Norðurland


Norðurland - 27.02.1904, Side 2

Norðurland - 27.02.1904, Side 2
Nl. Svo fróvgast —sagði’ hún —fræið smátt, að finni það ylinn bjarta. Hún þekti vel sitt vandastarf, og vildi þvf sífelt læra; hún þráði sinn bezta brúðararf til blessunar systrum færa, og skapa þá ment, sem mær hver þarf, sem er metnaðartáp og æra. Og nú var hún komin langt, svo langt að læra, sem framast skyldi; og búin að vinna svo strangt, svo strangt að stefnunni, sem hún vildi. Og svo er hún kölluð — komin í gröf. — Ó, kærleikans eilífa mildi! En hvað er að segja, vinan væn? Vér vitum ei neitt að segja. Oss stoðar ei grátur, bann né bæn, þann Bana má enginn sveigja. Bezt er að hnegja höfuðið rótt í höndina Guðs — og þegja. Til Guðs þá — Guðs, þú góða snót! því Guðs er að sjá hið rétta. Af vilja þínum og verkarót skal vor og rósir spretta. Til lífsins háa, lifandi sál, sem lofað er eftir þetta! II. Náklæðum sveipast nú borgir og bygð, og báran hvín hátt yfir söndum; og svanirnir búast að svffa með hrygð í suður, að Gilsfjarðar-ströndum. Þar kvaka þeir aftur um kvennaval með köldum söng yfir Ólafsdal. Stráið þó bekkina, heiðruðu hjón, er heyrið þið sorgtama kliðinn; og kannist við Dauðann sem kærleikans þjón, er kunngjörir eilífa friðinn. Ó, foreldrar, hugleiðið, harmsælu rfk, að hamingjulán eru börnin slík. Ef Dauðinn var sterkur, var dóttirin stór sfna daglegu þjáning að Iíða, og hjartað svo blíðlynt og hugurinn rór, sem hún skyldi föður síns bíða. Ó, gjaldið þið lifanda Guði þökk fyrir göfuga dóttur með hjörtu klökk! M. J. \ Vjirlit yfir heilbrigði og störf í jlkureyrar- læknishéraði 1903. Árið 1903 hefir verið tíðindalítið hér í héraðinu. Engar skæðar landfar- sóttir hafa gengið. Við ársbyrjun gekk vægur kíghósti og hefir hann verið hér viðurloða mestan hluta ársins, en örfáum börnum hefir hann orðið að bana. í sumum læknishéruðum hefir veiki þessi reynst verri og hættulegri en hér. Blóðkreppusóttin, sem fluttist hingað fyrir 2 árum, gerir enn þá vart við sig. 22 sjúkl. hafa leitað læknis. Ekki er mér kunnugt um, að neinn þeirra hafi dáið. Kyefsóttir hafa, eins og vant er, gert töluverðan óskunda, einkum síðari hluta ársins. Þá fengu mjög mörg börn kveflungnabólgu upp úr kvefi og lágu mörg allhætt, en til- tölulega fá munu þó hafa dáið. Þó einfalt kvef sé léttvægur sjúkdómur, þá er eg viss um að hinar sífeldu kvefsóttir eru skaðlegri en flestir halda. Upp úr þeim kemur oft lungnabólgan, og allir vita, hve hættuleg hún oft er, en auk þess eru þær tæringarsjúkl. hinn hættulegasti gestur. Þó undarlegt megi virðast, er þekking manna á kvefi 86 og orsökum þess mjög lítil, enda þekkjast engin góð ráð til að verjast því, eða lækna það. Alvarlegasti viðburður ársins var það að Syfilis (fransós) gaus hér upp f bænum, þó ekki útbreiddist hún að neinum mun í þetta sinn (3 sjúkl.). Þessi voðaveiki vofir sífelt yfir höfði manna þar sem samgöngur við útlönd eru tíðar eins og hér er. Fjöldi út- lendra sjómanna hefir sjúkdóm þennan og hver einasta stúlka, sem hefir afskifti af þeim, á það á hœttu að sýkjast. í sambandi við þetta vil eg alvar- Lega biðja héraðsbúa mína um að leita tafarlaust til mín, ef minsti grunur er um, að þeir hafi fengið veiki þessa eða aðra samrœðissjúkdóma. Þetta er þeim sjálfum afarnauðsynlegt, því oftast má lækna veikina að mestu eða öllu, ef læknis er leitað í tíma. Þeir mega treysta því, að eg segi engum til nafns þeirra, á hverju sem gengur. Veikin gerir fyrst vart við sig með litlu sári eða fleiðri á getnaðarfærun- um með undarlegu herzli í botninum. Næmri þvagrásarbólgu fylgir hinsvegar graftrarútferð úr þvagrásinni og sárs- auki við að kasta af sér þvagi. Ein vandræðin eru það, sem fylgja þessum sjúkdómum: Oftast kemst eitt- hvert kvis á það, að sjúkdómar þessir séu á ferðinni og þarf ekki læknirinn að vera orsök í því, en forvitna fólk- ið gizkar sér til, hverjir sjúklingarnir séu og bendlar þá allajafna saklausa menn við þetta. Svo gekk í þetta sinn. Þeim, sem verða þannig hafðir fyrir rangri sök, vil eg ráða að fá hispurs- laust vottorð hjá mér fyrir því, að þeir séu heilbrigðir og reka þannig slaðrið af höndum sér. Mjög alvarlegt mál er það, hve berkla- veiki (tæring) er hér algeng í hérað- inu. Á þessu eina ári hef eg bókfært 50 sjúklinga með sjúkdóm þenna í ein- hverri mynd, en auk þess aðstoðarlækn- arnir 33. Þó ber að gæta þess, að sumir sjúklingar eru eflaust bókfærðir hjá báðum og nokkurir hafa verið utanhéraðsmenn. Eigi að síður er hér um stórlega hættu að ræða, sem eg seinna skal minnast nánar á í Nl. Aðsóknin að lækni fer hér heldur vaxandi. Á þessu ári hef eg bókfært 1031 sjúklinga, en aðstoðarlæknar mín- ir 551. Eftir þessu ættu 1581 sjúkl- ingur að hafa leitað læknis, en aðgæt- andi er, að sömu sjúklingar hafa oft leitað bæði til mín og aðstoðarlækn- anna. Sjúliraliúsið. Aðsóknin að því og störf við það fara sífelt vaxandi. Seinustu 4 árin voru þannig: Ár. Sjúklingatala. Lúgudagar. 1900 126 3200 1901 139 3085 1902 157 3273 1903 180 4556 Af þessum 180 sjúklingum dóu 8. Tala óperationa hefir verið lík og að undanförnu : alls liðlega 100. — Af þeim hafa 21 verið holskurðir. Á þessu ári hefi eg nokkrum sinn- um notað nýja aðferð við sullskurð. Með henni má stundum komast hjá því, að sjúklingarnir hafi mánuðum saman útferð úr sullholinu. Gangi alt sem bezt, gróa þeir fyllilega sára sinna og eru alheilir eftir liðlega hálfan mán- uð. Misjafnlega hefir þessi aðferð gef- ist, en þó ágætlega á sumum sjúkling- unum. Vonandi gefst hún betur fram- vegis, því mikil framför væri í því að geta tekið hana upp í stað gömlu að- ferðarinnar. Einn skurð hefi eg gjört á þessu ári, sem ég veit ekki til að fyr hafi verið gjörður hér. Hann var innifalinn í því að stórt mein í þvagblöðrunni var skorið burtu. Til þess að ná því, varð að skera stórt gat á blöðruna og sauma það aftur saman. Manni þessum var nærfelt blætt til ólífis, þeg- ar hann komst hingað og bjargaði skurðurinn honum frá bráðum bana. Eg get þessa til leiðbeiningar mönn- um, sem þjást af því að blóð kemur með þvaginu. Meðöl eru gagnslaus við þessum sjúkdómi, en með skurði má þó oft og einatt lækna hann. Gubm. Hannesson. \ Þang og þari til fóðurs. Þegar talað er um kosti einhverrar sjávarjarðar, er þess oft getið, að þar sé góð fjörubeit. Þetta þykir hlunn- indi, sem vonlegt er, þótt þau verði ekki til gagns nema fyrir útigangs- fénað. Einkum er það sauðfé, sem á sumum jörðum og jafnvel í heilum sveitum svo að segja lifir á fjörubeit- inni mikinn hluta vetrarins; einnig sækja hestar þangað oft og einatt mjög mikla björg. Aldrei þykir þó gott, að fénaðurinn sæki allt fóðrið í fjöruna, því að þótt skepnurnar virðist halda holdum að mestu leyti, getur svo farið, að þær verði þrótt- litlar; einnig kemur það oft fyrir, að lömbin verða vansköpuð, ef ærnar hafa gengið of mikið í fjörunni á meðan þær gengu með þau. Þetta hvorttveggja kemur af því, að fóðrið vantar sum nauðsynleg nær- ingarefni, en aftur á móti er of mikið af öðrum, eða með öðrum orðum, efnahlutföllin í fóðrinu eru ekki heppi- leg; þrátt fyrir þetta er þang og þari hvorki ónýtar né óhollar fóður- tegundir, ef það er l hófi haft. Skað- legum afleiðingum ofmikillar fjörubeit- ar er hægt að afstýra með því, að halda fénaðinum hæfilega Iengi dag- lega á graslendi, eða ef ekki næst til jarðar, að gefa hey eða annað fóður með fjörubeitinni. Þegar þang og þari reynist svo vel handa útigangsfénaði, liggur nærri að athuga, hvort ekki má líka hafa þess- ar tegundir til fóðurs handa kúm og öðrum búpeningi, sem ekki verður beitt út á vetrum. Eg veit ekki til, að það hafi verið reynt hér á landi, og að líkindum hefir það aldrei verið gert, nema ef vera kann í heyleysi og vandræðum að vorinu til; en í Nor- egi, Danmörku, Skotlandi og Ameríku er það alltítt. Að því, er snertir fóðurgildi þangs, eru skoðanir manna nokkuð skiftar. Efnarannsóknir þær, sem eg hefi séð, eru töluvert mismunandi, en allar benda þær á, að tegundir þessar hafi í sér töluvert af holdgjafasamböndum, kol-vetni og feiti; en sérstaklega eru þær auðugar af steinefnum. Holdgjafa- samböndin álíta sumir mjög meltan- leg; aðrir telja þau hafa töluvert fóð- urgildi, en kol-vetnin telja flestir eða allir að muni vera auðmelt; á meðal steinefnanna eru ýms sölt, sem auka efnaskiftin í líkamanum, og getur það verið gott að mörgu leyti, en innan hæfilegra takmarka verður það að vera og því er rétt að gefa aldrei mjög mikið af þangi eða þara. Það getur verið gott að skola sjóseltuna af blöð- unum í köldu vatni; við það minka söltin að nokkurum mun. Margir telja, að þang- og þarafóð- ur hafi góð áhrif á afurðir kúnna, þegar þær eru fóðraðar með því. Þeir telja, að bæði mjólk og smjör aukist og verði betra en af þurru heyi einu saman. Þang og þarategundir eru mjög mismunandi að gæðum og eru söl talin bezt þeirra; að öðru leyti skal eg ekki nefnar sérstakar tegundir, sem helzt ætti að hafa til fóðurs, en ein- ungis benda á, að réttast er að velja þær tegundir, sem fénaðurinn sækist mest eftir, eða reynslan hefir kent mönnum að séu notadrýgstar fyrir fénað þann, sem lifir á fjörubeit að miklu leyti. Réttast er að gefa ekki meira af þangi eða þara en sem svarar Vs—lfa gjafar, en auðvitað verður að taka fult tillit til þess, hve mikið vatn þessar tegundir hafa í sér, og verður því að gefa meiri þyngd af þeim en af þuru heyi. Þess verður vandlega að gæta, hér sem annarstaðar, þegar skift er um fóður, að gera það smátt og smátt, en ekki snögglega, og fóður- skiftin eru því aðgæzluverðari, sem fóðurtegundirnar, sem um er skift, eru ólíkari að eðli og gæðum. Þang og þari, eins og það kemur fyrir úr fjörunni, hefir í sér 75—85% af vatni; það má því ætla, að af þeim fóðurtegundum þurfi 4—7 pd. á móti einu pundi af þurru heyi; en að öðru leyti fer það eftir því, hverjar þang eða þarategundirnar eru, og hvernig heyið er, sem sparað er. Sumir hafa talið, að alt að helmingi heys mætti spara með þang- og þarafóðri, en svo mikil gjöf er ekki hentug, bæði vegna þess, hve mikil sölt verða í fóðrinu, og svo verður fóðrið altof vatnsbland- að af svo safamiklu fóðri. Mest af þeim þara, sem útigangsfén- aður etur, hefir slitnað upp í brimum og stormum, og rekið á land eftir styttri eða lengri tíma. Mikið betri eru þessar fóðurtegundir, ef þær eru skornar upp, þar sem þær vaxa, og hafðar hreinar og óhraktar til fóðurs. En þar sem sumar þessar tegundir vaxa á töluverðu dýpi, er ekki hægt að ná til þeirra nema af bát um fjöru, og í bærilegu veðri; má þá skera þær upp með ljá eða sigð, sem fest er á langt skaft og safna svo blöðkunum í bátinn jafnóðum og þær eru slæddar upp. Þær tegundir, sem vaxa í svo grunnu vatni, að út af þeim flæði, er hægt að skera upp og bera saman um fjöruna, og má því safna þeim og flytja heim næstum í hvaða veðri sem er. í frosti eða kulda-tíð á vetrum má geyma þang eða þara all-lengi, án þess að þurka það, en ekki má það l'ggj3 > stórum hrúgum eða haugum, því að þá getur hitnað í því, og það orðið ónýtt til fóðurs. Bezt væri að setja það í langar og mjóar lanir, þar sem frost getur komist að, en hláka eða þíðviðri nær sem minst að verka. Þó verður að gæta þess, að fóðra aldrei með frosnu fóðri, en þíða það heldur, áður en það er borið fyrir skepnurnar. Ef þangi og þara er safnað að vor- inu í þeim tilgangi að geyma það til

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.