Norðurland


Norðurland - 14.01.1905, Blaðsíða 1

Norðurland - 14.01.1905, Blaðsíða 1
NORÐURLAND Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 16. blað. Akureyri, 14. janúar 1905. IV. ár. Leiðréffing. í kvæðinu »Jónas Hallgrímsson« í s. bl. hefir misprentast í 2. línu 4. erindi: föður- lands fyrir föðurlaus. Hér með tilkynnist heiðr- uðum viðskiftavinum Gudmanns Efterfl.s verzlunar á Akureyri að eg hætti forstöðu nefndrar verzlunar frá 1. jan. 1905, og tekur herra bókhaldari Hallgrím- nr Davíðsson við forstöðu verzl- unarinnar frá tpeim tíma; jafn- framt vil eg pakka viðskiftamönn- 1 im verzlunarinnar fyrir traust pað <>g velvilja mér til handa meðan t.g veitti henni forstöðu. Virðingarfylst Akureyri 2. jan 1Q05. Jóljani) Vigfussoi). sambandi við ofanritaðaaug- lýsingu, vil eg geta þess, að Gudmanns Efterfl. verzlun mun hér eftir eins og áður gera sér far um að hafa ætíð næg- ar vörubirgðir og vona eg að þeir, sem viðskifti hafa haft við verzl- unina að undanförnu, komi og semji við mig um áframhald- andi viðskifti, áður en peir snúa sér til annara. Akureyri, 2. ian. 1905. Hallgr. Davíðssoii. Jjárk/áðinn. Hans hefir nýlega orðið vart bæði í Eyjafjarðarsýslu á Völlum og Þverá í Svarfaðarsal og í Plngeyfarsýslu á Fjalli í Aðaldal. — Hve margar kind- ur hafi fundist sjúkar er oss ekki kunnugt um, enda gerir það minst til, því sjálfsagt þarf að tví-baða alt fé á þessum bæjum og jafnvel víðar, ef fé hefir gengið saman á þessum heim- ilum og öðrum, sem kláða hefir ekki orðið vart á. Sjálfsagt má treysta því að yfirvöld vor geri alt það er þeim er frekast unt, til þess að fjárkláðinn verði yfir- stiginn á þessum bæjum og annarstað- ar, ef þess gerist þörf og engin á- stæða er til þess að æðrast yfir því, þó svona hafi farið, ef vel er tekið í taumana. í næsta mánuði á að fara fram al- menn skoðun á fé því er fjárkláða- lækningar fóru fram á í fyrravetur og ríður þá á að hún fari fram með nægi- legri vandvirkni. Vissan fyrir því að fjárkláðinn er þó ekki aldauður á þessu svæði ætti að verða til þess, að menn sýndu sem allra mesta vandvirkni við það starf. Sýningin í Ciooli. Sjálfsagt má búast við því að á- skorun sú, er íslenzkir stúdentar í Kaupmannahöfn hafa sent til allra íslenzkra blaða og greinar þær, er þeir senda blððunum verði að um- talsefni hér í landi, enda er það ekki nema rétt og gott að svo verði. NI. vill taka það strax fram, að það er að mestu leyti á sömu skoð- un sem stúdentarnir og því þykir fyrir því og telur það illa farið að margir góðir íslendingar hafa til þess orðið að heita henni stuðningi sínum og mæla með henni. Jafn- framt er ekki netna rétt og sjálf- sagt að viðurkenna að þeir hafa ef- laust allir gert það af góðum hug, í þeirri von að þeir mundu með því geta unnið þjóð sinni eitthvert gagn. Vér höfum dregist aftur úr sið- menningu veraldarinnar í flestum greinum, mikið er það þvi að kenna hve afskektir vér höfum verið frá öðr- um þjóðum, en þó er ekki minna vert um hitt að vér höfum haft ýmsa þá ókosti sem þjóð, er að sjálfsögðu hlutu að koma oss á kné, en ekki er það minst því að kenna að þjóð sú, er oss hefir stjórnað um mörg hundruð ára, hefir engan skilning haft á því hvað það væri, sem vér þurftum með og heldur ekki nema stöku sinnum haft vilja á því að kynna sér það til nokkurr- ar hlýtar. Þessari þjóð eigum vér það öll- um þjóðum fremur að þakka að vér stöndum í augum veraldarinnar eins og hálfgerðir skrælingjar. Pví svo er ástatt. Það er ekki til neins fyrir oss að gylla þetta fyrir oss og það verður oss til enn meiri bölvunar ef vér gerum það. Dæmin þessu til sönnunar eru mýmörg. Hver einasti Islendingur, sem lif- að hefir í Danmörku Iengri tíma, hefir orðið var við þenna hugsunar- hátt hjá Dönum sjálfum, sumir meira, sumir minna og fýrst svo fer með Dani, þá er ekki við góðu að búast annarstaðar, hjá þeim sem þekkja oss ennþá minna. Merkur íslendingur, sem kominn var langt suður í Norðurálfuna, hef- ir sagt oss þessa sögu. Hann var í hóp með mönnum af ýmsum þjóð- um og á einhvern hátt atvikaðist það svo að hann sagði þeim að hann veri íslendingur. Hann sagði sér hefði fundist þeir vera að gjóta augunum aftur fyrir sig, eins og þeim fyndist, að fyrst hann Iiti út að framanverðu eins og aðrir mensk- ir menn, þá hlyti hann að vera eitt- hvað öðruvísi að aftanverðu, hafa t. d. dálítinn hala, eða eitthvað þess- háttar. Hvort sem sagan er nákvæmlega sönn eða ekki, þá gefur hún ljósa hugmynd urh þær tilfinningar, sem oft vakna hjá íslendingum erlendis, á ókunnum stöðum, við ummæli eða svip útlendinga, er þeir fyrst vita að þeir eiga tal við íslending. Omentað alþýðufólk í Danmörku furðaði sig á því fyrir nokkurum árum, að íslendingar litu út eins qg aðrir menn og það gerir það sjálf- sagt enn. Sömu athugasemdir heyra menn líka frá öðrum löndum þar sem ís- lendingar hafa ferðast. Engri þjóð stendur það nær en Dönum að hjálpa oss til þess að hrinda af oss þessum ófögnuði, en þeir hafa, bæði fyr og síðar, gert nauða lítið til þess. Einstaka ágætis- menn hafa talað máli voru meðal Dana sjálfra, t. d. Oeorg Brandes á síðustu tímum, en annars höfum vér þeim fátt að þakka í því efni. Þá er öðru máli að gegna um Þjóð- verja, þeir hafa t. d. sýnt bókment- um vorum hinn mesta sóma. Lítil bragarbót sýnist í því vera að halda á oss sýningu með blá- mönnum frá vestindversku eyjunum og skrælingjum frá Orænlandi. Það verulegasta sem vér getum upp úr því haft, er að styrkja heim- inn í þeirri trú að vér eigum eitt- hvað, meira eða minna, sammerkt við þá. Þegar aðrar þjóðir halda sýning- ar, byggja þær veglegar hallir handa þeim munum er þær vilja sýna heim- inum. Til þess verja þær miklu fé og láta sér einkar ant um að allir munirnir geti tekið sig sem glæsi- legast út. Ramminn utanum íslenzku mun- ina á að verða íslenzkur torfbær í gamla stílnum. Ekki getur oss fundist að miklar líkur séu til þess að hann skarti vel í miðri Kaupmannahöfn. Standi hann hér uppi í íslandi, með fagurgrænt túnið í kringum sig og háu en gróðurberu fjöllin fyrir ofan bæinn, er hugsanlegt að hann liti sæmilega út í augum útlendinga. Innanum skrauthýsin í Tivoli og umhverfis það verður á hann litið eins og skrælingja kofa. Og undarlegt er það ef oss ætt? að vera það mikið fagnaðarefni að sýna útlendingum torfbæi vora, ekki ánægðari en vér sjálfir erutn með þá. Sjálfir lítum vér á þá svo að þeir séu óhafandi, allir þeir sem byggja °g hafa nokkur efni, breyta frá gamla byggingarlaginu, eftir því sem vit og efni leyfa. Að þessu kveður svo mikið að t. d. sumstað- ar á Suðurlandi ber meira á járn- klæddu húsunum en torfbæjunum og sumstaðar á Norðurlandi eru timburhúsin orðin nokkuð almenn. í nokkur ár höfum vér kostað menn til þess að stunda húsagerð. Það höfum vér gert í þeirri von að þeim mundi takast að gjörbreyta þeirri húsagerð, sem vér höfum og jafnframt með þeirri tilfinningu að mikil þörf sé á þessari breytingu. Og svo eigum vér að hafa það til sýnis suður í Höfn, sem vér sjálf- ir viljum rífa niðum hér heima, af því oss þykir það ekki samboðið þeirri menningu, er vér viljum og vitum að á að verða hér í landi Það sem oss einkum þykir at- hugavert við sýninguna er það, að henni er ekki ætlað að sýna það, sem vér kynnum að geta boðið bezt, bæði umgjörðina og innihaldið, heldur á húu að vera sýning á því, hvemig nú sé ástatt yfir höfuð, hún á að vera þjóðkynjasýning, en ekki að miða til þess að afla oss viður- kenningar og virðingar fyrir það, er vér gætum gert bezt úr garði. Sjálfsagt eigum vér að íhuga hvort vér ekki ættum sem fyrst að taka þátt í einhverri stórri sýningu í út- löndum, en þá verðum vér líka að gera það fyrir vort eigið fé og gera oss það ljóst, að þá megum vér ekki skera féð til hennar of mjög við neglur vorar. Til þess að undirbúa slíka sýningu ættum vér að halda sem fyrst sýningu í höfuðstað lands- ins. Stúdentarnir gera sér von um að hægt sé að koma í veg fyrir að ís- land sé haft með á sýningu þessari. í því efni getur Nl. ekki orðið þeim samferða, telur litlar líkur til þess. Þetta er danskt gróðafyrirtæki, sem vér höfum ekkert yfir að ráða. Dön- um mundi líka þykja lítið til koma, að finna til yfirburða sinna yfir smæl- ingjana á vestindversku eyjunum og í Orænlandi. Hitt er þó heldur meira í munni, að hafa oss íslendinga með í hópnum. Sýning þessi verður oss ekki til sóma, hún verður til þess að festa

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.