Norðurland


Norðurland - 10.06.1905, Blaðsíða 1

Norðurland - 10.06.1905, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 39. blað. Akureyri, 10. júní 1905. Jundargerð. Árið 1905 hinn 25. maí var aðal- fundurRæktunarfélagsNorðurlandssett- ur á Hótel Akureyri. Formaður félagsins Stefán alþingis- maður Stefánsson á Möðruvöllum setti fundinn, mintist hann með nokkurum orðum fráfalls helzta frömuðs félagsins, Páls amtmanns Briems, og útbýtti með- al fundarmanna prentuðum minningar- orðum í þessu tilefni. Þetta gerðist á fundinum: 1. formaður grenslaðist eftir því, hverir mættir væru á fundinum, sem fulltrúar. Kom þá í ljós að mættir voru: I. Úr Húnavatnssýslu 2 fulltrúar. II. - Skagafjarðarsýslu 5 — III. - Eyjafjarðarsýslu 7 — IV. - Akureyrarkaupstað 3 — V. - Suður-Þingeyjarsýslu 7 — Félagsstjórnin mætti og á fundinum og fjöldi annara félagsmanna. 2. Til fundarstjóra var valinn Stef- án Stefánsson alþm. á Möðruvöllum og til vara Stefán Stefánsson alþm. í í Fagraskógi. Skrifarar fundarins voru Sigurður Jónsson á Yztafelli og Bene- dikt Einarsson á Hálsi. 3. Fundarstjóri lagði fram aðalárs- reikning félagsins, fyrir síðastl. ár með fylgiskjölum, ásamt athugasemdum end- urskoðenda og svörum reikningshald- ara. Reikninginn sjálfan las fundarstjóri upp fyrir fundinum og bar hann upp til samþyktar. Var hann samþyktur í einu hljóði, ásamt athugasemdum end- urskoðenda. 4. Fundnrstjóri skýrða frá því að ársskýrsla félagsins væri enn eigi prent- uð, en innan skamms yrði henni útbýtt meðal félagsmanna. Að öðru leyti gerði hann og skólastjóri Sigurður Sigurðs- son allítarlega grein fyrir starfsemi íélagsins og tilraunum á því liðna ári, sérílagi að því er snertir áburðartil- raunir og ýmislegar tilraunir í gróðr- arstöð félagsins á Akureyri. 5. Þá skýrði fundarstjóri frá gjöfum til Ræktunarféíagsins frá útlendum og innlendum mönnum: þ. e. Kr. Frá Moritz Fraenckel.....300.00 — ÞorvaldiBjarnasyni,Melstað 9.16 — Snæbirni Arnljótssyni . . 3i°° — SveiniMagnússyni,SævarIandi 1.50 313.66 Tala félagsmanna var í ársbyrjun 665; úr félaginu höfðu gengið 5, en nýir fclagar bæzt við 225. Félags- menn voru því við árslok 885. For- maður áleit að félagsmenn væru nú orðnir 1001, eftir því sem næst yrði komist. Skoraði hann jafnframt á við- stadda íulltrúa að gefa félagsstjórn- inni til kynna þær breytingar, sem þeir vissu um, að orðnar voru á tölu félagsmanna svo félagaskráin yrði leið- rétt. 6. Lagði fundarstjóri fram og las upp áætlun um tekjur og gjöld félags- ins fyrir næsta ár og skýrði skólastjóri Sigurður Sigurðsson hina ýmsu töluliði á áætluninni. Var þá eftir tillögu fundarstjóra kos- in 5 manna nefnd til að athuga fjár- hagsáætlunina og koma fram með álit sitt um hana á fundinum. 7. Hélt þá Árni bóndi Þorkelsson á Geitaskarði fyrirlestur um búnað í HúnaVatnssýslu og gerðu fundarmenn góðan róm að fyrirlestrinum, sem lýsti mjög ítarlega flestu því er búnaðinn snerti. I tilefni af fyrirlestrinum tóku þeir til máls Guðm. læknir Hannesson, Guðm. hreppstjóri Guðmundsson, Þúfnavöllum og Magnús alþm. Kristjánsson á Ak- ureyri. 8. Fundarstjóri lét úthluta meðal fundarmanna tillögum til breytinga á lögum »Ræktunarfélags Norðurlands*. Eftir alllangar og ítarlegar umræður var kosin 3ja manna nefnd til að at- huga þessar tillögur og koma fram með álit sitt síðar á fundinum. 9. Skólastjóri Sigurður Sigurðsson, skýrði fyrir fundinum að brýna nauð- syn bæri til að bygt væri sérstakt hús til ýmislegra afnota handa þeim, sem annast um tilraunastöðina á Akureyri, til þess að áhöld yrðu geymd þar m. fl. Eftir nokkurar umræður var kosin 3ja manna nefnd til að athuga þetta mál og koma fram með ákveðnar tillögur í því á fundinum. 10. Lagður fram til sýnis uppdrátt- af tilraunastöðinní á Sauðárkrók' 11. Nefndin sú, sem kosin var til að segja álit sitt um áætlun uui tekj- ur og gjöld félagsins fyrir árið 1906, lagði fram álit sitt og tillögur til breytinga. Var því næst málið rætt af fundinum allítarlega. Eftir að ýms- ar breytingar höfðu verið samþyktar var áætlunin í heild sinni með áorðn- um breytingum samþykt af fundinum. 12. Nefndin sem íhuga átti málefn- ið um húsbyggingu fyrir tilraunastöð félagsins á Akureyri kom fram með tillögur í því máli þannig hljóðandi. »Nefnin leggur til að félagið verji alt að 7000 kr. til þess að byggja hús í líkingu við það, sem teikning nr. 1 sýnir*. »Til þess að koma þessu í fram- kvæmd veitist stjórninni heimild til að taka lán og veðsetja eignir fél- agsins til tryggingar alt að þessari upphæð«. Tillögurnar samþyktar eftir nokk- urar umræður í einu hljóði. 13. Nefndin í málinu um breytingu á lögum félagsins kom fram með álit sitt og tillögur í málinu. Breytingar- tillögurnar við lög félagsins voru lesn- ar upp og skýrðar af hálfu nefndar- innar. Því næst voru breytingartillög- urnar ásamt tillögum frá fundarmönnum bornar upp, lið fyrir lið, til atkvæða. Lögin því næst, með áorðnum breyt- ingum samþ. í einu hljóði. 14. Til að endurskoða reikninga félagsins fýrir árið 1905 voru endur- kosnir Stefán Sefánsson, Fagraskógi alþm. og Friðbjörn Steinsson bóksali, Akureyri og til vara Magnús alþm, Kristjánsson, Akureyri. 15. Fundarstjóri las upp ávarp til Ræktunarfélagsins í ljóðum frá Guð- mundi Friðjónssyni á Sandi og þökk- uðu fundarmenn kvæðið með dunandi lófaklappi. 16. Samþykt með meiri hluta at- kvæða, að næsti aðalfundur félagsins verði haldinn í Þingeyjarsýslu á Húsa- vík. 17. Lögð fram 12 frumvörp til reglugerða fyrir ýmsar deildi í Rækt- unarfélaginu, athuguð af nefnd þeirri, sem jafnframt hafði lög Ræktunarfé- lagsins til endurskoðunar. Frumvörpin voru frá þessum deildum og þannig athuguð: 1. Saurbæjarhreppsdeild: Ekkert að athuga. 2. Þórshafnardeild: Ekkert að at- huga. 3. Búnaðarfélag Lýtingsstaðahrepps: Ekkert að athuga. 4. Ræktunarfélagsdeild Öngulstaða- hrepps: I stað þriðju gr. komi: »í deildinni eru allir hreppsbúar, sem eru meðlimir »Ræktunarfélags Norðurlands* og gjalda árstillag 2 kr. samkv. lögum þess«. 5. Ræktunarfélag Sveinsstaðahrepps. Vantar að tilgreina að árgjald til Ræktunarfélags Norðurlands sé til- tekið í lögunum. 6. Reykdæadeild: Árgjald til Rækt- unarfélags Norðurlands þarf að til- greina. 7. Mývatnsdeild: í 3. gr. á eftir orðunum »Ræktunarfélag Norður- lands* bætist: »samkvæmt lögum þess«. 8. Ræktunarfélag Sauðárhrepps. Ár- gjald Ræktunarfélags Norðurlands þarf að tilgreina. 9. Ræktunarfélag Arnarnesshrepps : Ekkert að athuga. 10. Jarðyrkjufélag Seiluhrepps. Ekkert að athuga. 11. Jarðyrkjufélag Akureyrar: Ekkert að athuga. 12. Staðardeild í Öxarfirði: Ekkert að athuga. 18. Rætt um samband búnaðarfé- laganna á Norðurlandi við »Ræktunar- félag Norðurlands«. Málið var nokkuð rætt, en engin ályktun tekin f því. 19. Fundarstjóri skýrði frá því, hvernig sýslufélögin á Norðurlandi hefðu tekið undir það, að styrkja eina eða fleiri tilraunastöðvar í hverri sýslu með fjárframlagi af sýslusjóði, og að undirtektirnar í því máli hefðu verið góðar. Skólastjóri Sigurður Sigurðsson skýrði jafnframt frá því, á hvaða stigi þetta stæði nú að öðru leyti. Samþykt. »Fundurinn telur sjáfsagt að félagin styðji að minsta kosti eina aðaltilraunastöð í hverri sýslu Norður- lands, með fjárframlagi, eftir því, sem fjárhagur félagsins leyfir*. 20. Eftir nokkurar umræður var: samþykt. »Fundurinn væntir þess eindreg- ið að stjórn og þing styðji Rækt- IV. ár. unarfélagið með nauðsynlegum fjár- framlögum. Sérstaka áherzlu leggur fundurinn á að tillag til félagsins úr landssjóði verði ekki lægra, næsta fjárhagstímabil en til er tek- ið á fjárhagsáætlun Ræktunarfélags- ins (12000 kr. á ári), þareð félagið er nú í fjárþröng og niðurfærsla styrksins mundi hnekkja mjög fram- kvæmdum félagsins og verða til ó- útreiknanlegs tjóns fyrir framtíð þess.« 21. Samþykt. »Ræktunarfélagið greiði kostnað fulltrúanna á fundarstaðn- um: fyrir fæði, húsnæði, geymslu hesta og fóður.« 22. Nokkurar umræður urðu um starfsemi félagsins í ýmsum greinum framvegis, svo sem um nauðsyn á því, að félagið hefði menn til að leiðbeina bændum, að félagið hefði fastan og ráðinn starfsmann o. fl. 23. Úr stjórn félagsins gekk Sig- urður skólastjóri Sigurðsson eftir hlut- kesti, en var þegar endurkosinn í einu hljóði. Fundargerðin upplesin og samþykt. Fundi slitið. Árásir á saklausan mann. í síðasta blaði Gjallarhorns hefir Einar á Stokkahlöðum ráðist á Sig- urð lækni Hjörleifsson fyrir þá sök, að hann hafi neitað að hjálpa konu í barnsnauð, »sem að undanförnu hefir þurft að fá læknishjálp í þeim tilfell- um«. Afleiðingin er sögð sú að »kon- an berst við dauðann* en barnið deyr »eftir átakanlegar þjáningar í fæðing- unni«. Af því eg hefi í höndum skýrslu yfirsetukonunnar um fæðingu þá, sem um er að ræða, hefi spurt hana sjálfa um ýms atvik er að þessu lúta og sömuleiðis Sigurð lækni, óðara en eg kom heim úr ferð minni út í Svarf- aðardal, þá álít eg það skyldu mína að skýra almenningi frá málavöxtum. Mér ætti þó að vera málið nokkuru kunnara en Einari á Stokkahlöðum. — Aðalatriðin eru þessi: 1. Konan sem barnið ól er laus við þá líkamsgalla, sem sérstaklega gera fæðingu erfiða. Hún hafði að vísu verið heilsulítil um meðgöngu- tfmann en ekki af sjúkdómi sem ætla mætti að hefði slík áhrif. 2. Hún hafði átt fleiri börn, fcett öll án lœknishjálpar nema eitt og var það af orsökum, sem geta komið fyr- ir hverja konu, án þess að sérstök líkindi séu til að slíkt komi oftar fyrir. 3. Maður sá er leitar læknis hefir frá engu að segja, sem bendi til þess, að konan þurfi lœknishjálpar. Yfirsetu- kona hafði ekki fengist í þann svip fremra og vildi hann því fá lækni í hennar stað til þess að gegna yfir-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.