Norðurland - 13.06.1908, Qupperneq 4
Nl.
178
Skóvinnustofan
,Surfshellir‘
* er vel birg af ágætu efni og afgreiðir
allar pantanir fljótt og vel, með vægu
verði.
XI1 1J ♦ ♦ ♦ i i.ifl 1 i.l f
Mannalát.
Jóhann Jóhannsson bóndi á Möðru-
völlum í Eyjafirði andaðist hér á sjúkra-
húsinu síðastliðinn miðvikudag. Hann
var hinn mesti dugnaðar og atorku-
maður og er sveitarfélagi hans mjög
mikill skaði að fráfalli hans.
AOstoDarlœknar
eru þessir skipaðir: Cand. med.
Valdemar Steffensen á Akureyri og
cand. med. Eiríkur Kérulf á ísafirði.
Laaraskólinn.
Lárus H. Bjarnason er skipaður for-
stöðumaður hans frá 1. júlí n. k.
TrúIofuO
eru Guðmundur Björnsson landlækn-
ir og ungfreyja Margrét Stephensen,
elzta dóttir Magnúsar Stephensen, fyrr-
um landshöiðingja.
Þlnzmálafundir í Eyjafjarðarsýslu.
Hannes Hafstein ráðherra hefir hald-
ið þingmálafundi í þessari viku á þrem
stöðum í sýslunni, á Grund, Möðruvöll-
um og f Dalvík.
A fundum þessum hefir það verið
samþykt að ganga að frumvarpi milli-
landanefndarinnar óbreyttu.
Ekki hundsterkt.
(Aðsent úr Eyjafirði.)
Sagt er að Stefán Stefánsson hafi
Iýst yfir því á Grundarfundinum, að hann
væri eindregið með sambandslagafrum-
varpinu, en þó hefði hann kosið að
það væri öðru vísi orðað, á nokkur-
um stöðum, en vafalaust mundi þing-
ið geta lagað það. A þá ráðherra að
hafa sagt á þá leið, að eigi mætti
róta nokkuru orði, þvi bæði væri það
að Danskinum kynni að mislíka og
eins hitt, ef rótað væri einu orði, svo
mundi alí gliðna í sundur. Kváðu þá
nokkurir lausamenn, sem stóðu utan
vébanda fundarins, að eigi mundi það
>hundsíerkt helvíti« að tarna, úr því
að Stefán mætti eigi við það koma,
enda annað hljóð í stroknum nú, en
í fyrra á Akureyrarfundinum fræga,
þar sem ráðherra taldi fyrirhugaða
nefnd valdalausa og þinginu mögulegt
að sníða alt til á eptir.
En herrann getur líka snúið snæld-
unni sinni!
X
Eftirmæli.
Þann 27. aprílmánaðar þ. á. andaðist á
Reykjavíkurspítala ungfreyja María Magn-
úsdóttir frá Frostastöðum í Skagafirði. —
Dauðamein hennar var tæring. — María
sál. hafði góða heilsu, þar til skömmu
áður en hún andaðist. Hún var á æsku-
skeiði, aðeins 17 ára gömul, alin upp hjá
foreldrum sínum Magnúsi hreppstjóra Gísla-
syni og Kristínu Guðmundsdóttur; hafði
dvalist í Reykjavík nú síðastliðinn vetur,
ásamt einkabróður sínum Gísla.
María sál. var greind og stilt stúlka og
hin siðprúðasta í allri framgöngu. Hún var
yndi og eftirlæti foreldra sinna, og elskuð
af öllum er þektu hana.
Margur mun því sakna hennar, bæði vin-
ir og vandamenn, og finna sárt til þess
að hér sem oftar hefir tæringin helzt til
fljótt kipt burtu einni af okkar fegurstu
æskurósum.
Skagfirðingur.
Ljáblöð, Brýni, Ljáir
ódýrast i verzlun
Sig. Sigurðssonar.
Hús m lTog
SOlU hjá
Heill
mais
ágætt hænsnafóður
nýkomið í
EDINBORG.
E
Niðursoðið
kjöf
B
°g OSTAR '
EDINBNRG.
D
„Corn-
flour“
I
O
í pökkum
ágæt sjúklingafæða í
Edinborg
RgI
N
Skipskex
tekex og
Caffebrauð af mörg'
um teg. í
Edinborg.
Súpujurtir,
östar«fylsur
í verzlun
Sig. Sigurðssonar.
Oíío M^nsted8
danska smjörliki
er bezt.
S. Jóhannesst/ni
Akureyri.
Qott saltað
sauðakjöt,
rullupylsur
tólg °s
saltfiskur
fæst í verzlun
Sn. Jónssonar.
Ennfremur fæst oftast nýr fiskuf.
Ljáaklöppur
áreiðanlega Iangbeztar í verzlun
Sig. Sigurðssonar.
Trjáviður
af ýmsum tegundum og
girðingarstólpar
nýkomið í
Höepfners verzlun.
Mitt innilegasta hjartans þakk-
læti votta eg öllum þeim, sem
með nærveru sinni, við jarðar-
för minnar ástkæru eiginkonu
Nönnu Arngrímsdóttur, heiðruðu minn-
ingu hennar, prýddu kistuna, og sýndu
mér á einhvern hátt hluttekningu sína,
í hinni þungu sorg minni.
Dalvík 6/6 ’o8. Tryggvi Kristinsson.
Stríðið
gegn sóttum og sjúkdómi eyði-
leggur oft velgengni margra heim-
kynna, af pví réttu meðulin eru ekki
við höfð. Meðal sem yfirunnið hefir
þúsundir sjúkdóma og þjáninga er
hinn verðlaunaði og af læknum ráð-
Iagði Chlna Livs Eliksir frá
Waldemar Petersen, Frederikshavn,
Köbenhavn.
8 ára veiklun.
.^Aílir vifa^_
að hvergi fást eins góð
kaup og í
VEFN/tÐARVÖRUVFRZLUN
Sudmanns Cfterfl. á Jtkureyri
því þar er ætíð
stærst úrval lcegst verð.
Kenslustörfin
sem fyrsti og annar kennari við barnaskóla Búðahrepps í Fáskrúðsfirði eru
laus. Kenslutími frá 1. október til 30 apríl. Laun fyrsta kennara eru 600
krónur, annars kennara 400 krónur og sjái þeir sér sjálfir fyrir fæði, hús-
næði ljósi og hita.
Skrifleg umsókn ásamt prófvottorði og meðmælum sendist skólanefnd Búða-
hrepps fyrir 15. ágúst n. k.
Prentsmiðja Odds Björnssouar.
í hérumbil 8 dr þjáðist eg af mjög
mikilli veiklun i öllum llkamanum, sam-
fara magaþrautum, uppköstum, lélegri
meltingu og svefnleysi. Við að neyta
China Livs Eliksírs frá Waldemar Pet-
ersen, fekk eg fljótt bata, svo að nú
er eg orðinn albata og er það sann-
fœring mín að með bitter þessum geti
eg ful/komlega haldið heilsu minni við
N- P- Christenseij.
Vogn pr. Tolne.
10 ára jómfrúgula.
Eg hefi i 10 ár þjáðst af jómfrú-
gulu og samkvœmt ráði læknis míns
reyndi eg China Livs Eliksir Walde-
mars Petersen og hefir hann nú lækn-
að mig að fullu.
Sofie Guldmand,
Randers.
Merkið á China Livs Eliksir Walde-
mars Petersen er Kínverji með glas
í hendinni á einkunnarmiðanum og
enn fremur nafn verksmiðjueigand-
ans Waldemars Petersen Frederiks-
havn, Köbenhavn og stafirnir
á flöskustútnum.1