Norðurland - 27.02.1904, Side 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Einar Hjörleifsson.
22. blað.
Akureyri, 27. febrúar 1904.
III. ár.
5{áðið uið fátæktinni.
m.
(Síðasti kafli.)
Vér bentum á það í miðkafla
þessarar ritgjörðar og færðum þess
nokkur dæmi, hvar þungamiðjan er
lögð um þessar mundir í menta-
málsumræðunum í öðrum löndum
— að aðalmergurinn er sá, að koma
vísindunum í sem nánast samband
við Iífið, láta þau styðja hvern al-
þýðumann í atvinnurekstri sínum,
lífsbaráttunni.
Svo virðist, sem þetta meginatriði
hafi farið fram hjá mörgum skyn-
sömum mönnum hér á landi. Þess
vegna hættir þeim mönnum við að
tala um málið nokkuð út í hött.
Sérstaklega hættir þeim við að am-
ast við skólunum. Geri þeir það ekki
beint og afdráttarlaust, þá gera þeir
það óbeinlínis og vantrausts og ó-
þolinmæði kennir í orðalaginu. Þeim
verður þá tíðrætt um það, að að-
sóknin að skólunum sé mikil, og
ekki sé laust við, að mörgum bónda
þyki nóg um þann straum — æskan
vilji í skóla, einhverja skóla og alla
skóla, en gagnið verði oft lítið að
skólagöngunum o. s. frv. Þeir kann-
ast við það í orði kveðnu, að ment-
unin sé minni en hún þyrfti að
vera og ætti að vera. En þeir segja
í sömu andránni, að þess sé alls
ekki brýn þörf að hróþa á þjóðina
að menta sig; henni liggi miklu
meira á öðru en aukinni mentun.
Henni liggi miklu meira á því að
geta unnið betur sín daglegu störf,
geta aukið framleiðsluna í landinu.
Alt þetta stafar af því, að mönn-
unum hefir enn ekki orðið ljóst það
samband, sem nú er í menningar-
löndunum milli mentunarinnar og
atvinnuveganna, framleiðslunnar —
það samband, er vér vonum, að
lesendur vorir hafi fengið ofurlitla
hugmynd um - þeir, er ekki hafa
haft hana áður - við það að lesa
miðkafla þessarar ritgjörðar.
Og það er ekki heldur nein furða,
þó að menn hafi ekki getað áttað
sig á þessu máli tafarlaust. Sú þekk-
ing, sem mönnum hefir lengst um
verið veitt hér á landi, hefir verið
sniðin eftir alt öðrum hugsjónum
en þeim, er nú vaka fyrir fulltrúum
hins nýja tíma í menningarlöndun-
um.
Allir vita, hvernig fyrirkomulagið
hefir verið við helztu mentastofnun
vora, lærða skólann í Reykjavík.
Þungamiðja kenslunnar hefir þar
verið lögð á tungur, sem löngu-
löngu eru dauðar. Skólinn hefir
fjarlægt nemendur lífinu, í stað þess
að gera mentunina lífinu samfelda.
Alþýðumenn hafa alloft rekið sig á
það, að eftir allan lærdóminn stóðu
mennirnir, sem gengið höfðu skóla-
veginn, ver að vígi í baráttu lífsins
en þeir sjálfir, eða þá engu betur.
Og um alþýðumentun vora er
það að segja, að naumast er til þess
ætlandi, að menn hafi fengið veru-
legt traust á henni.
Hún hefir nú fyrst og fremst ver-
ið af skornum skamti. Flestum inun
kunnugt um það, að umferðakensl-
an nær skamt. Auðvitað hefir hún
gert gagn; ekkert vit væri í að
neita því. Hún hefir verið, er og
verður um stund ómissandi millilið-
ur milli heimiliskenslunnar, sem áð-
ur átti sér stað, og væntanlegra lýð-
skóla. En börnin fá lítið að læra.
Sviþað má segja um kvennaskólana.
Vitaskuld gera þeir gagn, sem vér
megum vera þakklátir fyrir, meðan
ekki er völ á öðru betra. En mikið
vantar á, að þeir, með því fyrir-
komulagi, sem á þeim hefir verið,
hafi getað veitt alla þá mentun, sem
ástæða er til að sækjast eftir. Gagn-
fræðaskólarnir hafa að sjálfsögðu
verið fullkomnastir og gert mest
gagn, enda leynir það sér ekki, að
ávöxtur hefir af þeitn orðið. En til-
tölulega fáir eru þeir, sem hafa get-
að fært sér þá í nyt, í satnanburði
við allan hinn fjöldann.
En svo mikill skortur, sem verið
hefir á alþýðumentun í þröngum
skilningi, þá hefir hitt þó verið enn
tilfinnanlegra, að hin æðri þekking
mannkynsins hefir svo örlítið náð
til alþýðu vorrar í baráttu hennar
fyrir tilverunni. Vísindin hafa á síð-
astliðinni öld gert ógrynnin öll fyrir
alþýðu manna í menningarlöndun-
um. Þau hafa uinturnað iðnaðinum
og landbúnaðinum, og nú eru þau
farin að taka fiskiveiðarnar fyrir af
miklu kaþþi. Samt er þess stöðugt
krafist, að þau geri tneira og meira.
Þessi hreyfing hefir farið fram hjá
oss þar til nú á síðustu árum —
farið svo mjög fram hjá oss, að
jafnvel sumir helztu gáfumenn þjóð-
ar vorrar virðast ekkert í því botna,
þegar verið er að tala um hana.
Búnaðarskólar vorir hafa vitaskuld
átt að stefna í þessa áttina. Og ekki
getur neinn vafi á því leikið, að
þeir hafa gert gagn, þó að mikið
hafi verið í þá hnjátað. En þeir
hafa verið svo úr garði gerðir, að
þeir hafa ekki getað gert nándar-
nærri það gagn, sem vér höfum
þurft á að halda. Þeim hefir ekki
tekist að hefja nýtt tímabil í at-
vinnusögu þjóðarinnar á neitt svip-
aðan hátt og það hefir tekist í öðr-
um löndum. Fyrir því hafa þeir
ekki öllu fremur en aðrar menta-
stofnanir þjóðar vorrar fengið veru-
legt traust manna; og fyrir því hafa
þeir oft orðið fyrir ómildum og —
þegar gætt er að atvikum öllum —
fremur ósanngjörnum dómum.
En nú er að vakna hér á landi
sams konar hreyfing sem sú, er
umturnað hefir landbúnaðinum með
öðrum þjóðum. Hún kemur fram í
starfsemi Landsbúnaðarfélagsins, í
stofnun Ræktunarfélagsins, í rann-
sókn fóðurjurta, í breytingunni, sem
orðið hefir á Hólaskóla og hinni
miklu aðsókn að honum, í trjá-
plöntunartilraununum, í ræðum og
ritum manna um alt land.
í hverju er nú þessi hreyfing fólg-
in? Hvaða afl er það, sem stendur
bak við rjóma- og mjólkurbúin, kyn-
bótaviðleitnina, fóðurjurtarannsókn -
irnar, tilraunir með tilbúin áburðar-
efni, matjurtir og trjáplöntur, plæg-
ingar, grasfræsáning og alt þetta
nýja, sem nú er að komast á dag-
skrá í landbúnaði vorum? Vitan-
lega er það eftirsóknin eftir meiri
þekking, miklu meiri mentun, en
vér höfum áður átt kost á að öðl-
ast og færa oss í nyt. Eftirsókn eftir
hinu sama, sem mönnum verður nú
tíðræddast um í öðrum löndum: sam-
vinnu vísindanna og atvinnuveganna
— eftirsókn eftir því, að vísindin
styðji atvinnuvegi þjóðarinnar og
gagnsýri alla starfsemi alþýðumanna.
Eftir er þessi hreyfing er vöknuð
og mönnum er farið að skiljast,
hvað er á seiði, hættir það að ná
nokkurri átt, sem ýmsutn hættir enn
við hér á landi, að tala um mentun
þjóðarinnar sem eitthvað fjærskylt
eða jafnvel andstætt daglegum störf-
um hennar og framleiðslunni í land-
inu. Menn fara þá að krefjast ment-
unarinnar eigi hvað sízt í því skyni,
að þjóðin geti lifað sómasamlega af
sínum daglegu störfum, af því, er hún
framleiðir. Og þá fara menn að hætta
að ónotast út af því, þó að einhverj-
ir af búfræðingum vorum setjist að
í höfuðstaðnum og fái embætti, eins
og Guðm. Friðjónsson kemst að
orði. Sannast að segja virðist oss
tími til þess kominn, að menn hætti
slíku tali. Eða mundi landinu vera
nokkuð meira gagn að því, að þeir
Sigurður Sigurðsson og Guðjón Guð-
mundsson færu eitthvað í vinnu-
mensku eða settust að búhokri upp
í sveit, en að þeir stofni rjómabú
um Iand alt og kynbótafélög?
Þessi hreyfing, þekkingarhreyfing-
in, mentunarhreyfingin nýja, er í
vorum augum langvænlegasti ný-
græðingurinn, sem nú er sjáanlegur
í þjóðlífi voru. I raun og veru er
oss ókunnugt um, að á nokkurt
annað skynsamlegt ráð hafi verið
bent við fátækt landsmanna, að und-
anskilinni viðleitninni við að koma
peningaverzlun hér á landi í við-
unanlegt horf — viðleitni, sem vænt-
anlega ber mikla ávexti, þegar þeir
standa í sambandi við atorku og
djúpsetta þekking á atvinnuvegum
vorum, en geta ekki að öðrum kosti
koinið að nægu haldi.
Eða hvað er það annað, sem
mönnum hefir hugkvæmst til að
bæta hag þjóðarinnar og efla atvinnu-
vegi hennar? Dettur nokkurum skyn-
sömum manni í hug, að nokkur
árangur verði af því að skipa mönn-
um að sætta sig við minni lífsþæg-
indi? Gerir nokkur meðalgreindur
inaður sér í hugarlund, að unt sé
að skylda verkafólkið til að vinna
fyrir lægra kaup? Eða trúir nokkur
því í alvöru, að takast muni með
atyrðingum og ósannindum, eða
með staðlausu gumi af þjóðinni og
landinu, að kyrsetja þá menn hér á
landi, sem finst þeir ekki eiga við
sæmileg kjör að búa hér og kost
eiga þess að flytja bústað sinn?
Öllum virðist koma saman um,
að ástandið sé ískyggilegt, eins og
það er. Framleiðslan yfirleitt lítil og
léleg. Vinnukrafturinn afardýr í sam-
anburði við afraksturinn. Eyðslan
vaxandi. Og önnur heimsálfa með
miklumlandskostumogágætrireynslu
íslendinga togar á hverju ári burt
af landinu fjölda efnilegra og nýtra
manna.
Hverra ráða vilja menn leita til
að hlynna að landi og þjóð, ef
menn vilja hafna því ráðj að gera
mennina, sem á landinu búa, að
færari mönnum, vitrari mönnum,
meiri mönnum? Ef menn vilja ekki
efla þekkinguna á atvinnuvegunum,
sem þeir eiga að lifa á? Ef menn
vilja ekki leita við að komast að
raun um, á hvern hátt aðrar menn-
ingarþjóðir, sem standa oss framar,
efla velgengni sína, og vilja ekki fara
að dæmi þeirra?
Jngib/örg Jorfadóttir.
i.
Nú er sú brúður fallin frá
á forlaga miðju skeiði,
er fólkið augun festi á
sem framtíðarljós í heiði.
Sárt er að taka þá gjöfina Guðs
og grafa hér undir leiði.
Ó, flýtið ykkur, þið fræðilið,
að forða þeim kynja-voða.
Guðs forsjón hafið í hendi þið,
ef haldið þið veg hans boða.
Því Guð hann veit, að oss verður þungt
þá vínpressuna að troða.
Með djúpri sorg þig syrgjum vér;
hvar sjáum vér nú þinn lfka ?
Þvf margur hugsar í hjarta sér:
við hljótum ei aðra slíka.
En samt með ljómandi sigri fer
þín sálin og hjartað ríka.
Þú kvennaskari, sem kominn ert
með kransinn á þetta leiði,
nú sérðu forlagasverðið bert
og sólina blikna í heiði.
En gættu nú að, því grafin er hún,
sem greiddi þitt æskuskeiði.
Og hér var meir’ en lipurt lag,
er laut hún að kenslustörfum;
hún hugði nótt og nýtan dag
að nemenda sinna þörfum;
og rækti sitt verk með rögg og dygð,
með röksemd og vilja djörfum.
Alt gott og satt, alt hreint og hátt
í hvívetna lét hún skarta,
og margt eitt stráið, lítið og lágt,
hún lagði við móður hjarta.