Norðurland - 13.06.1908, Blaðsíða 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir.
45. blað.
Akureyri, 13. júní 1908.
J VII. ár.
8. ár^y^orðurlands
kostar á íslandi
kr. 1.25
í öðrum Norðurálfulöndum
kr. 1.75
í Vesturheimi
60 Cent.
Nýir kaupendur fá auk pess
ókeypis pað sem ókomið er út
af 7. árg.
GJALDDAGI
á 7. árgangi Norðurlands er
fyrir miðjan júni.
Sambandslögiri.
Undirtektirnar. — Sjálfsíæðiskröf-
unum fullnægt- — ísland fullveðja
konungsríki í ríkjasambandi við
Danmörk.
L.
Ekkert hefir komið mér eins ó-
vart eins og undirtektir þær, sem
tillögur sambandslaganefndarinnar
hafa fengið hér heima. Eg hafði
búist við því, að flokksbræður mín-
ir tækju þeim fagnandi, en stjórnar-
menn létu sér yfirleitt fremur fátt
um finnast, en að því sem enn er
kunnugt hefir hið gagnstæða að miklu
leyti orðið uppi á teningnum. Margir
hinna vitrustu og ágætustu manna
í flokki stjórnarandstæðinga hafa
að vísu tekið tillögum nefndarinn-
ar tveim höndum, og þeim mönn-
um fjölgar áreiðanlega dag frá degi,
sem hallast á þá sveifina, en mót-
spyrnan hefir þó aðallega komið
frá þeirri hlið, stjórnarandstæðingar
hafa fundið nefndartillögunum flest
og mest til foráttu.
Pegar betur er að gáð er þetta
ekki svo undarlegt. Þessi flokkur
hafði undanfarið haldið sjálfstæðis-
merkinu hæst á lofti. Óánægjan með
hið núverandi stjórnarfyrirkomulag
(ríkisráðssetan, undirskriftin o. fl.)
varð þess valdandi, að menn fóru
að hugsa um að fá breytt hinum
veila og ótrausta grundvelli, sem
stjórnarskipun vor hvílir á. I þing-
mannaförinni 1906 var þessu hreyft
við Dani og tóku þeir því líklega.
Svo kom Mblaðamannaávarpið“ um
haustið 1906, sem öll stjórnarand-
stæðinga blöðin auk Þjóðólfs undir-
skrifuðu. Upþ frá því urðu sjálf-
stæðiskröfurnar hærri og ákveðnari
eftir því sem á leið veturinn og
hæst komust þær á Þingvallafund-
inum síðastliðið sumar.
Svo var sambandsnefndin skipuð.
Þegar hún lagði af stað munu þeir
hafa verið teljandi, sem gerðu sér
vonir um mikinn árangur af þeirri
för og kölluðu þetta hreina for-
sending. Sumir voru þeir og sem
ekki höfðu neitt á móti því að svo
yrði. Vildu helzt að engir samning-
ar kæmust á, bráður skilnaður var
þeirra innilegasta ósk.
Þegar svo tillögur nefndarinnar
birtast, verða auðvitað þessir menn
æfir, finna þeim alt til foráttu og
gera alt til þess að telja mönnum
trú um að frumvarp nefndarinnnar
sje með öllu óhafandi, nefndarmenn
hefðu svlkið ættjörðu sína. Slæmur
hefði Oissur verið, en hann næði
þó ekki með tánum þar sem þeir
hefðu hælana, nafnar hans 6 hinir
nýju. — Þeir eru þó tiltölulega fáir
er láta sér slík orð um munn fara.
Aðrir voru þeir af stjórnarand-
stæðingum, og þeir voru margfalt
fleiri, þar á meðal flestir þjóðræðis-
menn og hinir gætnari landvarnar-
menn, sem fegnir vildu að hag-
kvæmir samningar kæmust á, samn-
ingar sem fullnægðu að öllu leyti
sjálfstæðis kröfum þeirra. Þegar þeir
litu á tillögur nefndarinnar varð
þeim auðvitað fyrst fyrir að athuga
grandgæfilega hvort ekkert væri þar,
sem kæmi í bága við kröfur þeirra
og þegar þeir svo þóttust finna eða
var bent á eitthvert atriði, sem var-
hugavert virtist, fyltust þeir gremju
við okkur flokksbræður sína í nefnd-
inni, og varð það á að einblína svo
mjög á gallana, er þeir þóttust sjá,
að kostirnir hurfu þeim sýn, þeim
varð dimt fyrir augum. Fyrir þetta
eiga menn ekkert ámæli skilið, þvert
á móti. Sjálfstæði ættjarðarinnar var
orðið þessum mönnunum svo hjart-
fólgið áhugamál, að undir eins og
þeir fá grun um, eða þeim virðist í
fljótu bragði, að frumvarp nefndar-
innar fullnægi eigi hinum ýtrustu
sjálfstæðis kröfum, verða þeir frá-
hverfir því í bili. En menn átta sig
brátt og við rólega yfirvegun og
nýjar skýringar opnast augu þeirra
smásaman og svo fer vonandi að
lokum, að þeir og yfirleitt mikill
meiri hluti þessarar þjóðar sér og
skiiur að frumvarp nefndarinnar fel-
ur í sér svo stórvægilegar réttar-
bætur fyrir land vort og þjóð, að
það væri blábert óvit að hafna því,
eða stofna því í voða. Menn munu
sannfærast um að fyrirkomulag það,
sem frumvarpið gerir ráð fyrir, er
eigi að eins auðsóttasta, heldur líka
beinasta leiðin að því sjálfstæðis
hámarki, er staðið hefir svo skýrt
fyrir oss síðustu missirin og sem vér
aldrei megum missa sjónar á.
II.
Eg skal nú reyna að gera mönn-
um ljóst að öllum meginsjálfstæðis-
kröfum vorum er fullnægt, ef frum-
varpsuppkast þetta verður samþykt.
Til þess að gera mönnum þetta
sem ljósast tek eg hér upp fundar-
ályktun' þjóðræðisflokksins á síðasta
þingi um samningsgrundvöll
I sambandsmáli íslands og
Danmerkur. Valdir menn úr þjóð-
ræðis- og landvarnarflokkunum höfðu
samið tillögur til þessarar ályktunar.
w \yrir hvöt ýmsra góðra
M'* manna i sýslunni hefi eg
afráðið að gefa kost á mér
til þingmensku fyrir Eyjafjarðarsýslu
við kosningar þær er fram eiga að
fara 10. sept. þ. á.
Ytri-Tjörnum 11. júni 1908.
Kristján H. Benjamínssoi).
a. „ísland skal vera frjálst sam-
„bandsland Danmerkur i kon-
„ungssambandi við hana með
„fullveldi yfir öllum sinum mál-
„um.
b. „Fela má þó Dönum að fara
„með ýms mál fyrir íslands
„hönd, meðan um semur, þau
„er eftir ástœðum landsins þyk-
„ir gerlegt t. d. konungserfðir,
„hervarnir, utanrikismál, mynt.
c. „Öll önnur mál skulu íslend-
„ingar vera einráðir um með
„konungi, og verða þau að sjálf-
„sögðu ekki borin upp i rikis-
„ráði Dana.
d. „Sérstaklega skal það tekið
Jram, að auk þeirra mála,
„sem nú eru talin islenzk sét-
„mál, skal áskilinn íslenzkur
„þegnréttur; semja má þó svo
„um að Danir fái að njóta
„þegnréttar á íslqndi gegn þvi
að íslendingar hafi sama rétt
„í Danmörku og Danir.
e. „Fáni skal og vera sérstakur
„fyrir ísland, en til samkomu-
„lags má vinna að ákveðið sé
148
það krafði fyrir drengina á almúgaskólanum að læra
undir yfirheyrslustundirnar og hvílíkur ógnakvíði gagn-
tók þá við yfirheyrsluna, svo jafnvel ófyrirleitnustu
drengirnir sátu fölir í framan og grafkyrrir og glentu
upp skjáina.
Það sem var nú fyrir þá merkasti viðburðurinn í lífi
þeirra, — nálaraugað, sem þeir þurftu að brjótast í
gegnum með því að neyta allrar þeirrar andlegu orku,
er þeir áttu til, — það var fyrir hann að eins leikur
einn, sem engin áreynsla fylgdi. í hæzta lagi gat það
að eins orðið leiðinlegt fyrir hann.
En nú var þvf einmitt alls ekki að skifta, úr því
svona dátt gerðist með honum og prófasti; og þegar
það vildi til að hann var yfirheyrður, þá létu þeir jafn-
an Ponta eiga sig og þetta varð fremur samræða um
guðfræðisleg efni milli eldra og yngra manns, en hinir
sátu og góndu út í loftið, eða lásu í kverinu undir
borðinu.
— Sparre prófastur var að hlýða þeim yfir annan
kaflann, um trúargreinarnar.
»Óli Marteinn Petersen, geturðu sagt mér, hvað
margir guðir eru til ?«
»Tvenskonar, nefnilega góðir og vondir,< svaraði
Óli Marteinn Petersen viðstöðulaust.
»Nei, drengurinn minn, — það er ekki rétt. Þú
svaraðir annari spurningu. Hvaða spurning var það,
sem hann sváraði, — getur nokkur sagt mér það?«
»Um englana,* hrópaði ofurlítill rauðhærður snáði,
sem sat fram við ofninn.
»Rétt, Jens HansCn! Englarnir eru tvenskonar, nefni-
lega góðir og vondir; en guð er bara einn, — er það
ekki svo, Óli Marteinn?«
145
ingardrengir latínuskólans og Abraham efstur, fast við
hliðina á prestinum.
Sparre prófastur hafði æfinlega mörg fermingarbörn,
því hann var á orði hjá fólki fyrir það, hve sjaldan
hann þurfti að »vísa frá«, — miklu sjaldnar en aðrir
prestar í bænum.
Dæmalausa kjána, sem oft höfðu reynst til einskis
gagns, fermdi prófasturinn eins og ekkert væri um að
vera. Og sannarlega var þó ekki hægt að segja það
að hann væri vægur við þá og gengi ekki ríkt eftir
kristindóms kunnáttu þeirra. Menn þurftu ekki annað en
heyra ,til þessara kjána við yfirheyrsluna á kirkjugólfi,
— þeir svöruðu alveg reiprennandi, og það jafnvel
margsinnis allra þyngstu spurningum úr Ponta.
Fyrir þetta vakti Sparre prófastur hina mestu aðdá-
un hjá fólki, — meir en hann átti nú reyndar skilið f
hreinskilningi sagt, því í þessu var fólginn dálftill leynd-
ardómur.
Svo var mál með vexti, að Sparre prófastur vissi
alveg eins vel og hver annar prestur eða kennari, að
meðal almúgabarnanna var enginn einasti piltur eða
stúlka, sem vissi nokkurn skapaðan hlut í skýringum
Ponta. Það var því alveg undir atvikum komið hvort
nokkuð festist í minni gáfnatregra barna af því, sem
lært var eins og þula utanbókar.
Þeir, sem næmastir voru, gátu svarað sérhverri spurn-
ingu f allri bókinni, ef hann gætti þess aðeins nákvæm-
lega að spyrja öldungis orðrétt eftir því, er stóð í bók-
inni. En hjá hinum, þó vesalir væru sumir, var þó
einhver ræktaður blettur í andlegum efnum, enda þótt
megnið af þessu væri reglulegur ormagarður eintómra
spurningarmerkja.