Norðurland


Norðurland - 13.06.1908, Síða 3

Norðurland - 13.06.1908, Síða 3
urn störf okkar sem íslendingar, með frelsi og sjálfstæði landsins okkar fyrir augum og ekkert annað. Flokks- kappið og allar erjurnar og úlfúð- ina skildum við eftir heima. Við vorum ekkert að metast um það hvaða flokki þetta eða hitt væri að þakka eða kenna. Við reyndum all- ir að komast sem lengst, ná sem mestu aftur af því frelsi sem þjóð- in hefir verið að glata sjálfrátt og ósjálfrátt síðan 1262 og fram að 1874. Fyrir þetta eigum við ekkert hrós skilið, því það var heilög skylda okkar. En þjóðin ætti að fara að dæmi okkar og láta ekki flokks- hatrið blinda sig eða trufla í þessu máli, því það er sannfæring okkar að þjóð vor hafi nú, eða réttara sagt geti nú öðlast meira og margfalt tryggara sjálfstæði en hún nokkuru sinni hefir haft frá þeirri stundu að forfeður vorir unnu það óheilla- verk að ganga á hönd Hákoni hin- um gamla og gamli sáttmáli var ger. Þessi sannfæring mín styrkist dag frá degi og eg hefi aldrei fundið það betur en nú »að öll góð mál þola eldraun mótmælanna" eins og einn vinur minn og mótstöðumað- ur frumvarpsins sagði 'við rnig ný- lega. Og það traust hefi eg til heil- brigðrar skynsemi allrar alþýðu að hún snúist á þetta mál »með einu samþykki". Akureyri 12. júní 1908. Stefán Stefánsson. \ Ekki Þingvallafundarályktuninl í ræðu ráðherrans á Grundarfundin- um 7. þ. m., sem prentuð er í Norðra, er komist svo að orði: Nefndin hóf starf sitt i Khöfn á þeim grundvelli, sem hinn íslenzki hluti nefndarinnar hafði samið og sett; sá grundvöllur var krafan um sjálfstœði landsins. Pað var ekki Þingvallarfundarályktunin, sem nefnd- in bygði á, heldur gömul krafa ís- lendinga sjálfra um sjálfstœði, ekki grundvölluð á „gamla sáttmála“ held- ur á þeim ómótmælanlega sannleika að vér höfðum fult og óskert frelsi áður en gamli sáttmáli var gerður, og gat nefndin eigi séð, að hann eða neitt annað, er seinna hefir fram kom- ið, vœri gilt afsal þessa frelsis. Vér gerurri ráð fyrir því að blaðið fari hér sæmilega rétt með orð ráð- herrans, af því að ritstjóri þessa blaðs heyrði ráðherrann tala mjög hinum sömu orðum á fundinum á Möðruvöll- um daginn eftir. En skyldi sumum ekki verða að brosa þegar þeir lesa þessi orð ráð- herrans? Það er eins og hann hafi dálítið óþægilega tilkenningu af kröfum Þing- vallafundarins. Þess vegna gerir hann þenna fund að umtalsefni, að minsta kosti á þessum tveim fundum. En hvað ætli hann eigi við með þessum ummælum um Þingvallafund- nn} • Hér getur varla verið nema um tvent að ræða. Annaðhvort á hann við það, að nefndin hafi f upphafi farið fram á aðrar kröfur en þær sem Þing- vallafundurinn gerði, eða hann á við það að Þingvallafundarsamþyktin hafi Nl. Hundrað hesta vill »VERZLUNIN AKUREYRIt kaupa, fyrir lok ágústmánaðar í sfðasta lagi.— Hestarnir þurfa að vera á aldrinnm 3 — 8, í góðum holdum og ekki víxlaðir í gangi. Einlitir hestar, sérstaklega gráir og dökkrauðir verða borgaðir bezt. Semjið við undirritaðan eftir lok þessa mánaðar. Akureyri 9. júní 1908. Sig. J. Fanndal. „Veldi Danakonungs.“ ekki verið neitt: réttarskjal, sem hægt væri að byggja kröfur á, á líkan hátt og gert hefir verið um Gamla sátt- mála. Vér skulum fyrst líta á síðari til- gátuna. Þó Þingvallafundar-samþyktin sé ó- neitanlega merkileg, þá hefir þó víst engum komið til hugar að þessu, nema ef það væri ráðherranum, að hægt sé að byggja á henni eins og einhverju réttarskjali. Samþyktin að Þingvöllum var enginn samningur milli tveggja málsaðila. Hún var ekkert annað en kröfur bygðar á sögulegum, lagalegum og siðferðislegum rétti. Þessi réttur var undirstaðan undir Þingvallafundar- kröfunum, eins og hann síðar varð undirstaðan undir kröfur nefndarinnar. Það er því næsta ótrúlegt að ráð- herrann hafi ætlað tilheyrendur sfna svo mikla einfeldninga, að hann þyrfti að fræða þá á því að Þingvallafundar- samþyktin hafi ekki haft lagagildi, svo að á henni yrði bygt eins og lögum eða samningi. Það er heldur ekki annað en orða- gjálfur, sem stendur í þessari tilfærðu grein, að hinn (slenzki hluti nefndar- innar hafi samið og sett grundvöllinn. Sá grundvöllur var til, áður en nefnd- in varð til, meira að segja áður en nokkur þeirra manna varð til, sem nú byggja þetta land. Engin heilbrigð hugsun getur því verið í þessum orðum ráðherrans um Þingvallafundinn önnur en sú, að nefnd- armennirnir hafi farið fram á aðrar kröfur en þær sem Þingvallafundurinn gerði. En sé hugsunin sú, þá er hér að ræða um fullkomna rangfærzlu á sögu- legum sannindum, sem öllum ætti að vera innanhandar að kynna sér. Þingvallafundar-samþyktin fór fram á, að væntanlegur sáttmáli við Dani um afstöðu landanna væri bygður á því, að ísland sé frjást Iand f konungs- sambandi við Danmörku, með fullu jafnrétti og fullu veldi yfir öllum sín- um málum og að þeim sáttmála mætti hvor aðila um sig segja upp og tók það sérstaklega fram að fáninn og þegnrétturinn skyldi vera íslenzkur. Nú er hægt að sýna það og sanna með kröfum nefndarinnar sjálfrar, sem prentaðar eru bæði á íslenzka og danska tungu, að fslenzku nefndar- mennirnir fóru í upphafi fram á allar þær kröfur, sem Þingvallafundurinn gerði og er auðvelt að færa fyrir því fullar sannanir, ef einhver kynni að hafa einurð til þess að mæla á móti því. Ráðherrann ætti ekki að vera að mótmæla því að hann hafi gert Þing- vallafundar-kröfurnar að sínum kröf- um. Að hann gerði það í nefndinni, mestallan tímann, verður honum aldrei nema til sæmdar, en aldrei til óvirð- ingar, þó það hefði orðið honum til enn meiri sæmdar ef hann hefði gert það fyr, t. d. þegar flest þau blöð, er rituðu f hans anda, voru að óvirða fundinn með staðlausum útúrsnúningi og hrakyrðum. \ SambandslÖKÍn. Á þingmálafundi f Hafnarfirði á 2. dag hvítasunnu hafði það verið sam- þykt með öllum greiddum atkvæðum (60—70), að ganga ekki að frumvarpi millilandanefndarinnar óbreyttu. Það vakti ekki litla undrun víðs- vegar um land, er menn sáu danska og fslenzka textann að frumvarpi milli- landanefndarinnar, að orðin *det sam- lede danske Rige< voru þýdd »veldi Danakonungs<. Þýðingin sýndist alveg óleyfilega ónákvæm og auk þess vill- andi. Hér þurfti því skýringar við og sú skýring er nú fengin. Það var sem sé samþykt á 8. nefnd- arfundinum. 13. f. m. að þessi tvö orð skyldi talin fult samnefni. Framvegis er því ekki rétt að lfta svo á, sem orðin »det samlede danske Rige« í danska textanum bendi á nokkura innlimunartilraun af Dana hálfu, heldur verður að telja það viðurkent af Dönum sjálfum að heitið »det sam- Iede danske Rige« sé ekki það sem alment er kallað Danaveldi, heldur nái aðeins til yfirráða konuugsvalds- ins. íslandi er þá ekki ætlað að vera óaðskiljanlegur hluti Danaveldis, held- ur er því ætluð rfkisstaða við hliðina á Danaveldi, innan veldis Danakon- ungs. Margur hefði víst fremur kosið að í staðinn fyrir »Veldi Danakonungs* hefði verið sett »Veldi konungs Dana og íslendinga«. Þá var heitið orðið fult sannnefni, úr því konunginum er ætlað að taka nafn íslands upp í titil sinn. Hinsvegar verðum vér að viður- kenna að fram á þetta höfum vér ekki farið, heldur sætt oss við það, að hafa sama konung og Danir, eins og vér sættum oss við það 1262 að lúta Noregskonungi. Frumvarpið gerir því ráð fyrir því að ísland skuli vera sérstakt ríki, við hlið Danmerkur, en ekki »ríki í ríkinu«. Hitt er annað mál hvort þessu ríki sé ætlað að vera fullveðja. Það mál verður rætt hér í blaðinu áður en langt um líður. \ Kappzlíma var hér háð 2. dag hvítasunnu um íslandsbeltið. 14 menn glímdu, lang- flestir Þingeyingar, en að eins 2 af Akureyri og var beltishafinn, Jóhannes Jósefsson, annar þeirra. Þegar glíman var rúmlega hálfnuð vildi það slys til að Pétur Jónsson í Reykjahlíð, sem margir telja nú beztan glímumann Þingeyinga, gekk úr liði um ölnbogann er hann glímdi við Jóhann- es Jósefsson. Gerðist þá missætti meðal glfmu- mannanna og gengu þeir flestir frá glímunum. Tveir menn féllu ekki, Jó- hannes Jósefsson og Þorgeir Guðnason Mývetningur. Hafði Jóhannes 8 vinn- inga en Þorgeir 7. Dómnefndin dæmdi Jóhannesi beltið. Safnaöarfundur verður haldin á Trínitatis, kl. 6 síðd., í kirkjunni. Nýustu fréttir að sunnaij. Símfréttir^ Jón Jensson yfirdómari hafði stað- ið einn uppi við annan mann á fundi landvarnarmanna nýlega. Á þeim fundi var um 200 manna. J. J. er fylgis- maður frumvarpsins. Magnús Arnbjarnarson lögfræðing- ur hefir látið uppi skoðun sina á frumvarpinu í Þjöðólfi og er því and- vígur. Bjarni Jónsson frá Vogi hefir boð- ið sig fram i Dalasýslu. Hann hefir þar mikinn byr. Ásgeir Torfason verk- frœðingur fór þangað vestur, sem fylgismaður frumvarpsins, en fekk illar viðtökur, hœtti við framboð sitt og er snúinn aftur til Reykjavíkur. Kristján Jónsson háyfirdómari býð- ur sig fram í Borgarfjarðarsýslu og er þar á ferð. Hann hefir góðan byr en andstœðingur hans Björn Bjarnar- son frá Gröfum miklu minni. Jón Jensson yfirdómari býður sig fram í Mýrasýslu. Talað er að Þor- steinn Erlingsson skáld bjóði sig fram á möti honum, en þó óvist. Skúli Thoroddsen væntanlegur til Reykjavíkur á þriðjudaginn kemur. Mikill viðbúnaður hjá fylgismönnum hans að taka á móti honum. \ Þinzmannsefnl. Sigurður Jónsson bóndi á Arnarvatni býður sig fram til þingmensku í Suður- Þingeyjarsýslu, gegn Pétri Jónssyni á Gautlöndum. Hefir Sigurður fengið margar áskoranir úr héraðinu um að bjóða sfg fram, enda hefir hann eflaust marga ágæta þingmenskukosti. Gáfurn- ar frábærlega góðar og maðurinn eink- arréttsýnn, athugull og samvizkusamur. \ * Ur ýmsum áttum.' Matkvíslar (gaflar) fluttust til Englands fyrirrúmum 2 öldum. Ferða- langur nokkur að nafni Coryat sá þaer notaðar á Ítalíu, en í öllum öðrum lönd- um er hann fór um, borðuðu menn með fingrunum. Honum þótti matkvíslin þægi- legt verkfæri og flutti það með sér til Englands. Var ekki laust við að hent væri gaman að honum er hann dró kvíslina upp við máltíðir. Kölluðu gárungarnir hann >Coryat með kvíslina« (furcifer). En siður þessi breiddist fljótt út, þó ekki sé hann hversdagslegur á öllum íslenzkum heimil- um ennþá. Eigi að síður mætti hann megnri mótspyrnu, einkum hjá klerkum. Þótti þeim það óguðlegt athæfi að nota ekki fimm fingur, sem Guð hefði gefið manni og vönduðu jafnvel um þetta í ræðum sínum. Nú þykir það hvervetna hinn mesti ruddaháttur að nota ekki hníf og matkvísl, enda er það ólíku þrifalegra en fingurnir, misjafnlega hreinir. \

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.