Norðurland


Norðurland - 25.02.1905, Blaðsíða 3

Norðurland - 25.02.1905, Blaðsíða 3
lagi á þann hátt, að vinna að útrým- ingu áfengisins úr landinu; að þessu takmarki verða þau öll að vinna í sam- einingu. Afenginu verður ekki útrýmt úr landinu nema meiri hluti þjóðar- innar óski þess. En hvenær vér höf- um þann meirihluta á voru máli, verður ekki séð, nema að bindindisfélögin vinni í sameiningu, sem eitt félag, að útrým- ingunni. Vér vitum nú að fjöldi fólks hér á Norðurlandi (sem vér tölum hér ein- göngu um), er bindindismenn og vilja útrýming áfengisins, en vér vitum ekki um það, nálægt neinni vissu, hve mikill partur þjóðarinnar það er. Það er ekki einusinni að vér vitum hvað mörg bind- indisfélög Norðurland á. Bindindisfrömuðurinn Magnús sál. Jónsson prestur í Laufási kom á fót » Norðlenzku bindindissameiningunni« og var það tilætlun hans að hún næði yfir alt Norðurland og er sennilegt að svo hefði verið nú, hefði hans ekki mist við svo fljótt. Við fráfall hans kom, sem eðlilegt var, nokkur aftur- kippur í viðgang og starfsemi Sam- einingarinnar. Hún var of ung hug- sjón til þess að missa forvígismann sinn svona í byrjun, hafði lítið fé til þess að starfa með og bindindisfélög- unum var svo óljós nauðsyn þessa sam- bands sín á milli. Þrátt fyrir það hefir sambandið haldist við milli flestra fé- laga í Suður-Þingeyjarsýslu og nokk- urra félaga í Eyjafjarðarsýslu. Hafa henni frekar aukist kraftar nú á síð- ustu tveimur árum, bæði í fylgi áhuga- samra og mentaðra bindindismanna og svo hefir hún fengið fjárstyrk á síð- asta alþingi úr landssjóði. Vitanlega er starfsfé Sameiningarinnar of lítið til þess að geta unnið samkvæmt tilgangi sínum, en vér getum heldur vænst þess að styrkur landssjóðs fari vax- andi, ef vér sýnum það með vaxandi áhuga og starfsemi að Sameiningin eflist og vinni tilætlað gagn. Vér sem nú veitum Sameiningunni forstöðu, skorum hérmeð á öll bind- indisfélög á Norðurlandi að ganga inn í sambandið og taka höndum saman við oss til eflingar þessu mikilsverða velferðarmáli þjóðarinnar. Inntökubeiðni skulu félögin senda til Bjarna bónda Arasonar á Grýtu- bakka í Höfðahverfi. Ennfremur beiðumst vér þess að öll bindindisfélög sendi oss fyrir að- alfund Sameiningarinnar, sem hald- inn verður í miðjum júní, skýrslur um félög sín. Skal þar tekið fram heiti hvers félags og stofnunarár, tala fé- lagsmanna karla og kvenna, sjóðeign og fundartala á árinu. Æskilegast væri að þau sendu sem flest fulltrúa á fund- inn, með heimild til þess að segj fé- lögin inn í Sameininguna og kunn- gerðu stjórnarnefndinni það í tíma hver vildu senda fulltrúa á fundinn, til þess hún gæti hagað sér eftir því með fundarstað. Skal það tekið fram að Sameiningin mun að einhverju leyti taka þátt í kostnaði við sendingu þess- ara fulltrúa, eftir því sem efnin leyfa. Vér vonum að ekkert félag sé svo ó- þroskað í anda, að það ekki sjái nyt- semi sambandsins, að það láti sér nægja að starfsemi þess sé hálfverk og að það ckki viti og sjái að bindindið er þjóðmál. Fyrir hönd stjórnarnefndar Norð- lenzku bindinbissameiningarinnar. Porsteinn Gíslason. \ 87 Nl. Fyrirmyndarbóndi dáinn. Eiríkur Einarsson, Jónssonar vef- ara í Bót f Hróarstungu í Fljótsdals- héraði, 57 ára gamall, andaðist 25. janúar eftir fárra daga legu í lungna- bólgu. Um hinn látna merkisbónda er Nl. skrifað á þessa Ieið að austan: »Hann byrjaði búskap með litlum efnum vorið 1875 á Setbergi f Fellum og bjó þar 1 ár. Næstu 2 ár bjó hann á Egils- seli í sama hreppi. Þessi 3 ár var hann hreppstjóri í Fellnahreppi og fór það vel úr hendi. Vorið 1878 flutti hann að Bót 1' Hróarstungu og bjó þar síðan til dauðadags. Jörðina keypti hann 1883 og lagði sfðan mikla stund á að bæta hana. Þannig bygði hann upp flest hús á jörðinni: baðstofu portbygða 15 álna langa, þiljaða í hölf og gólf, -— þver- hús á hlaði 12x7 ál. með kvisti og áföstum skúr með járnþaki IOX7 ál. Fjárhús reisti hann að nýju yfir 300 fjár og bætti og stækkaði eldri fjár- hús, 10 nýjar heyhlöður, auk umbóta á 6 hlöðum eldri, og taka þær um 800 hesta alls. — Túnið ræktaði hann út og stækkaði úr 8 í 16 dagsláttur, sléttaði því nær 4000 Q faðma í því og var langt kominn að girða það. Fjár- bæli hafði hann búið til tvö með 150 faðma löngum vel hlöðnum grjótgarði, og bætti jörðina á ýmsan annan hátt, með matjurtagörðum o. fl. Eiríkur sálugi var sönn fyrirmynd í dugnaði, reglusemi, sparsemi, gest- risni og hjálpsemi og oft bjargvættur í vorharðindum. Vorið 1899, þegar jarð- leysi og fóðurskortur var um allt Ut- hérað, tók hann af öðrum 500 fjár á hús og hey í hálfa þriðju viku og gaf auk þess daglega hey fjölda fjár, er rekið var þar um til uppsveitanna og fargaði heyi þess utan. Þótt Eiríkur væri lítt til menta settur í æsku, kostaði hann kapps um að menta börn sín sem bezt og varði til þess miklu fé, enda eru þau hin mannvænlegustu. I hreppsnefnd Tunguhrepps sat Ei- ríkur í 20 ár (1879—1899) og hafði jafnan á hendi gjaldkerastörf hrepps- ins. í stjórnarnefnd Eiðaskólans var hann í 17 ár og formaður hennar sfðustu árin. Hreppstjóri Tunguhrepps varð hann árið 1900 og hafði þá sýslan á hendi sfðan. Öll störf sín leysti hann af hendi með hinni mestu samvizku- semi, reglusemi og hagsýni. Hann var maður mjög löghlýðinn og óvæginn við þá, er óhlýðnast vildu; átti hann góð- an þátt í því, að fyrirskipunum um út- rýmingu fjárkláðans var svo rækilega hlýtt í Fljótsdalshéraði. — Búhygni Ei- ríks sál. er viðbrugðið og yfirleitt var var hann sæmdarmaður hinn mesti og prýði bændastéttarinnar.« \ Nýtf þingmannsefni. Sjálfsagt er það mörgum hér í bæ fagnaðarefni að Guðmundur Hannes- son héraðslæknir hefir nú gert kost á sér til þingfarar. Strax þegar frétt- ist um lát Páls heitins Briems leituðu ýmsir kjósendur bæjarins til hans og báðu haiin að gefa kost á sér, og var hann þá ekki fáanlegur til þess. Það er fyrst nú, eftir að öllum er orðið kunnugt að þingmannsefni það, er áður var í boði, hefir gerst stuðn- ingsmaður Gjallarhorns og með því breytt frá þeirri stefnu, er hann hafði skuldbundið sig til að fylgja, að Guð- mundur læknir hefir unnist til þess að bjóða sig fram, fyrir þrábeiðni margra kjósenda. Húsbruni á Vopnafirði. Pöntunarfélagshúsið þar brann til kaldra kola 21. janúar. Veður var hvast af suðri og varð verzlunarhúsi Jörgen Hansens með naumindum bjarg- að. Er talið víst, ef í því hefði kvikn- að, að mikill hluti kaupstaðarins hefði brunnið. — í húsinu rak Grímur kaup- maður Laxdal verzlun sína og brunnu vörur hans allar. Vörurnar voru vá- trygðar, að sögn, fyrir 17,000 kr. Maður horfinn. Með manni, sem kom í tyrradag utan úr Höfðahverfi fréttist þetta: Al- bert Hallgrímsson á Svæði við Greni- vík, sem 'nér var á ferð í bænum í læknismripium síðastliðinn mánudag, er taIiA,ndruknaður. Hefir síðast spurst til hans f Nesi í Höfðahverfi á heim leið nálægt kl. 2 á þriðjudaginn. Er talið víst að hann hafi druknað í Lónunum fyrir utan Nes. A miðviku- daginn var hans leitað af sjö mönn- um og fanst þá ekkert, en í fyrradag var aftur leitað af tíu mönnum, en ekki eru fréttir komnar af þeirri leit. Albert heitinn var frábær iðjumað- ur og að því leyti hefði yngra fólkið mátt taka hann sér til fyrirmyndar. Mannaláf. Eiríkur Halldórsson bóndi á Veiga- stöðum, er fylgdi Jóni í Múla til Reykja- víkur kom aftur 21. þ. m. Eftir honum er haft að látin séu: Halldór Bjarnason sýslumaður á Pat- reksfirði, mun hafa verið nálægt fertugu, góður drengur og vinsæll, og sýslu- mannsfrú Sigríður Árnadóttir (Thor- steinson) kona Páls Einarssonar sýslu- manns í Hafnarfirði. Landskjálftar hafa gengið fyrir sunnan um síð- ustu mánaðamót, mest brögð að þeim í Hafnarfirði, en talsverðir í Reykjavík. Hús höfðu skolfið en ekki orðið skemdir til muna. 14 kippir voru taldir á ein- um sólarhring, og hafði einn þeirra verið talsvert mestur, á sunnud. 29. f. m. um 11. stund. Landskjálftans hafði orðið vart alla leið norður í Hrútafjörð. 2 skipsfjórar Erlendur Guðmundsson og Ingimund- ur Jónsson komu hingað frá Reykjavík með Eiríki Halldórssyni á Veigastöðum. Verða í sumar með skip af Akureyri og Siglufirði. Taugaveiki er mikil í Reykjavík, eftir því sem ritað er hingað í bréfi. Spítalinn full- ur af þeim sjúklingum og farið að flytja fólk á franska spítalann. Ekki vanþörf á vatnsleiðslunni. Helgi Jóhannsson í Múla er nú sagður albata. Full- yrt var það reyndar hér fyrir skþmmu að hann væri steindauður. Um Sauöanes sækja, að því er fréttist úr Þing- eyjarsýslu, prófastarnir Arni Jónsson á Skútustöðum og Jónas Jónasson á Hrafnagili og ennfremur síra Eyjólfur K. Eyjólfsson á Staðarbakka í Húna- vatnssýslu. Enga ábbýrgð vill þó NI. taka á fregn þessari. Fundir í pingeyjarsýslu. Kaupfélagsfundur Þingeyinga var haldinn að Grenjaðarstað um síðastlið- in mánaðamót. Sambandsfundur Kaup- félaganna er ákveðinn að Yztafelli í dag, en sýslufundur Þingeyinga hefst þar 27. þ. m. Fjárkláöi í þingeyjarsýslu. Eins og áður hefir verið drepið á kom fjárkláði upp á Syðra- og Ytra- Fjalli f Aðaldal. Böðunum er þar nú lokið fyrir nokkuru. En rétt nýskeð hefir orðið kláða vart á Tjörn, bæ þar í grendinni. Mafreiðsiukenslu ungírú Jónínu Sigurðardóttur mælist hið bezta fyrir í Þingeyjarsýslu. Kent hefir hún eftir nýárið á Grenjaðarstað, Einarsstöðum í Reykjadal og er nú á Stóruvöllum í Bárðardal; næst verður hún í Mývatnssveit og umsókn hefir hún fengið um kenslu frá fjölda lcvenna á Húsavík, búist við að hún verði þar tvö kenslutímabil. »Gjallarhorn« er nú nýkomið í húsmensku í prent- smiðju »Stefnis«; flutti um síðustu helgi úr prentsmiðju Odds Björnssonar. Telja sumir líklegt að þessi samdráttur þeirra hjúanna muni vita á meiri og nánari við- kynningu, er ef til vill leiði til löglegs hjúskapar. 2 frollarar nýsfrandaðir syðra, annar við Mýrdalssand, en hinn vestanvert við Þjórsárós. Mann- björg varð af báðum skipunum og strandmenn komnir til Rvíkur er Ei- ríkur Halldórsson fór þaðan. Skipið, sem strandaði nálægt Þjórsárós var hlaðið af fiski og búið til heimferðar, er því vildi til þetta slys. \ Staka um kvaðratrætur af 2, 3 og 5. 1,4142, 1,732, það heyr, 2,236, hér sjá setta í rætur 2, 5, 3. Les: Einn komma fjórir einn fjórir tveir, einn komma sjö þrfr tveir, það heyr, tveir komma tveir þrír sex, hér sjá setta í rætur tvo fimm þrjá. \ Leiörétting:. I svari mínu til Magnúsar Kristjánsson- ar, í tveim síðustu blöðum Stefnis, hefir á tveim stöðum misprentast um tonnatal skipanna hér við Eyjafjörð. Stendur þar að tonnatalan sé sem næst 10,000, en á að vera 1000. I síðara kafla greinarinnar stendur eins og það er prentað í Stefni »þá yrði skipastóll sá, er nú er, og er um 100,000 kr. virði, að borga 5 kr.« o. s. frv., en þar átti að standa: yrði skipastóll sá, sem nú er til, sem er sem næst 1000 tonn, að borga o. s. frv. Þetta bið eg lesendur greinarinnar að athuga. Akureyri 24. febr. 1905. Bjarni Einarsson. \ Vcðurathusanir á Möðruvöllum í Hörgárdal. Eftir Sigtr. Þorsteinsson. 1904. Jan. Um tniðjan dag (kl. 2). Minstur h. (C) á sólar- hringnum. o—. t E 2& Hiti (C.) 3 KO KO & ?■" Skýmagn Úrkoma | Fd. 13. 73.6 8.o sv 3 10 - 18.i Ld. 14. 73.6 2.3 sv 1 10 - 6.o Sd. 15. 74.9 -4- 5.o 0 8 -h 3.o Md 16. 73.6 4.5 0 8 - 7.9 Þd. 17. 74.3 2.5 0 10 1.0 Md 18. 73.9 -f- 0.6 SV 1 10 s - 3.5 Fd. 19. 74.i -7- 0.8 S 2 10 - 5 8 Fd. 20. 74.5 5.5 0 8 - 2.0 Ld. 21. 75.4 -4- 2.o 0 8 - 5.2 Sd. 22. 74.2 -f- 2.9 VSV 2 10 s - 5.5 Md.23. 73.9 -4- 4.4 VSV 1 3 S - 5.o Þd.24. 74.9 -4- 6,o 0 8 - 6.o Md.25. 76.9 -4-11.7 0 2 - 13.i Fd. 26. 74.i 4.6 SV 2 8 R - 13.i Fd. 27. 74.i -4- 0.4 VSV 2 10 S - 2.2 Ld. 28. 75.8 -f- 3.7 0 10 - 3.7 Sd. 29. 75.2 —f- 6.5 0 8 - 9.0 Md.30. 76.o -4- 9.3 0 10 - 9.8 Þd.31. 75.3 -4-12.4 0 2 c- 16.o \

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.