Norðurland


Norðurland - 25.02.1905, Blaðsíða 1

Norðurland - 25.02.1905, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 22. blað. Akureyri, 25. febrúar 1905. IV. ár. F -*- vn yrir eindregin tilmœli nokk- urra kjósenda hér í bœnum hefi eg afráðið að gefa kost á mér til pingmensku við nœstu ping- kosningu hér í bœnum. Skoðanir mínar á landsmál- um eru fáum kunnar. Eg mun síðar gera kjósendum grein fyrir peim. Suöm. JCannesson. ÞingmannsKosningin a± cz^ é Akureyri. Að þessu hefir Norðurland ekkert lagt til kosningamálsins. Það hefir flutt, athugasemdalaust, það sem ýms- ir bæjarbúar höfðu til þess að leggja og fram til skamms tíma voru ekki miklar líkur til þess að það mundi skifta sér verulega af því máli. Fram að þessu hefir ekki nema eitt þingmannsefni verið á boðstól- um, og þegar svo er, verður lítið umtalsefnið. Þetta er þó ekki eina ástæðan til þess að Norðurland lagði ekki til málsins. Sá atburður gerðist hér í bænum, mjög fljótlega eftir að kunnugt var um að sú ógæfa hafði borið oss að höndum að nýjar kosningar hlutu að fara fram, að Verzlunarmannafé- lagið hér skoraði á Magnús kaup- mann Kristjánsson að bjóða sig fram sem þingmannsefni, en gerði það jafnframt að skilyrði fyrir fylgi sínu, að hann væri „algerlega óháður hin- urn pólitísku flokkum" í landinu. Mörgum mun það hafa komið ó- kunnuglega fyrir, að hann gæti gef- ið þessa yfirlýsingu. Hann hafði við síðustu kosningar hér, fyrir fáum mánuðum síðan,verið þingmannsefni áköfustu flokksmannanna í bænum, og það þó í boði væri jafn frábær hæfileika maður og Páll heitinn Briem, sem jafnframt var ekki svæsn- ari flokksmaður en það, að vissa var fyrir því, að hann niundi ekki ganga inn í þá þingflokka, sem nú eru. í öllu landinu hafði og verið gengið að því sem sjálfsögðu, að Magnús kaup- maður mundi, ef hann hefði náð kosningu, hafa gengið hiklaust inn í flokk stjórnarinnar. Jafnframt er þó rétt að geta þess, að hann mun ekki hafa lýst þessu yfir með ber- um orðum, en engar dulur dró hann á það, að hann teldi rétt að veita stjórninni stuðning. En hvort sem hann gat með réttu gert þá yfirlýsingu, að hann væri óháður öllum flokkum og hvort sem honum var það ljúft eða leitt, þá er þó eitt víst, að hann lýsti þessu yfir, gekk að þessu skilyrði Verzlunarmannafélagsins. Til þess að átta sig á þessum nýju og óvæntu tíðindum, áttu þeir tveir alþingismenn, sem hér eiga heima í bænum, bæjarfógeti Guðlaug- ur Guðmundsson og Stefán kenn- ari Stefánsson, viðtal við Magnús kaupmann um þetta nýja framboð hans. Fyrir þeim endurtók hann þá yfirlýsingu sína, að hann væri og ætlaði sér að vera fyrst um sinn al- gerlega óháður pólitísku flokkunum og gátu þeir ekki betur skilið, eða höfðu ekki leyfi til að skilja orð hans öðruvísi en svo, að honum væri full alvara með það. Norðurland tók þetta trúanlegt og það mun líka meiri hluti bæjarbúa hafa gert. Blaðinu þótti réttast að láta mál- ið afskiftalaust og sjá hverju fram færi, enda hafði það ráðið við sig að spilla ekki fyrir kosningu Magn- úsar í þetta sinn, ef hann sýndi sig á engan hátt líklegan til þess að bregðast þeim yfirlýsingum, er hann hafði gert. Ekki sýndist heldur líklegt, að hann mundi gera það. Hann stóð svo vel að vígi, sem þingmannsefni fyrir fé- lag, sem ætti að vera mikils megandi og óháð var öllum stjórnmáladeilum, að honum átti að vera vorkunnar- laust, að hvika ekki út af þeirri braut, er það hafði beint honum á. Þetta tókst honum þó ekki. Blað hér í bænum, sem meðal margra annara fremdarstrika látlaust hafði svívirt Pál heitinn Briem, með- an han'n dvaldi hér og hreytt að honum óþverra sínum, hvenær sem það hélt að færi væri til þess, eftir að hann var farinn héðan, alt fram að þeirri stund, er það vissi að hann var liðið lík, var í fjárþröng. Allir vita, að það er stjórnin, sem ber siðferðislegu ábyrgðina af blaði þessu og hefir það komið fram sem svæsn- asta flokksblaðið í landinu, það blað- ið, sem minst færði rök fyrir sínu máli, en mest flutti af gífuryrðunum og staðlausum aðdróttunum. Pening- ana vantaði til þess að halda því út og varð það þá annaðhvort að logn- ast útaf, eða þeir menn urðu að taka það upp af götu sinni, er töldu blað- ið svo þarflegt fyrirtæki, að það ekki mætti missa sig. Það væri fróðlegt að vita hve marg- ir menn það eru hér í bæ, sem hefðu trúað því að M. K. mundi fara að vinna að því að reisa svona blað við, eftir að hann hafði boðið sig fram sem flokkleysingi. Því á flokk- leysinu bygði hann rétt sinn til þess að bjóða sig fram til þingmensku, sem verzlunarmaður og fulltrúaefni Verzlunarmannafélagsins. Það vakti því ekki smáræðis undr- un er það varð uppvíst hér fyrir nokk- urum dögum að hann ásamt 6 æst- ustu og einbeittustu flokksmönnum pessa bæjar hafði gerst ábyrgðar- maður fyrir ríflegu peningaláni, er tekið var til þess að fleyta blaðinu áfram og gerðist með því hluthafi í siðferðislegu ábyrgðinni af blaðinu. Þegar fregnin um hluttöku M. K. í peningaábyrgðinni fyrir Gjallar- horni barst út um bæinn, vildu margir ekki trúa henni, eins og vonlegt var, enda vakti hún tals- verða gremju hjá mörgum manni, svo þeir urðu Magnúsi fráhverfir fyrir þetta. Þeir alþingismennirnir, er áður höfðu átt tal við M. K. um aðstöðu hans gagnvart þingflokk- unum, gerðu honum aðvart um hver áhrif þessi framkoma hans hefði haft í bænum og dró hann þá eng- ar dulur á að hann væri einn af meðábyrgðarmönnunum að þessu láni. Beint ofan í þessa viðurkenn- ingu eru nú ýmsar rangfærðar sög- ur bornar út um bæinn um þetta og beint ofan í hana reynir M. K. að telja mönnum trú um, í flugmiða er hann hefir sent kjósendum, að hann eigi „alls engan þátt í útgáfu neins blaðs" og sé jafnvel i,ekki stuðningsmaður neins ákveðins flokksblaðs" og geta kjósendur sjálf- ir um dæmt hve rétt frásögn hans er og sjálfri sér samkvæm. Jafnframt þessu segir hann að Guðmundur Hannesson héraðslæknir sé miklu framar stuðningsmaður flokksblaðs en hann sjálfur og vill með því, að líkindum, gefa í skyn að hann sé hluthafi í „Norðurlands»félaginu; en um meðeign Guðinundar Hannes- sonar í Norðurlandi má geta þess, þó það eiginlega komi máli þessu ekkert við, að hann á ekki í því eina krónu og hefir aldrei átt. Þann stuðning eina hefir hann veitt blað- inu, að hann hefir ritað í það margar ágætar hugvekjur. Okkar hefir verið gefinn kostur á að sjá framanritaða grein og við frá- sögn hennar um viðtal okkar við Magn- ús kaupmann Kristjánsson höfum við ekkert að athuga. Akureyri 23. febr. 1905. Guðl. Guðmundsson. Stefán Stefánsson, Pýðing bóka og bókasafna. Eftir Guðmund Hannesson. Brot úr fyrirlestri. (Síðari kafli.) Sjálfsagt dettur nú einhverjum í hug að alt þctta komi t. d. í bága við það, að oft hafa þingskörungar komið úr flokki verkamannd og annara lítt lærðra manna, en aftur hafi þaullærðir háskólakennarar reynst til lítils nýtir. Lærdómurinn einn er að sjálfsögðu ekki einhlýtur, en það held eg að eg megi fullyrða að allir þeir þingmenn, sem nokkuð kveður að, hljóti að vera fræðimenn.Sumirhafabyrjaðmeðlítið, en þeir hafa þá lært og aukið þekking- una, og fyr en þeir höfðu aflað sér hennar, gátu þeir lítil áhrif haft. Andlegt líf er skilyrði fyrir öllum heilbrigðum þroska og framför mann- legs félags, en skilyrðin fyrir því er aftur sífelt innstreymi af hugmynda- auði annara. Hann er áburðurinn á jarðveginn. Þessi auður flyzt oss mestmegnis í bókum, tímaritum og blöðum. Tii þess að geta náð í hann verðum vér að hafa auðveld- an aðgang að bókmentunum, geta skilið bækurnar og hafa tíma og mannrænu til þess að færa oss þær í nyt. Því miður eiga íslendingar flest- um erfiðara með að hagnýta sér bókmentir. Á voru máli finst svo fátt, að þó það sé stórum betra en ekkert, þá nær það skamt. Miklu eru þeir betur settir, sem lært hafa dönsku, því hún opnar aðgang að bókmentaauði allra Norðurlanda, en þeir einir standa vel að vígi, sem geta lesið þrjú helztu hdmsmálin, ensku, þýzku og frönsku, eða að minsta kosti eitt þeirra. Eitt útlent mál má heita lífsskilyrði fyrir smá- þjóðir eins og íslendinga, og eg tel það ekki ósennilegt, að síðar verði sú skylda lögð á herðar öllum landslýð að nema eitt mál eins og nú er um skrift og lestur. Að eins má ekki gleyma því, að málið er að eins verkfæri, lykill að bók- mentum málsins. Að kunna mál er út af fyrir sig harla lítils virði. Vér höfum nú sýnt fram á hverja þýðingu bækur og blöð hafi, en þá er eftir að athuga hversu vér get- um aflað þeirra. Þær koma oss svo bezt að gagni að vér höfum auð-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.