Norðurland


Norðurland - 26.11.1904, Blaðsíða 1

Norðurland - 26.11.1904, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 9. blað. Akureyri, 26. nóvember 1904. Búnaðarfélag íslands hefir enn, til þess að gjöra, sárfáa félaga á Norðurlandi. Tillag til félagsins er 10 kr. í eitt skifti fyrir öll, ef um einstaka félagsmenn er að rsða, en félög greiði 10 kr. á hverjum 10 árum. Hver félags- maður fær eitt eintak af skýrslu félagsins, kostnaðarlaust sent, svo og þær bækur, er stjórn félagsins ákveður að útbýta skuli meðal félagsmanna. Búnaðarrit, sem félagsmenn fá, hefir verið um og yfir 20 arkir á ári. Eldri árgangar pess enn fáanlegir með góðum kjörum. Jlfgreiðsla á Jíorður/anc/i í Glæsibæjar-, Skriðu-, Arnarness-, Svarfaðardals og Þóroddstaðahreppa og ennfremur í Svalbarðsstrandarhrepp og mestan hluta Grýtubakkahrepps er í búð herra kaupmanns Davíðs Ketilssonor Strandgötu 5. Ferðamenn úr þessum hreppum eru beðnir að vitja blaða sinna þar, þegar þeir eru á ferð hér í bænum og greiða fyrir blöðunum til nágranna sinna. Blöðin koma út á hverjum laugar- degi og eru geymd fram á mánudags- morgun hjá Páli Jónssyni kennara, en þá eru þau flutt út á Oddeyri. Kensla í dráttlist við gagnfræðaskólann á ^kureyri. „Nokkrir nemendur" gagnfræða- skólans sendu Nl., fyrir skömmu, fyrirspurn um pað hvort peir ekki ættu heimtingu á pví að dráttlist væri kend við skólann og hvort land- sjóði ekki bæri að borga kensluna. Ritstjóri Nl. fór með þessa fyrir- spurn til herra skólastjóra/. A. Hjalta- lín og bað hann að svara henni og varð hann góðfúslega við þeim til- mælum. Þetta var ekki gert af pví að mál- ið sýndist svo flókið eða umfangs- mikið, að ekki væii auðvelt að svara; ritstjórinn leit svo á að þessari fyrir- spurn yrði ekki svarað nema á einn veg, en honum þótti vel til fallið að gefa skólastjóra tækifæri til þess að halda fram réttindum þess skóla, er hann er settur yfir og efaði það ekki á nokkurn hátt að hann mundi vilja gera það; auk þess þótti hon- um ekki ósennilegt að skólastjóri kynni að geta gefið einhverjar upp- lýsingar, er á einhvern hátt mættu skýra það eða réttlæta að sumar þær námsgreinir, sem ákveðið er með Iögum að eigi að kenna í skólanum, eru ekki kendar þar. Nl. getur ekki, nema að mjög litlu leyti, aðhylzt þá skoðun, sem skólastjóri hefir á fyrirspurn þessari og málinu yfir höfuð og af því það er einkar mikilsvert fyrir sóma gagn- fræðaskólans og alla þá, sem eiga að læra á honum, bæði nú og síð- ar, að þýðingarmiklar námsgreinir séu ekki látnar falla niður að óþörfu, vill það nú gera nokkura grein fyrir skoðun sinni. Nl. er með öllu óskiljanlegt því skólastjóri skilur fyrirspurnina svo, að hún nái til laga frá 4. nóv. 1881 um gagnfræðaskólann á Möðruvöll- um í Hörgárdal. Eins og kunnugt er, voru á síðasta þingi samþykt lög um gagnfrœðaskðla á Akureyri. Þau lög voru komin í fult gildi 1. október í haust og frá þeim sama tíma voru lög frá 4. nóv. 1881 um gagnfræðaskóla á Möðruvöllum nurn- in ár gildi. Ekki verður annað séð af svari skólastjóra en að honum sé ókunnugt um þessi lög. Hann skil- ur fyrirspurnina svo að henni beri að svara með lögum um gagnfræða- skóla á Möðruvöllum og veit pá heldur ekki að þau eru úr gildi numin. Það vill skólastjóra til láns að efni þessara tveggja laga er svo líkt, að það að öðru leyti hefir ekki veru- lega þýðingu fyrir málið. Af námsgreinum þeim er lög um gagnfræðaskóla á Akureyri ákveða að kenna skuli við skólann, eru þess- ar námsgreinir ekki kendar nú: drátt- list, leikfimi og skólaiðnaður. Um tvær af námsgreinum þessum má segja að örðugt mundi hafa orð- iö að kenna þær í vetur, þó það sjálfsagt hefði ekki orðið ókleyft ef nægileg forsjálni hefði verið við höfð af landsstjórninni. Til þess að kenna skólaiðnað vantar sem stendur bæði húsnæði, kennara og áhöld. Leikfimis- kennara hefði verið hægt að fá hér í bæ, en skólinn getur ekki nú lagt til húsnæði, og í bænum mun ekkert hæfi- legt húsnæði vera fáanlegt; þessvegna er varla sanngjarnt að áfella skólann eða yíirstjóm hans, landsstjórnina, fyrir það að þessar námsgreinir eru ekki kendar í vetur. En óheppilegt er það að engu að síður. Nemendur skólans og þeir sem að þeim standa, geta ekki vitað annað, þegar þeir fara í skólann, eða senda syni sína þangað, en að skól- inn veiti þeim kenslu í öllum þeitn námsgreinum, sem kenna ber að lögum, þeir eru gabbaðir. Því fremur var ástæða til þess fyrir landsstjórnina að sjá um að skólinn veitti kenslu í þeim námsgreinum, sem hægt var að fá kenslu í og skólinn gat veitt húsrúm til. Drátt- list er ein af þeim námsgreinum. Kennarinn er til hér á Akureyri og kenslan getur farið fram í skólastof- unum. Ef féð hefði verið til, var því ekkert því til fyrirstöðu að kensla færi fram. Að landsstjórnin hefir áður van- rækt það að sjá nemendum Möðru- vallaskóla fyrir kenslu í dráttlist er sannarlega engar málsbætur fyrir þá stjórn, sem nú á að stjórna þessum nýja skóla. Það er öfugur hugsunar- háttur að vanræksla fyrri tíma sé afsökun fyrir því að henni sé haldið áfram; miklu fremur ætti hún að verða hvöt til þess að taka upp nýja og betri siði. Eins og skólastjóri Hjaltalín bendir á, var enginn af kennurum Möðru- vallaskólans fær um að kenna drátt- list. Þeir höfðu ekki lært hana og engum manni dettur í hug að áfella þá fyrir að þeir ekki kendu það sem þeir kunnu ekki sjálfir. Hefði þá átt að kenna dráttlist á Möðru- völlum hefði líklega orðið að bæta við kennara hennar vegna og má þá, ef til vill, virða stjórninni til vork- unar að hún ekki fór fram á það við þingið að það veitti fé íil þess. En af því það var ákveðið í lögun- um að dráttlist skyldi kenna, hafði hún þó sjálfsagt fulla lagaheimild til þess að skipa kennara í pessari námsgrein til bráðabyrgða. En að því er snertir gagnfræðaskólann á Akureyri, þá er það skýrt tekið fram í nefndaráliti neðri deildar og í þeirri nefnd var hinn núverandi ráðherra íslands formaður, að tímakennarar væru fengnir til þess að kenna ein- mitt þær námsgreinir, sem áður voru nefndar og ein af þeim er dráttlist. Nú er svo komið að nemendurn- ir við gagnfræðaskólann á Akureyri hafa sjálfir ráðið sér kennara í drátt- list. Þá fer þó ástandið við mentastofn- anir landsins að verða fyrir alvöru afkáralegt, ef nemendurnir þurfa sjálf- ir að ráða sár kennara og borga þeim, til þess að geta fengið tilsögn í þeim námsgreinum, sem skólinn að lög- um er skyldur til að veita kenslu í. En þá kemur hér að aðalmótbár- unni, sem hugsanlegt er að færa stjórninni til afsökunar. Þingið hefir ekki á fjárlögunum veitt fé sérstaklega til tímakenslu við gagnfræðaskólann. Þetta orðar skólastjóri svo: »Svo sem nú stendur hefir lands- stjórnin ekkert fé heimilt til þessa." Þetta er ekki nema hálfur sann- leiki og ekki einu sinni það. Það kemur margsinnis fyrir að fé það, sem veitt er á fjárlögum, hrekk- ur ekki til þess að framkvæma þau verk, eða reka þær stofnanir, sem það er ætlað til. Hver ráð hefir stjórnin þá? Vér skulum líta á hvað skólastjóri Jón Hjaltalín segir um það í riti sínu um löggjöf og landsstjórn íslands, IV. ár. sem hann hefir kent í skóla sínum í mörg ár og kennir enn. Hann segir blátt áfram að því fé sem á- vantar „ávísar landshöfðingi eða ráð- gjafi til útgjalda úr landssjóði. En leita verður samþykkis næsta þings til þeirra útgjalda og er það gert með reikningssamþyktarlögum eða með frumvarpi til fjáraukalaga". Þetta er að voru áliti hárrétt og stjórnin hefir á hverju fjárhagstíma- bili orðið að nota sér þessa heimild og þingið hefir jafnan látið það ó- átalið þegar aukafjárveitingarnar voru bráðnauðsynlegar og tií þeirra frarn- kvæmda eða stofnana einna, sem land- inu eða landssjóði bar að kosta að lögum. Enda álítum vér að auka- fjárveitingar stjórnarinnar ættu jafn- an að vera innan þessara takmarka. Hér er, eins og allir vita, um landsstofnun að ræða, skóla, sem landssjóði ber að kosta að öllu leyti, samkvæmt lögum frá síðasta þingi. I þeim sömu lögum er kveð- ið á um hverjar námsgreinir skuli kenna í skólanum. Stjórnin er skyld til að sjá um framkvæmd laganna. Kennarar skólans geta ekki kent allar þessar námsgreinir, þinginu hefir láðst að veita meira fé til kensiunnar og hin fráfarna stjórn og skólastjóri hafa vanrækt að benda þinginu á að þess mundi þurfa. Hver ráð hefir þá stjórnin til þess að haldið verði uppi lögboðinni kenslu og hvað ber henni að gera? Ráða tímakennara og fá laun hans sam- pykt á fjáraukalögum. Til bráða- byrgða mátti greiða honum launin af fé því sem veitt er skólanurn til óvissra útgjalda. Þetta Iá ofboð beint við. Stjórnin hefði með þessu móti bætt úr vangá þingsins og van- rækslu fyrirrennara sinna og gert að vilja þjóðarinnar. Mundi engum þingmanni hafa til hugar komið að víta stjórnina fyrir það tiltæki. Enda teljum vér víst að þingið greiði fús- lega það fé, sem nemendur kosta til kenslunnar í dráttlist, ef þess verður leitað. Það er svo fáheyrt og lýsir svo óvenjulegum áhuga, að ungir skóla- sveinar skuli ekki að eins krefjast meiri kenslu og leggja á sig meira nám, en skólinn gefur þeim kost á, heldur líka kosta kensluna úr sín- um vasa, að þeir eiga sannarlega skilið að þeim sé sómi sýndur. Qagnfræðaskólinn á Akureyri er ein af veglegustu stofnunum þessa lands og ein af hinum allra nyt sömustu. Menn mega því ekki láta sér á sama standa hvernig hann fer af stað. Sýnilega hefir þjóðin líka traust á honum, en það má bezt marka af aðsókn þeirri er nú er að honum. Á síðasta hausti komu til hans um 50 nýsveinar. Stjórn vorri er ef til vill ekki ætlandi að hún beri sama traust til hans eins og þjóðin gerir, en hitt var henni

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.