Norðurland


Norðurland - 10.06.1905, Blaðsíða 2

Norðurland - 10.06.1905, Blaðsíða 2
Nl. 154 setukomistörfum. Enga upplýsingu gat hann gefið um að nokkur óregla væri á barnsfæðingunni og þessvegna vís- aði Sigurður læknir honum til yfir- setukonunnar hér. Daginn eftir, þeg- ar eg talaði við hann vissi hann ekki að sendimaður hefði farið án þess að fá yfirsetukonu. 4. Æfð yfirsetukona kom í fyllilega tæka tíð til konunnar, áður en um nokkura hættu væri að tala fyrir konu eða barn. 5. Fæðing barnsins gekk á eðlileg- an hátt, en var þó að nokkuru óreglu- leg (fótafæðing) og fyrir þá sök lang- vinnari og hættulegri lífi barnsins. Ekki hefði komið til ials að leggja iöng á barnið eða nota önnur verkfœri, þó lækn- ir hefði verið viðstaddur. Það eitt kom fyrir, sem œilast er til að hver yfirsetu- kona sé fœr um að leysa af hendi. 6. Kpnan var í engri hœtiu fram yfir það sem á sér stað við algenga barns- fæðing. 7. Dauði barnsins orsakaðist af því, hve erfitt var að losa höfuð þess nægi- lega fljótt. En það eru ekki allir læknar, sem taka æfðum yfirsetukonum fram við handtök þau, sem til þess þurfa. Bœði er það ósannanlegt og þar á ofan ólíklegt að dauði barnsins hafi hlotist af því, að lœknir var ekki viðstaddur. Að minsta kosti hefi eg orðið fyrir því óhappi að missa 2 börn, sem eg hefi tekið á móti, af sömu ástæðu. Ef til vill hefir það og spilt fyrir, að barn þetta fæddist nokkuru fyrir tímann. Pess ber og að gœta að Sigurður lœknir vissi þess enga von, að fœðing- in vœri á nokkurn hátt óregluleg. Hvernig Einar veit um þjáningar barna í fæðingu er mér óskiljanlegt. Mér er að minsta kosti ókunnugt um þaer. Það sem eg hefi hér tilgreint eftir skýrslu yfirsetukonunnar og munnleg- um upplýsingum hennar, kemur alger- lega saman við frásögn Sigurðar læknis í Nl. og vonast eg eftir að það sé nóg til þess, að almenningur geti dæmt um hvor hefir réttari málstað Einar eða Sigurður. Orð þau sem Einar tilfærir eftir mér um nám yfirsetukvenna í Rvk. eru ranghermk Eg hefi aldrei talað þau. Heldur ekki átt þátt í að vísa yfirsetukonunni til Hafnar, til þess að læra betur. Hvað ferðir mínar snertir til sjúk- linga út í Svarfaðardal, þá er eg með lögum skyldur að vitja sjúklinga þar, »þegar því verður viðkomið* en því miður er ekki mikið að leggja upp úr slíkri skyldu meðan eg á einn að gæta spítalans og héraðsins hér. Eg hefi því stundum neitað að fara og stund- um farið eftir því, sem á hefir staðið, einkum eftir því, hver hætta mér hef- ir virst vera á ferðum. Annars hefi eg márgsinnis sagt Svarfdælingum að þeir mættu óhræddir leita mín ef um lífshættu væri að tala, sem líkindi væru til, að læknishjálp gæti komið að gagni við, en annars gæti eg sjaldnast komist héðan. Frekar ætla eg ekki að svara fyr- nefndri grein Einars. Hún er sú við- bjóðslegasta blaðagrein, sem eg hefi séð. Og það hygg eg, að í þessu héraði búi of margir sannsýnir og heiðvirðir menn, til þess, að almenn- ingi geðjist að því, þegar missir barna og greftrun sinna nánustu er notað til þess, að ná sér niðri á pólitískum mót- stöðumönnum og það átyllulaust. Ein- hvernveginn datt mér ósjálfrátt í hug, þegar eg las greinina, vísa Páls gamla: Satt er bezt að segja um þann sultargogg og dóna. Svínið ræðst á sérhvern mann sé honum boðin króna! Ouðm. Hannesson. % Sróður á ,,6yrinni". Eftir Karl Finnbogason. I. Að gömlum sið og góðum skiftast vinir gjöfum á hér á Akureyri á sum- ardaginn fyrsta. — Því það eru líka vinir til hér í bænum, þó mikið sé um flokkadrætti og sundurlyndi. — Ein þeirra gjafa, sem eg varð var við, að gengi frá manni til manns, var nýprentuð ljóðabók eftir Pál Jóns- son, kennara á Akureyri. »Lítil gjöf en lagleg,« ef litið er á stærð, band og frágang bókarinnar. Og eiga þeir Friðbjörn Steinsson, út- gefandi, og Oddur Björnsson, prentari, þökk og heiður skilið fyrir það, því það er vandað og smekklegt, en lát- laust og lítt brotið. Framan á framsþjaldi bókarinnar er mynd. Lítum á hana með íslenzkum augum. •-------Foss og tré!-------Hvað trjáa er það?-------Björk?--------Reyn- ir? — — Eik? — — Foss og eik? ¦— — »Fossinn og eikin«! Þar fundum við það. Og við sannfærumst strax á því, að það sé engin tilviljun, að þessi mynd er þarna, því nú bjarmar fyrir byrjun fyrsta kvæðisins f bókinni: Ein fögur eik hjá fossi stóð . . . Og kveði þeir nú meira, sem meira kunna. Eg veit, að þeir eru margir, því þetta kvæði er morgunroðinn yfir sól þessa skálds — þeirri sól, sem nú er komin hátt á loft og auðséð öllum. Með þessu kvæði sannfærði Páll Jóns- son Jón Ólafsson og aðra, sem hlustað hafa eftir hjartslætti þjóðar vorrar og haft eyru og smekk fyrir lipurð ljóða og ágæti andagiftar, um það, að hann væri skáld, sem vert væri að veita eftirtekt. Myndin er vel til fundin og skáld- Ieg. Engum ætti að vera ofætlun, að gefa henni lit og líf í sál sinni. Þarna stendur eikin ung og íturvaxin og breið- ír laufþungar greinarnar yfir tíða fossins. En þó hún minni á kvæðið, sýnir hún ekki grundvallarhugsun þess — þetta oftkveðna og alt of sanna, að »enginn veit, hvað átt hefir, fyr en mist hefir.« Mig vantar aðra mynd af eikinni — við hlið hinnar, eða á afturspjaldinu, þar sem hún lútir laufvana að þurri og kaldri klöppinni. En látum nú þetta vera og blöðum heldur í bókinni. Kvæðunum er skift niður í 8 flokka. Fyrsti flokkurinn heitir »Myrkur og morgunroði*. Hann er þungamiðja bók- arinnar. Þar eru stærstu kvæðin og efnis- mestu, og einkenni skáldsins — eink- um að því er snertir efnisval og anda- stefnu — koma þar skýrast í Ijós. Formið yfirleitt gott, og braglýti fá. Hugur skáldsins hneigist mjög að náttúrunni. Þó lýsir hann henni ekki, en hrópar til hennar og lætur hana bergmála hugsanir sínar og tilfinning- ar. Það er jafnan auðheyrt, að það er rödd skáldsins, sem talar til vor úr runninum, gegnum nið fossanna og lækjanna og munn dýranna. I þeirri náttúru, sem hann leiðir oss inn í, verða jurtir og dýr, elfur og árstíðir, haf og hauður að persón- um, sem skynja, finna, hugsa, vilja og tala eins og menn. Fossinn verður ástfanginn í eikinni og biður hana í alvöru að kyssa sig: Og loks hann kvað: »Æ, kystu mig, æ, kystu báru mína!« En eikin snýr upp á sig, líkt og ungum eftirlætismeyjum, sem Htið þekkja alvöru lífsins, er títt: »Mér leiðast kossalætin þín,« sagði hún. Við skáldið sjálft talar fossinn á öðrum stað og segir honum, að vor- leysingar lífsins muni saurga hjarta hans og vetrarnæðingar þess ýfa það og aflaga, eins og hlákur og hríðar- byljirnir sjálfan hann. Lækurinn verður kennari drengsins og ráðgjafi: Endalaus er lífsins vegur, — lærðu betur, fáráðlingur. — Eftir því, sem áfram dregur, eykst og fríkkar sjónarhringur. í einu stærsta og bezta kvæðinu, »Vetur og Vor«, heldur «Veturinn« mjög snjalla ræðu og viturlega yfir fólkinu, þegar hann kveður það, og »Vorið« aðra góða — ekki jafn góða samt, — þegar það heilsar. Auðþekt eru »mannsaugun í dýrinu« í kvæðunum »Svanurinn og svínið« og »Álftin og unginn«. Allar þrár, sem kvalið geta munaðar- lausan æskumann langt inn í íslenzkum afdal, pína burnirótina, sem vex »f skúta inni' í gljúfrum grám.« Og hún biður lækinn, fossinn, storm- inn og sólina að bera sig »til blómanna í birtu og yl«. En lækurinn þarf að ná í fljótið, fossinn »þarf að brjóta klett«, storm- urinn ætlar »að mölva háa höll«, svo þau mega auðvitað ekki vera að því og vísa til þess næsta. Sólin vildi gjarnan hjálpa veslings burnirótinni, því hjarta hennar er alt- af hlýtt og stórt, en hún gat það ekki sjálf. Hún gat að eins gefið goít ráð af góðum hug: Biddu guð að bera þig blómanna til. Og guð bæði gat og vildi. Hann sendi engil eftir henni. Þetta kvæði er hreinasta perla, bæði að efni og formi. Svona endar það: Á svanavængjum sveif hann burt á sólarbjarta leið. Við brjóst hans lá hin bleika jurt, og bætt var sérhver neyð. Þau bárust upp til blómanna í birtu og yl. Vonir skáldsins bregða hér hlýjum glampa um engil dauðans, þar sem hann flýgur til himins með vanrækta en saklausa sál. Hvergi tekst þó skáldinu betur að Iáta spegil náttúrunnar sýna oss drætt- ina í andliti mannlegrar sálar en í hinu fáorða kvæði »Vor og haust«. Hín skæra sunna þá skein á runna og vorið Ijúfa lék við blómin ungu. Við lóukliðinn og lækjarniðinn eg hlýddi' á ástarorð af meyjar tungu. En vorið blíða á burt nam Iíða og haustið kom, og hríð og stormur dundi. Þá burt var snótin og blíðuhótin og einn eg sat í bleikum bjarkalundi. Hér sjáum við vonir mannsins vaxa upp í vorhlýjum geislum æskuglaðrar ástar, eins og angandi ungjurtir í geislum vorsólarinnar, og vér heyrum ástarorð meyjarinnar svífa yfir sál hans, eins og lífsglaðan lóuklið og löngun- þrunginn lækjarnið yfir gróandi grundir. En svo kemur haustið. Vonirnar eru fölnaðar og fallnar eins og vorblómin. Ástin er gengin undir — horfin eins og vorsólin. Meyjan er á burtu, hún er farin með ástarorðin, eins og ló- urnar með sönginn, og tómleiki hausts- ins er kominn í staðinn fyrir fyllingu vorsins. Hér er sannarlega sýnt vor og haust í mannlegri sál. Þetta kvæði — en þó einkum »Rödd- in« — eitt einkennilegasta kvæðið í bók- inni og formfagurt mjög-- eru ólík flest- um öðrum kvæðum skáldsins. Vonin og þrekið verða hér í minni hluta og, aldrei þessu vön, gefast upp. Hvergi virðist vera myrkara um huga skáldsins en f kvæðinu »And- vökuljóð*: Út í myrkrið stara, stara stirð og þrútin augu mín. Gegnum það næðir ískaldur von- leysisgustur, og þrekið er að þrotum komið: Bakvið Hggur ónýt æfi, eyddir kraftar, voða nótt, sviknar trygðir, sviknar vonir, svikin trú á eigin þrótt. Líti' eg fram, eg að eins eygi ógn og kvalir, hel og gröf, ekkert Ijós, sem Iýst mér geti Iífsins yfir dauða-höf. Þó hefir skáldið þrek til að enda kvæðið með þessum orðum: Máske einhver góður geisli gæist til mín hingað inn; máske einhver ylur vermi enn þá lífsins feril minn! °g þykir mér það vel gert og karl- mannlega eftir slíkan bardaga. En svona er það jafnan. Skáldið hefir sterka von og ríka trú á sigur hins góða. Vitið og skiljið, þótt Vetur sé hreykinn, að Vorið skal þó eiga síðasta leikinn. Þetta eru einkunnarorð skáldsins, þó hann leggi þau Vorinu í munn. Hann er sanníærður um það, að þó »lífinu skáki dauðinn«, þá verði það aldrei »mát«. Þótt blómgrösin deyi, þau felt hafa fræ, sem frjóvast á næsta vori, og fjölmargur lífsneisti felst undir snæ og fjörafl í dauðans spori. Undarlegt þykir mér það, að Páll Jónsson skuli aldrei hafa ort lofkvæði um vonína sína, eins og nnfni hans Ólafsson. Því engu ótryggari mun hún honum en hinum. Þegar hann situr inni í skammdegis- hríðinni, þegar »fýkur um glugga snærinn« °g — »næðir gegnum gisin þil grimmur kuldablærinn«, þá kemur vonin hans til hans með blys vorsins í hendinni og hvíslar blíðlega í eyru honum: Gleymist hríðin hörð og ströng í hreina, þýða blænum við hinn blíða sumarsöng og sól á hlíðum grænum,

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.