Norðurland


Norðurland - 13.06.1908, Qupperneq 2

Norðurland - 13.06.1908, Qupperneq 2
17 6 „að íslenzk skip hafi danskan „fána i utanríkishöfnum. f. „Rétt til fiskiveiða í landhelgi „hafa og íslendingar einir, en „með samningi má veita Dön- „um rétt til þeirra, gegn því „að þeir annist landhelgisvarnir „hér við land meðan þörf er, „eða láti önnur hlunnindi í „móti koma. g. „Fé á konungsborð má bjóða „fyrir íslands hönd að tiltölu „við fólksfjölda.“ Svo mörg eru þessi orð og má öllum ljóst vera að hér eru tekin fram öll þau atriði og allar þær meginkröfur, sem fram höfðu komið í umræðum og fundarályktunum um sjálfstæðismálið. — Berum nú saman hin einstöku atriði þessa merkilega skjals og frumvarpsuppkast millilandanefndar- innar. 1. gr. frumvarpsins kveður enn skýrar á um frelsi landsins og full- % veldi en a. liður ályktunarinnar því þar stendur: „ísland er frjálst og sjálfstætt land, er eigi verður af hendi látið. Það er í sambandi við Danmörku um einn og sama kon- ung" . . ., „er eigi verður af hendi látið". Það ákvæði er til frekari skýr- ingar á því að landið sé fyllilega sjálfu sér ráðandi, full sjálfseign, er enginn geti afhent öðrum og þó konungurinn t. d. leyfði sér eða neyddist til slíks, þá hefði það að lögum ekkert gildi gagnvart oss íslendingum. Að landið sé fullveðja (suverœnt) eða eins og að orði er komist í ályktuninni, „með fullveldi yfir öllum sínum málum", er ekki að eins sagt berum orðum með orðun- um >frjálst<, »sjálfstœtt« og »óafhend- anlegU heldur gengur þetta eins og rauður þráður gegnum alt frum- varpið. - Skal hér bent á nokkur atriði. 1. Eftir síðari hluta 1. gr. semur landið við Danmörku, sem jafn rétt- hár aðili, um það hver af málurn landanna skuli vera sameiginleg um óákveðinn tíma eða um stundarsakir. 2. Eftir sömu gr. er ísland í ríkja*- sambandi við Danmörku (realunion) og í nefrrdarálitinu er þetta áréttað með því að segja að ísland sé með þessu skipulagi sett jafn-hliða Dan- mörku sem sérstakt ríki* (Stat). 3. ísland er sett við hliðina á Dan- mörku í tignarnafni konungs. 4. Sameiginlegu málin talin upp og það eitt út af fyrir sig nægir til þess að sýna að landið er ríki. 5. Sérstakur fæðingjaréttur og 6. Æðsti dómstóll í landinu sjálfu. Hvorugt þetta á sér stað í víðri veröld nema í sjálfstæðum fullveðja rikjum. Aftur eru þess dæmi að smáríki, þó fullveðja séu, skjóti mál- um sínum til dómstóla annara ríkja. 7. Loks tekur 8. gr. öll tvímæli af um það að hér er um fullveðja ríki að ræða, og jafnrétthá með því að sérstakur gerðardómur er settur til þess að jafna ágreininginn milli landanna, um það hvort málefni sé sameiginlegt eða eigi og þann dóm skipar hvort landið jafnmörg- um mönnum. Slíkt á sér hvergi stað er um ófullveðja ríki eða ríkis- hluta er að ræða. (Hver oddamaður- inn er, gerir hér engan grundvallar mun, svo framarlega að hann sé eigi valdhafi í öðru hvoru ríkinu og því að líkindum vilhallur). Yfir- ríkið eða yfirríkisvaldið sker að sjálf- sögðu úr öllum ágreiningi milli þess og undirríkisins og þess úr- skurði verður undirríkið að hlíta. En hér gat ekkert slíkt komið til greina, því hér er ekkert yfirríki, hið íslenzka og danska ríki standa jafn rétthá hvort við annars hlið, undir einum konungi og með þeim sam- * Leturbreyting gerð af höf. 146 Nú hatði Sparre prófastur þann sið, að hann leitaði uppi alla þessa litlu ræktuðu bletti hjá íermingarbörn- unum. Og þegar hann hafði gengið úr skugga um, að nokkur orð sátu þó sæmilega föst í höfði þeirra, sem lélegastir voru, þá skrifaði hann það hjá sér í ofurlitla minnisbók. Á þeim mikla degi, þegar hann yfirheyrði svo ferm- ingarbörnin í kirkjunni frammi fyrir söfnuðinum, var aðdáanlegt að heyra, hvernig hann gat þotið úr einu efni í annað, látið spurningar dynja hér og þar og hitt þó ávalt fermingarbarnið viðbúið að svara og það á- gætlega. Sjálfur var Sparre prófastur allsmeikur við leýnitafl þetta. í minnisbókinni litlu stóðu bara tölur, er sýnast mundu vitnisburðir í ókunnra manna augum. Hann var smeykur að því leyti, að hann sá það fullvel, að hátta- lag hans gat hæglega orðið lagt út á verra veg. Aftur á móti var samvizkan gersamlega róleg. Því með því nú að andans gáfum er svo ójafnt skift, og með því að öllum reyndist nú kanske ekki svo auðvelt að læra Ponta og skilja, þá hlyti það einmitt að vera stærsta ranglæti að bægja ungum manni, er um það biður, frá því að fá inngöngu í söfnuðinn og aðgang að náðarmeðulunum, — bara fyrir það að hann hefði ekki hæfileika til að læra utan bókar. Auðvitað varð að ferma aumingja börnin. Sannarlega hafðist ekkert annað upp úr því að vísa þeim frá ferm- ingu en vandræði og óánægju hjá söfnuðinum. Hversvegna skyldi maður þá vera að stofna til vand- ræða með því að gera ósanngjarnlega harðar kröfurf Þeim, sem einfaldir eru, heyrir þó guðs ríki til. Stundum voru þeir nú einfaldir nokkuð í ffekara lagi, eiginlegum málum, einum er pau hafa orðið á sáttum. Sainbandslögin skipa fyrir um samband landanna og hvorugt ríkið getur haggað við ein- um staf í þeim lögum án samþykkis hins, þau eru bundin hvort við ann- ars vilja í því efni, og yfir þeirra vilja er enginn vilji. Þetta er aðalein- kenni fullveðja ríkis. Og svo fram- arlega að fullveldi íslands skerðist nokkuð við þannig lagað samband, þá hlýtur hið sama að eiga sér stað um Danmörku. Þau eru þá bæði ófull- veðja, en slíkt nær auðvitað engri átt. I b. lið ályktunarinnar er ákveðið að fela megi Dönutn að fara með ýms mál fyrir íslands hönd meðan um semur*. Þetta „meðan um semur" ber víst að skilja svo, að hvort ríkið um sig geti sagt upp sambandinu um þessi mál eins og Þingvallafund- urinn fór frlm á. Eftir 1. og 6. gr. frumvarpsins er Dönum falið að fara með hin sam- eiginlegu málin, sem talin eru í 3. gr., fyrir vora hönd og þeir taka það að sér. í 9. gr. er svo ákveðið að hvort ríkið um sig geti krafist endurskoð- unar á öllum lögunum að 25 árum liðnum. Komist ekki samkomulag á eftir ítrekaða endurskoðun, getur hvort Iandið um sig sagt uþp sam- bandinu um 5 hinna sameiginlegu málanna, og er því hvað þau mál snertir skýlaust framfylgt ákvæðinu „meðan um semur". Verða þá tvö mál eftir, hervarnir og utanríkismál og svo að sjálfsögðu konungurinn eða konungssambandið og það sem beint leiðir af því. Þetta þrent er því ekki uppsegjanlegt að lögum og af því hafa menn dregið þá álykt- un, að þessi mál, hervarnir og utan- ríkismál hlytu um alian aldur að verða á valdi Dana og vér hefðum * Leturbreyting gerð ai höf. 147 og Sparre prófastur var því oft hálf-gramur við læri- sveina latínuskólans, sem ætluðu alveg að drepast úr hlátri. Þessvegna var hann líka heldur fálátur við Abra- ham fyrstu dagana. Abraham var óvenjulega stór fermingardrengur, og prófasturinn hafði ekki heyrt menn láta neitt vel af honum; auk þess var vantrú móður har.s alkunn þar í bænum. En smásaman fekk hann betra og betra álit á Löv- dahl hinum unga; hann var auðmjúkur og alvarlegur og sást ekki einusinni brosa þó að þeir svöruðu vitlaust á langa beknum. Aftur á móti var hann mjög stima- mjúkur við prófastinn að hjálpa honum í frakkann, opna bókina fyrir hann og þjóta á fætur og leita að ritblý- inu, ef hann misti það á gólfið. Prófastinum var þessi yfirheyrzla fermingarbarnanna reglulegt kvalræði; fór honum þvf að lokum að þykja væntum að hafa þenna siðprúða ungling svona nærri sér. Og smátt og smátt tóku að myndast nokkurskon- ar launmál milli prófastsins og Abrahams. Stundum litu þeir hvor til annars, ef eitthvað kom fyrir meðan á yfirheyrslunni stóð, stundum tautaði prófasturinn latn- eska tilvitnun, sem Abraham svaraði með gætilegu brosi — hvort sem hann skildi hana eða ekki. Undirbúningurinn undir ferminguna varð því ánægju- legur tími fyrir Abraham. Það var ekki svo afleitt að losna úr skóla tvær eða þrjár stundir fyrripart dagsins, og þegar hann sat hjá honum Sparre prófasti, fann hann til ljúfrar meðvitundar um það að vera þarna æðstur þeirra allra. Kverið alt saman kunni hann utanbókar úr skólanum; vissi hann því ekkert um það, hvílíkrar feikna áreynslu afsalað oss öllu valdi og umráðum yfir þeim um aidur og æfi. En þetta er hin mesta fjarstæða. í 3. gr. 2 eru umráð Dana yfir ut- anríkismálunum takmörkuð að því leyti er til þjóðasamninga kemur, og strandvarnir eru eftir sömu gr. 4. tölulið greindar frá hervörnun- um og eftir 9. gr. getum vér tekið þær að oss að öllu Ieyti, ef oss sýn- ist. Aðrar varnir koma oss lítið við. 6. og 7. gr. frumvarpsins gerir enn- fremur ráð fyrir að vér getum tekið víðtækari þátt í stjórn og meðferð allra sameiginlegu málanna. Þessu geta Danir ekki afstýrt, nema með því að brjóta lög, en ágreiningur getur auðvitað orðið um það milli löggjafarvalda landanna hversu þess- ari sameiginlegu stjórn málanna skuli fyrir komið. En hvað sem því líður, þá nægir þetta þátttökuákvæði til þess að sýna að hér er ekki um neitt fult eða ævarandi umráða af- sal að ræða í hendur Dana, annað afsal getur ekki komið hér til greina. Hér við bætist svo endurskoðunar- ákvæðið, sem er ótvíræður vottur -þess, að ekki er ætlast til að lög þessi eða sáttmáli eigi að hafa ævar- andi gildi hvorki í heild sinni eða einstök atriði hans. En þótt engu þessu, sem hér er talið, væri til að dreifa, þá ætti að nægja að benda á það, að Danir fara með hervarnir og utanríkismál fyrir vora hönd ekki síður en önnur sameiginleg mál, þau eru því íslenzk mál engu síður en hin, ei'i sá er munurinn að þau eru falin þeim til meðferðar um óákveð- inn tíma. Vér hljótum því að hafa rétt til þess að heimta þau af þeim þegai vér af einhverjum orsökum finnum oss knúða til þess. Þeir sem halda því fram að Danir hafi rétt til þess að hafa á hendi meðferð þessara mála að oss nauðugum, hljóta líka að játa að vér höfum rétt til þess að neyða þá til að fara með þau um aldur og æfi, hvort sem þeim Iíkar betur eða ver, og hve mikil óþægindi og kostnað meðferð þeirra hefir í för tneð sér. En hvorugt nær nokkurri átt, þegar um frjálsa samn- inga fullveðja og jafnrétthárra aðila er að ræða. Eftir því sem hér er sagt að fram- an, verð eg að líta svo á, að það sé í raun og veru mjög lítilsvert hvort það er tekið fram í lögunum berum orðum eða eigi, að sameigin- legu máliti séu uþþsegjanleg; þau hljóta að vera það eftir anda og öllu eðli laganna. Eg verð því að álíta að a. og b. lið ályktunarinnar sé fullnægt í frum- varþi nefndarinnar og í stuttu máli sagt er öllum hinum öðrum ákvæð- um ályktunarinnar fullnægt með frumvarpinu iið fyrir lið, netna hvað nefndin hefir komist að miklu betri kjörum um konungsmötuna, en gert er ráð fyrir í g. lið ályktunarinrlar, þar er búist við að hún yerði ákveð- in að tiltölu við fólksfjölda, en eft- ir frumvarpinu er hún greidd hlut- fallslega eftir tekjum landanna. Mun- ar það svo tugum þúsunda skiftir. Geta menn nú borið sainan álykt- unina og frumvarpsuppkastið og sannfært sig um að hér er farið með rétt mál. Úr því verður örðugt að ásaka okkur sexmenningana. — Við unn-

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.