Norðurland


Norðurland - 10.06.1905, Blaðsíða 4

Norðurland - 10.06.1905, Blaðsíða 4
Nl. 156 »»^—**^m*»^ afvo i^h~^.i—i_i~ijj*~».»J *»^^*^**^N^* ^^¦'MH^ »^^^W^^^» — — Hana, sem var nýbúin að lesa bókina Glugginn var lokaður. Þokan lá enn á tindinum. Vornóttin andaði þungt við rúðurnar, og öldurnar stundu við ströndina eins og andvakan, sem sat við rúm hans og seiddi að hon- um svipi lífsins. Qeysir. Jón Jónsson, bóndi á Munkaþverá, andaðist 27. apríl, eins og áður er frá sagt í blaði þessu. Hann var fæddur á Hrísum í Eyjafirði 15. dag ágústmán. 1827, en fluttist með for- eldrum sínum að Munkaþverá 1832, 5 ára að aldri, og átti þar heima alla ævi síðan. Faðir hans bjó lengi á Munkaþverá; hann var af eyfirzkum ættum, tilkvæmdarmaður mikill í héraði og við mörg mál riðinn, mentaður vel eftir því sem bændur gerð- ust í þá daga, og merkismaður í hvívetna; kona hans var Þorgerður, systir Stefáns alþingismanns á Steinstöðum og þeirra bræðra, kvenna fn'ðust og gáfuð vel. Jón sonur þeirra ólst upp heima, og var eigi annað til menta settur, en það sem faðir hans kendi honum, nema hann lærði söðla- smíði á æskuárum. Þegar hann var tvítug- ur, kvæntist hann, og gekk að eiga Kristínu Sigurbjörgu Jakobsdóttur frá Litla-Eyrar- landi, og reisti þá bú á parti af Munka- þverá; þessa konu sína misti hann eftir tveggja ára sambúð. Sonur þeirra er Jakob málari, sem nú um fjöldamörg ár hefir átt heima í Dakota í Norður-Ameríku. Haustið 1851 kvæntist hann aftur, og gekk þá að eiga Þóreyju Guðlaugsdóttur frá Svínár- nesi. Lifir hún mann sinn, voru þau 53 V2 ár í hjónabandi; bjuggu þau jafnan ágætu búi á Munkaþverá, og voru ætíð samhent í því, að gera heimilið þannig, að það var öllum yndi og ánægja þar að koma og þar að vera. Eftir að faðir hans flutti vestur að Ár- bakka í Húnavatnssýslu, og tók þar við umboði Þingeyraklausturs 1857, fór Jón að taka þátt í sveitarmálum; var hann þá lengi hreppstjóri Öngulstaðahrepps, og síðar, er sveitastjórn breyttist, sýslunefnd- armaður og m. fl. Sáttamaður var hann í Hrafnagilssáttaumdæmi frá því það var stofnað 1862 og til dauðadags; var hann sérlega laginn sáttamaður, og lipur að jafna úr misklíðum. Ymis mál hafði hann og önnur á hendi sem ekki þykir taka að vera að telja hér upp. Jón sál. var í mörgu einkennilegur mað- ur. Hann var allra manna fjöllesnastur sem eg hefi þekt ólærðra manna; enn það var ekki nóg með það að hann læsi bækur, heldur las hann hverja bók, er honum fanst þess verð, svo oft og svo vel, að hann gat krufið efnið til mergjar. Hann las vel dönsku og sænsku, en ekki aðrar tungur. Gáfur hafði hann ágætar, en eigi fljótskarpar. En frá æsku hafði hann beitt við þær þeim aga, að eg hefi engan þekt, sem betur kunni að hugsa, eða nákvæm- ara hcfir kunnað að einangra og rekja hugmyndir og skoðanir en hann. Hann var ágætlega að sér í sögu, ekki sízt sögu íslands, ættfræði, landafræði, lög- fræði og guðfræði, auk margs annars. Hann átti gott bókasafn, svo að slíkt er sjald- séð í sveitum, og er sumt af því fágætt, bæði bækur og handrit. Síðasta bókin sem hann las var rit Jóns prestaskóla- kennara Helgasonar um sögulegan upp- runa Nýja Testamentisins, með nákvæm- um samanbmrði við biflíuna og önnur heim- ildarrit, sem hann gat náð til. Þekking hans var þannig bæði fjölbreytt og djúp um marga hluti, og skoðanir hans fastar og rökstuddar; en oft voru þær aðrar en skoðanir almennings; hann hafði Iíka oft gaman af verja sérstakar skoðanir, er hann átti orðastað við aðra; en á sínum skoðun- um var hann dulur, og fárra manna með- færi var að fá þær upp allar fyrri en eftir margra ára viðurkynningu. Jón var allra manna skemtilegastur og kurteisastur heim að sækja, enda var heimili hans heimsótt af fjölda manna, bæði útlendra og innlendra. En framgjarn var hann aldrei, og gaf sig h'tið fram í þjóðmálastapp það, er hér hefir um lang- an aldur legið í landi, og hafði hann þó manna bezt vit á þeim málum. Hann var alla æfi hraustur til heilsu:; á yngri árum, og lengi frameftir tamdi hann sér bæði glímur og sund, og var ágætur í hvorutveggju. Seint í fyrra sum- ar fekk hann heilablóðfall; andaðist hann af afleiðingum þess eftir langa og þunga legu. Börn hans og Þóreyjar eru 4 á lífi: Kristína Sigurbjörg, ekkja Júlíusar heitins Hallgrímssonar á Múnkaþverá, Jón, húsa- smiður í Grand Forks í Dacota, Stefán og Þorgerður, bæði ógift heima. Auk þess ólu þau hjón upp mörg munaðarlaus börn og mentuðu þau eins og sín eigin. Ritstjóri Norðurlands kom vestan úr Húnavatnssýslu í gær. Hjörleifur Einarsson prófastur á Undirfelli er nú á góðum batavegi eftir áfelli það, er hann fekk í vetur, getur þó ekki en veitt prest- þjónustu. Sfefán Stefánsson alþingismaður á Möðruvöllum kom heim til sín í fyrradag vestan úr Skaga- fjarðarsýslu. Mannaláf. Dáinn er Jón Pálsson á Helgastöðum f Eyjafirði, 85 ára gamall, faðir Páls kennara á Akureyri. Jón sál. var prýði- lega greindur, og góður búmaður, vand- aður maður og mikilsvirtur af öllum, sem hann þektu. Leiðréffing. Undir ritdómnum um »Samband við framliðna menn« í síðasta blaði Nl. átti að standa nafn ritdómarans: Guðni. Hann- esson. ......................... .... . . .......... . • ...... ílf.,|)f.....f, Hvergi befri vörur en í Höepfners verzlur]. „PERFECT" sKilvindan Búnaðarrit, Búnaðarfélags ís- lands 3. og 4. hefti fyrir ár- ið 1904, sem vantað hefir, er nýkomið. Sömuleiðis fyrsta heftið af þessu ári, það hefir inni að halda 1 2 lagafrumvörp frá landbúnaðarnefnd- inni. — Búnaðarritið ættu bændur að kaupa. Verðið er 1 kr. 50 aurar ár- gangurinn. Frb. Steinsson. SKANDINAVISK EXPORTKAFFE SURROGAT Kjöbenhavn. J. Xjorth & Co. The North British Ropework Coy Kirkcaldy Contractors to H. M. Oovernment búa til rússneskar og ítalskar fiskilínur, færi, Manila Cocos og tjörukaðal, alt úr bezta efni og sérlega vandað. Biðjið því ætíð um Kirkcaldy fiskilínur og færi hjá kaupmanni þeim, sem þér verzlið við, því þá fáið þér það sem bezt er. f er tilbúin hjá BURMEISTER & VAIN, sem er mest og frægust verksmiðja á Norður- löndum og hefir daglega 2500 manns í vinnu. „PERFECT" hefir á tiltölulega stuttum tíma fengið yfir 200 fyrsta flokks verðlaun. „PERFECT" er af skólastjórunum Torfa í Ólafsdal og Jónasi á Eiðum, mjólkurfræð- ingi Orönfelt og búfræðiskennara Ouðmundi Jónssyni á Hvanneyri talin bezt af öllum skil- vindum og sama vitnisburð fær „Perfect" bæði í Danmörku og hvervetna erlendis. „PERFFCT" er bezta skilvinda nútímans. ,/PERFECT" er skilvinda framtíðarinnar. Útsölumenn: kaupmennirnir Gunnar Qunn- arsson í Reykjavík, Lefolii á Eyrarbakka, Hall- dór í Vík, allar Grams verzlanir, allar verzlanir Á. Ásgeirssonar, Magnús Stef- ánsson á Blönduósi, Kristján Qíslason á Sauðárkróki, Sigvaldi Þorsteins- son á Akureyri, Magnús Sigurðsson á Grund, Stefán Steinholt á Seyðis- firði, Fr. Hallgrímsson á Eskifirði. Efnkasali fyrir Island og Færeyjar JAKOB OUNNLÖQSSON, Köbenhavn, K. Olgeir Júlíussor) bakari bakar og selur allskonar brauð fyrir eigin reikning í Oddeyrar- bakaríi (brauðgerðarhúsi konsúls Havsteens). Hann framleiðirvand- aða vöru, og óskar eftir að halda sínum góðuviðskiftavinum áfram, samt að fá fleiri nýja skiftavini. — Kaupir egg og smjör. WHISKY Wm. Ford & Son stofnsett 1815. Einkaumboðsmenn fyrir ísland og Færeyjar F. Hjjorth & Co., Kjöbenhavn, K. Crawfords Ijúffenga BISCUITS (smákökur) tilbúið af CRAWFORD & SONS Edinburgh og London stofnað 1813. Einkasali fyrir ísland og Færeyjar F. Hjorth & Co., Kjöbenhavn, K. jHfa-£aoal-skiiuinduoÍía er bezta og ódýrasta olían. Jakob Gíslason. tt'Steensen Margarine er altidden bedste :0 > O M B C > 3 ojO c <u 1— 3 XO >. ?2 H Hið bætta seiði. Hér með vott- ast, að sá Elixír, sem nú er farið að búa til, er töluvert sterkari, og þó að eg væri vel ánægður með hina fyrri vöru yðar, vildi eg samt heldur borga hina nýju tvöföldu verði, með því að lækningakraftur hennar hefir langtum fljótarf áhrif og eg var eftir fáa daga eins og nýr maður. Svenstrup, Skáni. V. Eggertsson. Meltingarörðugleikar. þó að eg hefi ávalt verið sérstaklega ánægð- ur með yðar alkunna Elixír, verð eg kunngera yður, að eg tek hið bætta seyði fram yfir, með því að það hefir mikið fljótari áhrif við meltingarörðug- leika og virðist langtum nytsamara. Eg hefi reynt margs konar bittera og lyf við magaveiki, en þekki ekkert meðal, sem hefir jafn-mikil áhrif og þægileg og kann því þeim, sem hefir fundið það upp, mínar beztu þakkir. Fodby skóla. Virðingarfylst kennari J. Jense n. EKTA KÍNA-LÍFS-ELIXÍR. Á eink- unarmiðanum á að vera vörumerkið: Kínverji með glas í hendi og með nafn verksmiðjueigandans: Waldimar Petersen, Friðrekshavn, Kjöbenhavn, og sömuleiðis innsiglið -' - í grænu lakki á flöskustútnum. Hafið ávalt eina flösku við hendina, bæði innan og ut- an heimilis. Fæst hvarvetna fyrir 2 kr. flaskan. nNorðurland" kemnr út á hverjum laugardegi 52 blðð um árið. Verð árg. 3 kr. á íslandi, 4 kr. ððrttm Norðurálfulöudttm, 11/2 dollar í Vesturheimi Gjalddagi fyrir miðjan júh' að minsta kosti (eriendis fyrir fram). Uppsögn sé skrifleg og bundin við árgangamót; ógild nema komin sé til ritstjóra fyrir 1. júlí. Auglýsiugar teknar í blaðið eftir sainningi við rit- stjói.i. Afsláttur niikill fyrir þá, er auglýsa mikið. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.