt hefir að búa
við önnur eins kjör og íslendingar,
og heldur samt uppi í öllu fámenn-
inu sjálfstæðum, merkilegum bókment-
um og gefur út árlega 25 sinnum
meira af prentuðu máli, að tiltölu við
mannfjöldann, en þær stórþjóðirnar,
sem mesta lestrarfýsn hafa, eins og
prófessor W. Fiske hefir nýlega bent á.
Nýjafesfamentiö,
sem Mr. Fr. H. Jones hefir gefið út á
Englandi á síðastliðnu sumri, er einkar snot-
Urt, og auðsjáanlega sérstaklega hentug jóla-
gjöf. Bókin er skreytt einstaklega fallegum
myndum eftir tvo fræga enska málara, Har-
per og Clark. Þeir höfðu ferðast til Austur-
landa, áður en þeir bjuggu til myndirnar,
til þess að sjá lífið þar eigin augum, svo
myndirnar gefa mönnum rétta hugmynd
um lífið þar, það sem þær ná. Frágangur
allur á bókinni er hinn vandaðasti.
lCtrýming fjárkláðans
á Jlusfur/andi.
Fjárkláðalæknir Davíð Jónsson ritar
með síðasta austanpósti, 21. nóv. síð-
astl.:
»Þegar eg kom hingað austur, var
eg svo heppinn að hitta báða sýslu-
mennina á Seyðisfirði, og gat því tal-
að við þá í sameiningu. Þeir fóru
þess á leit við mig, að eg frestaði
böðun þangað til í desember, og gekst
eg undir það.
»Síðan hefi eg ferðast um Norður-
Múlasýslu og Suður-Múlasýslu alt suð-
ur að Hofi í Álftafirði, til að kynna
mér ástandið og undirbúa málið. Fundi
hefi eg haft með skoðunar- og böð-
unarmönnum: í Vallanesi þ. 13. þ. m.,
á Eiðum þ. 16. og Hallfreðarstöðum
þ. 18., og svo hefi eg boðað fund á
Eskifirði þ. 23. í Eydölum og Búlands-
nesi ætlaði eg að halda fundi um
daginn, en það fórst fyrir vegna veð-
urs. Hefi eg því ákveðið fund 1' Ey-
dölum þ. 30. þ. m. og í Geithella-
hreppi þ. 3. desember. Þaðan fer eg
suður í Skaftafellssýslu.
»Á þessu ferðalagi mínu hefi eg
rekið mig á ýmsa agnúa því til fyrir-
stöðu, að hægt sé að framkvæma al-
menna böðun á sauðfé, og eru þeir
einkum fólgnir í því,
að heybirgðir bænda eru yfirleitt
litlar og víða stórskemdar; þar af
leiðandi mikil hætta að menn leggist
undir höfuð að hafa fé sitt inni hinn
ákveðna tíma, enda sumstaðar ekkert
hey til að gefa sauðfé;
að hús eru víða léleg og leka hverj-
um dropa, sem kemur úr loftinu; sum-
staðar eru þau garðalaus og þvf ó-
hæfileg til innigjafar, sumstaðar er
féð hýst í hellum og á einum bæ að
minsta kosti (Urðarteigi við Berufjörð)
er, að sögn, ekkert fjárhús til á heim-
ilinu, og ekki einu sinni fjárrétt; og
að mótspyrna er gegn almennri
böðun, sérstaklega í þremur hreppum
Suður-Múlasýslu, svo eigi er annað
fyrirsjáanlegt en til og frá þurfi að
gera valdböðun, sem eg álít mesta
neyðarúrræði.
»Eftir nákvæma umhugsun og með
það sérstaklega fyrir augum — eftir
því, sem fram kom í vor — að kláð-
inn sé ekki almennur, hefi eg neyðst
til að hverfa frá því að gera almenna
böðun að svo stöddu, heldur viðhafa
sömu reglu eins og Myklestad hafði
við útrýmingu fjárkláðans í Noregi,
að gera nákvæmar skoðanir og baða
að eins hið sjúka og grunaða fé; því
eins og eg hefi bent á hér að fram-
an, er almenn böðun illframkvæman-
leg. Þessu hafa bændur tekið. fegins
hendi.
»Skoðun hefi eg ákveðið að byrja
1. desember á öllu Héraði, Jökuldal
og í fjörðunum suður að Breiðdal;
önnur skoðun byrjar 11. jan. og þriðja
skoðun 29. febr. Ef mér þykir ástæða
til þesi, læt eg gera fjórðu skoðun í
apríl á hinu baðaða fé, og að sjálf-
sögðu á grunsömu.
»Eg hefi sent Pál frá Hvanná til
Vopnafjarðar til þess að gera ráðstaf-
anir þar, hefi falið honum að gera þar
almenna böðun, ef fjárkláða hefir orð-
ið vart að mun næstl. vetur, eða ef
nokkuð hefir borið á honum í haust;'
annars að fylgja sömu reglu eins og
eg hér eystra.«
í þessu horfi er þá málið þar eystra.
Davíð Jónsson hefir leitað álits amt-
manns og Myklestads um það, hvort
ekki skuli halda þessari útrýmingar-
aðferð áfram. Amtmaður skrifaði Mykle-
stad vestur í Skagafjörð með póstin-
um, sem lagði á stað í fyrradag, og
lagði málið algerlega á hans vald, eins
og sjálfsagt var.
Búast má við því, að þeim bænd-
um, sem alt kapp vilja leggja á það
að útryma nú fjárkláðanum og einskis
vilja láta ófreistað, til þess að því
megi framgengt verða, þyki mjög
varhugaverð þessi aðferð, sem í ráði
er að taka upp í Múlasýslunum. Hér
á Norðurlandi, þar sem kláðinn er
svo magnaður víða, hefði hún að sjálf-
sögðu verið hið mesta óráð og orðið
margfalt kostnaðarmeiri en almennar
baðanir. En það, hvort hún er hæfi-
leg á Austurlandi og henni verður
þar bót mælt, virðist algerlega leika
á því, hve mikil brögð eru í raun og
veru að fjárkláðanum eystra. Sé fjár-
kláðinn þar örlítill, ætti þessi aðferð
að geta lánast þar, eins og í Noregi.
Sé hann aftur á móti meiri en orð
hefir verið á gert, má búast við því,
að menn eftir á iðri þess á Austur-
landi, að þar var ekki klifinn þrítug-
ur hamarinn til þess að koma almenn-
um böðunum á eins og í Norðlend-
ingafjórðungi.
X
Jlígr sauöamarkaour.
Herra Garðar Gíslason hefir 17. okt.
ritað formanni Landsbúnaðarfélagsins
á þessa leið:
»Því miður eru hér daufar horfur
með sölu á kæfu og niðursoðnu keti.
Gunn. Einarsson sendi mér nokkurar
2 pd. dósir af kjöti og I pd. dósir af
kæfu. Verð áleit hann hæfilegt hér 1
sh. 2 pence pr. kjötdós og 10 pence
pr. kæfudós. Fyrst og fremst er þetta
verð alt of hátt, samanborið við sams
konar vörur hér. Hingað er mikið flutt
inn Australíu kjöt (mest niðursoðið í
Sydney) sem þykir í alla staði gott,
og er það selt í 1 pd. dósum (í stór-
kaupum), 8 V2 pence pr. dós, yrði því
erfitt að keppa við það, ef ekki mætti
selja fsl. kjöt í 2 lbs. dósum á 8
pence pr. dós. í Antwerpen er mikið
selt af niðursoðnu kjöti til skipa, sem
er bæði frá Australíu og Ameríku, og
er það vanalega í 6 pd. dósum og
tólf dósir í kassa, sem kostar þar (í
stórkaupum), 30 franka. Sama er að
segja um kæfuna, hún er alt of dýr.
fie'r er ekki til sauðakjötskafa til sarnan-
burðar, heldur kæfa búin til úr svína-
kjöti, nautakjöti og kálfakjöti. í seinni
tíð hefir sú kæfa tapað áliti og um
leið selzt ver, vegna þess að menn
óttast svik í henni, og það máske
ekki ætíð að ástæðulausu; þá vöru á
einstaklingurinn óhægt með að rann-
saka. Ef mögulegt yrði að finna kaup-
endur að okkar kæfu, mundi hún þurfa
að vera »hökkuð«, þannig að engar
tægjur fyndust í henni. Lfka ætti hún
að vera í mjög smáum dósum, sem
sjálfsagt mættu vera mjög óvandaðar.
lU pd. væri líkl. hæfilegt. — Eg sé
ekki ástæðu til að láta prenta »etikett-
ur« fyr en eg fæ sýnishorn, sem eg
hefi von um að seljist.
Fyrir skömmu brá eg mér til Ant-
werpen til þess þar að forvitnast um,
hvort ekki mundi vera þar sölustaðir
fyrir einhverjar íslenzkar vörur, sér-
staklega hafði eg í hyggju saltkjöt.
En því miður eru sárlitlar líkur til
að það seljist þar, þótt undarlegt megi
virðast, þar sem á því er enginn inn-
flutningstollur og kjöt í mjög háu
verði. Samt geri eg ráð fyrir að senda
þangað sýnishorn til frekari reynslu.
Fé cí fœti selst þar aftur á móti mjög
vel. Verðið var þá um 1 franka pr. 1
kilo í lifandi vigt. — Það álít eg að
sé markaður, sem vert væri að reyna.
Það er líka ágætur markaður þar fyrir
harðfisk. Frekari upplýsingar þessu við-
víkjandi er eg fús til að gefa þeim,
sem óska.«
X
Bæjarsfjórnarfundur.
Þriðud. 1. des.
Rætt var um plan yfir brekkurnar og sér-
staklega lóðakaup á Friðbjarnartúni í tilefni
af byggingarnefndarsamþykt. Lagt var fram
plan yfir brekkurnar fyrir ofan Oddeyri og
inn að Torfunefslæk. Bæjarstjórnin samþykti
planið. Þá var og lagt fram plan yfir autt
svæði syðst á Friðbjarnartúni og kosin
nefnd — Páll Briem, KI. Jónsson og Jón
Norðmann — til að semja við Friðb. Steins-
son um sölu á þeim parti túnsins, er þyrfti
undir svæðið.
Rædd reglugjörð fyrir hafnarbryggjuna
grein fyrir grein og að síðustu samþ. í einu
hljóði.
Umsókn um bæjargjaldkerasýslanina hafði
að eins komið fram frá umboðsmanni St.
Stephensen. Bæjarstjórnin veitti umsækjanda
sýslanina, en að eins til eins árs, af því að
enn er eigi hægt að ákveða um, hvað
mikið störf gjaldkera vaxa við kaup Nausta,
sótaragjald o. s. frv.
Björn Jónsson sótti um blett tíl erfðafestu
í Hamarkoti; beiðninni vísað til Eyrarlands-
nefndar til úrslita.
Bæjarstjórnin synjaði í einu hljóði um að
leigja skólastofu til leikfimi.
Vatnsveitureikningum frá Þorv. Davíðssyni
vísað til nefndarinnar.
Fasfeignir Akureyrar.
Þessar eru tekjur af fasteignum bæjarins
árið 1903:
Kr.
Af erfðafestu....................... 26.54
— húsum.......................... 131.50
— túnum........................... 80.12
— hólmuin........................ 373.00
— mó............................. 290.50
— grjóti.......................... 63.50
— hestahögum..................... 332.77
— kúahögum....................... 318.50
— seldum lóðutn.........• . . . . 276.30
— leigðum —...................... 111.00
— Ýmislegu....................... 175.00
Sanitals . . . 2078.73.
Amerískir plógar.
Hr. Jón Ólafsson segir frá því í blaðinu
„Reykjavík", að amerískir plógar, sem
reyndir hafa verið í Reykjavík, þyki ágætir.
Landbúnaðarfélagið keypti þá fyrir eitthvað
þremur árum, og þá tókst í fyrstu ekki að
nota þá. Menn höfðu ekki lag á þeim, og
hugðu, að þeir ættu ekki við íslenzka hesta
og jarðveginn hér. Nú hefir félagið fengið
danskan plægingamann, Julius Jensen. Hann
hefir reynt plógana amerísku, og telur þá
ágæta, taka langt fram öðrum plógum, sem
hér hefir verið kostur á að fá. Dagsláttuna
kvaðst hann geta plægt með þeim á 9 kl.-
stur.dum, ef hann hefði 4 hesta, 2 og 2 á
víxl til hvíldar.
„Fálm út í loftið.“
Mjög merkur maður á Austurlandi skrif-
ar ritstjóra þessa blaðs með síðasta pósti;