Norðurland


Norðurland - 10.06.1905, Blaðsíða 3

Norðurland - 10.06.1905, Blaðsíða 3
155 Nl Við sama tón kveður skáldið, þegar um mannlega féndur lífsins er að ræða: >Þið efnahag manns getið lagt í kalda kol og kunnið lög og rétt til grafar draga. En hjartarætur þjóðanna hafa meira þol, en höggormstennur þær, sem á þeim naga«, segir hann við auð- menn Ameríku, þegar alt er þar í uppnámi út af kúgun þeirra og kval- ræði vinnulýðsins. Þingmálafundir í Skagafjarðarsýslu. Iffoegsmál. Rifsíminn og undirskriffarmálið. Þingmenn Skagfirðinga þeir Ólafur Briem á Álfgeirsvöllum og Stefán Ste- fánsson á Möðruvöllum héldu þingmála- fund á Sauðárkrók 3. þ. m. og annan í Hofsós 5 þ. m. Sauðárkróksfundur- inn var sóttur af miklu fjölmenni. A báðum þessum fundum voru ritsíma- og undirskriftarmálin rædd. Á Sauðár- króksfundinum vildi fjöldi manna alls ekki trúa því að ráðherra íslands hefði gerst svo grunnhygginn að undirskrifa samning þann um ritsímamálið er birtur hefir verið í blöðum landsins, þótti ekki allskostar vonlaust að hann hefði nú á síðustu stund — í utanför sinni — neitað að skrifa undir samninginn. Samkvæmt því var svohljóðandi til- laga samþykt með öllum samhljóða at- kvæðum. »Fundurinn lýsír megnri óánœgju yfir því, hafi ráðherrann gert samning um ritsímalagningu he'r til lands ogyfir land- ið, sem fari fram yfir fulla laga heimild. f sambandi við þetta skorar fundurinn á alþingi að athuga ritsímamálíð vel, áð- ur því er ráðið til lykta, og samþykkja ekki þau gjöld til landsíma, sem þjóðinni verða ofvaxin.* Aftur samþykti Hofsósfundurinn þessa tillögu með miklum meiri hluta atkvæða. a. Fundurinn lýsir megnri óánœgju yfir samningi þeim, sem ráðherrann hefir gert um ritsíma til landsins. Se'rstak- lega þykir fundinnm stjórnin hafa farið út fyrir lagaheimild með ráðstöf- unum þcim, sem hún hefir gert til síma- lagningar yfir land. b. Fundurinn skorar því á þingið að ganga ekki að neinu því í ritsímamálinu er körftum þjóðarinnar se'ofvaxið og taka þvl bezta fulltrygg'úega tilboði til hrað- skeytasambands við útlönd og innan- lands, sem unt er að fá. Á Sauðárkróksfundinum var þessi tillaga samþykt í undirskriftarmálinu með öllum samhljóða atkvæðum og sama tillaga var og samþykt á Hofs- ósfundinum sömuleiðis með öllum sam- hljóða atkvæðum. »Fundurinn álítur að undirskrift for- sœtisráðgjafans danska, undir skipun ráö- herra íslands, geti haft mjög ískyggileg- ar og alvarlegar afleiðingar fyrir se'rstoðu ráðherra vors, og verið stórhœttulegt þjóð- arréttindum vorum, enda hemur þetta al- gerlega í bága við yfirlýstan vilja og skoð- un síðasta alþingis, er taldi vt'st, að ráð- herrann yrði skipaður með undirskrift ráðgjafans fyrir ísland og samþykti stjórn- arskrár breytinguna í fullu trausti þess að svo yrði gert. Fundurinn skorar því á alþingi að gera alt sem í þess valdi stendur til þess, að koma í veg fyrir og gœta þess, að slíkt komi ekki fyrir framvegis, og gæti þess yfírleitt að rétti og sjálfstœði íslands, gagnvart Danmörkn, se' að fullu borgið.« í því efni eigum vér mjög mikið ó- numið. Allir, sem komið hafa um ver- tíðir í íslenzkar veiðistöðvar, geta sann- færst um, að þar er mörgum krónum spilt sökum vanhirðu og vanþekking- ar. I þessu efni höfum vér mikið af öðrum þjóðum að læra. Á næstu ár- um ættu að stofnast ábyrgðarfélög og skipa og báta sjóðir og komast í við- unandi horf. Eins og nú horfir við, dregur það mjög úr áhuga manna á fyrirtækjum til eflingar sjávarútvegsins, að ekki er hægt að tryggja skip eða stærri báta nema móti afar háu gjaldi í út- lendum félögum. Stórnauðsynlegt er því og að líkindum vel framkvæman- legt, að koma þessu málí í annað og betra horf. Skoðun mín er sú, að það gæti með heppilegustu móti orðið á þann veg, að smáfélög myndist kring um landið, er hvert hafi Iög sín og stjórn út af íyrir sig, en að hvert þessara félaga gæti svo haft aðgang að einu ábyrgðarfélagi, er stofnað væri fyrir alt landið, og sem hægt væri að endurtryggja í fyrir væga borgun. Þetta eina félag ætti svo landssjóður að styrkja. Með þessu móti sýnist eftirlitið geta orðið örugt, en þó einfalt og kostnaðarlítið. Að tekinn yrði þáttur í góðum út- lendum sýningum, gæti orðið útvegi vorum, sem öðrum atvinnumálum, til stórgagns. Nauðsynlegt er að þetta mál yrði undirbúið hið allra fyrsta af vorri hálfu, ef svo kynni að fara, að eftir fá ár yrði haldin sýning á Norð- urlöndum, en á hinn bóginn hætt við, að hluttaka vor í slíkri sýningu yrði oss til lftils sóma, ef allan undirbún- ing vantaði. Þegar um verzlunannálið er að ræða í sambandi við sjávarútveg, þá má benda á, að mjög mikla þýðingH mundi það geta haft, að fá verzlunarerindreka fyrir landið í útlöndum; mundi það ekki síst hafa þýðingu fyrir þann at- vinnuveginn, sem meginmagn verzl- unarinnar við útlönd byggist á. Það sýnist einnig að nií mætti búseta fastakaupmanna fara að komast í framkvæmd, þar eð aðalástæða sú, er færð hefir verið á móti því, ritsíma- sambandsleysi, hverfur nú vonandi bráðlega úr sögunni. Eigi er ósenni- legt, að þegar landinu á þann hátt bættist starfsfé, þá mundum vér eiga vísari meiri framfarir í atvinnumálum, sérstaklega útvegi. Öll þessi framantöldu mál tel eg vera hin helztu sérmál sjávarútvegs- ins, sem þing og stjórn eigi að taka til heppilegrar meðferðar og heilla- vænlegra ráðstafana. En afaráríðandi er, að áhugi sjó- manna sjálfra á atvinnuvegi sínum vakni betur en nú á sér stað. Vér höfum lengst af unnið með sundruð- um kröftum og illum áhöldum að þessum atvinnuvegi vorum, vanaleg- ast með lítilli fyrirhyggju, höfum lát- ið atvikin reka oss fram eða aftur eftir því sem verkast vildi. En þetta þarf að breytast. Vér verðum að sam- eina kraftana og hafa það hugfast, að velja þá fulltrúa á þing, sem mesta þekkinguna hafa á sjávarútveginum og sterkastan áhuga á framförum hans. Það er áhugaleysi sjómanna sjálfra að kenna, hvað litlir og sundurlausir kraftar hafa verið á þingi í þessa átt. Þar hefir landbúnaðurinn staðið mik- ið betur að vígi. Sú stefna virðist nú um nokkurn tíma hafa verið ríkjandi f löggjöfinni, að hjálpa beri landbúnaðinum sem mest, en láta útveginn eiga sig, af því hann beri sig betur og fái meiri vinnukraft í þjónustu sína. Þetta virð- ist vera nokkuð einkennilegur þjóðar- búskapur, að leggja meiri rækt við það, sem minni arð gefur og að mínu áliti er það rangt. Færðist sjávarútvegurinn i það lag, sem hann gæti í verið, mundi hann færa oss milliónir á Iand og láta þær ttka þar til starfa, til ómetanlegra hagsmuna fyrir þessa atvinnuvegi. Mín skoðun er því sú, að fyrst og fremst ætti löggjöfin að greiða fyrir sjávar- útveginum, sem líklegastur er til að færa fjármagn inn í landið á skömm- um tíma; á þann hátt mundi Iandbún- aðurinn fá þann styrk, sem betri vseri en 511 opinber fjárframlög og landið fengi þar um Ieið gjaldstofn, sem rétt- mætt væri að útgjöld þjóðarinnar væru miðuð við, en ekki á þann skaðlega hátt, að leggja útgjöld á sjálfa fram- leiðsluna, eins og nú á sér stað með sjávarútveginn, auk þess sem hann mun bera töluverðan meirí hluta af innflutningstollum. I framanrituðum línum hefi cg leit- ast við að skýra, hver ráð eg telji vænlegust til eflingar sjávarútvegi vor- um. Á hvern hátt þetta verði fram- kvæmt, er örðugt að svara og út- heimtir mikla athugun og mun eg að þessu sinni ekki fara lengra út í það. Þó skal það tekið fram, að líkleg- astan veg til þess að eitthvað verði framkvæmt til bóta, tel eg, að vér í verklegum efnum kynnumst sem bezt háttum þeirra þjóða, er lengra eru á veg komnar í þessum efnum en vér. Vil eg í því efni sérstaklega benda á Norðmenn, þareð hjá þeim og oss hagar að mörgu leyti líkt til og vér stundum að mestu samskonar veiði og þeir. Mundum vér hafa mikið gagn af að senda menn þangað, til að kynn- ast með eigin reynslu veiðiaðferð þeirra og áhöldum. Þetta getur haft meiri þýðingu, en svo og svo mikil bókleg fræðsia, sem oft gleymist eftir skamma stund. Árið 1861 skrifaði Jón Sigurðsson langa ritgerð og fróðlega, sem heitir >Dálítil varningsbók« og segir þar meðal annars að Norðmenn verki þorska- lýsi sitt svo vel, að þeir fái 100 ríkisdali fyrir hverja tunnu. Síðan þetta var skrif- að, hafa þeir haldið iðn þessari áfram með litlum kostnaði og ódýrum á- höldum og fengið alt að 400 kr. fyr- ir hverja tunnu af þessu lýsi. En allan þennan tíma höfum vér látið oss nægja að verka vöru þessa á þann hátt, að vér höfum að eins fengið 20—26 kr. fyrir tunnuna. Nú fyrst fyrir 2—3 árum flytja Norð- menn áhöld sín hingað og þá fyrst byrjum vér á þessari nýju aðferð, sem oss var fyrir 44 árum ráðlagt að taka upp og nú fyrst sjáum vér, hvflíkum ógrynnum fjár vér höfum hafnað, með þessu ráðlagi voru. Þetta sýnir, hvað verulega góð verkleg þekking hefir að segja og það gefur oss einnig tilefni til að álykta, að hér séu fleiri ónotaðar og hálfnotaðar auðsuppsprettur, sem vax- andi menning þjóðarinnar megni ein að opna til fulls, og með vaxandi á- huga og skýrari hagfræðilegum hug- myndum hjá þjóðinni, geti veitt henni margfaldan arð við það, sem nú á sér stað. Ólafsfirði 25/s '05. Páll Bergsson. BÓKIN. Hann stóð innan við opinn glugg- ann. Kvöldgusturinn ruddist inn með ölduniðinn í fanginu — kaldur og þyt- þungur eins og þykkjuþrungið nei, sem ber með sér ómdimmar andláts- stunur velhlúðra vona, og gluggatjöldin þöndust og titruðu eins og ekkabifað brjóst. Hann vafði bréfið utan af bók, sem hann bar í hendinni og rendi yfir það athugulum augum. — — — Prentað mál — og myndir.-------------Alt saman gömul orð og gamlar myndir.----------- Bara tóm tilviljun. — — — Ekkert annað en tilviljun. Og hann lagði bréfið á borðið og tók að blaða í bókinni. Hún var hrein og hrukkulaus — eins og ósnortið ungmenni. Og þó hatði hún verið lesin. — — Þó var hún bundin því bandi, sem hún átti að bera, meðan blöðin hengu saman og stafirnir störðu á menn eins og tinnudökk talandi augu. Bundin — — — lfka bundin! Það leið um hann hitablandinn hrollur. Hann lagði bókina á borðið og fór að ganga um gólf, en stansaði fljót- lega við gluggann aftur. Enn þá lá þokan á sama tindinum — tindinum, sem hann starði svo stöðugt og oft á. Hún vafði sig um hann og grúfði sig yfir honum eins og gleymskan sjálf yfir löngu liðnum dögum — eða óvissan yfir ókomnum tíma. Gegnum hana rofaði að eins í nokkurar gráhvítar fannir, sem láu þar í lautunum þráar og þaulsætnar eins og sárar minningar um syndir liðins tíma. En kuldabláir lækirnir gægðust undan þokufaldinum og flýttu sér burt — burt til hafsins, sem þeir voru horfnir frá, eins og kvíðandi hugur, sem drepur fæti við því ó- komna og hvarflar aftur til glataðra gleðistunda. Hann lokaði glugganum og gekk að borðinu. Og áður en hann varði, hafði hann þrýst bókinni svo fast að brjósti sínu, að hún losnaði úr band- inu. Hann hrökk við. — — Hvað hafði hann gert? — — — Hafði hann slitið bandið? —--------Já, hann hafði slitið bandið — ekki af henni, sem altaf fylti huga hans — henni, sem ætíð tróð sér þar inn um alla glugga og allar smugur eins og lífgandi loft- straumur, hvernig sem hann reyndi að loka og byrgja, — en hann hafði slitið bandið af bókinni sinni. Og þar sem hann stóð — við borð- ið — með bandslitnu bókina í hend- inni — glaður yfir því að hafa að eins slitið band, sem hann átti sjálf- ur, bað hann heitt — en hljóðlega, að hann mætti ætíð hafa þrek til að slíta sín eigin bönd, ef þau vildu fiækjast um fætur annara, og — — að góðu englarnir vildu vaka yfir honum og vernda öll bönd, sem byndu hana við lífið. —

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.