Norðurland - 14.08.1915, Side 1
NORÐURLAN D.
30. blað.
Akureyri 14. ágúst 1915.
XV. ár.
Þorgils Gjallandi.
Af hörpu íslands enn er skorinn strengur,
sem átti kraft að „giállaa hœrra og lengur.
Tónninn hans umdi altaf hreinn og djúpur
með andans dýru lisi i hljömnum þeim;
hver ómur lagðist likt og sólskins hjúpur
um lif þess manns, sem unni snjöllum hreim.
Svo bresta þessir — eins og allra hinna,
sem aldrei gátu’ úr heimi hjartna sinna
eitt orð, einn tón á auðnir lifsins borið,
sem yl og Ijóma bæru þreyttum hug,
sem aðrir máttu gefa von og vorið,
og vængjastyrk að þreyta lífsins flug.
Til hvers er heimi gefin skáldsins göfgi:
glgjunnar hvassi og bliði söngvahöfgi?
Til þess að vekja og slá á hjartastrengi,
stefnurnar marka og benda á hærri mið.
Pví mega ei þessir lifa og starfa lengi,
langdegi heimsins fylla djúpum klið?
Slá þeir á bak við dökka lieljar húmið
höfgara streng, svo endurkveði rúmið?
Ljóða þeir þaðan angurmœddri œfi
eilifðarsöng i gegn um dulin skyn?
Senda þeir hingað hljóm af himinsævi,
sem hittir brjóstsins djúp á grátnum vin ?
Tap er það samt að sjá þá héðan hniga:
sízt má hún Jörð vor missa þá, sem stíga
upp yjir múgsins myrku leið, og fœra
mannlífi gull úr andans tigna sjóð,
þá, sem „við fossa“ hörpustrengi hrœra,
hlýtt yfir láðið sýngja óort ijóð.
Svo gerði Porgils. Pann skal Frón vort muna
þó að það höggvist eggjum Jrera og bruna.
Fljá þeim, sem báru ijós á landsins vegi
letrast skal nafn hans dýrri þakkar-rún,
hjá þeim, sem djarft á dimmum œfilegi
dröfnina klufu möti sólar-brún.
Jón Björnsson.
í SM&r ÍAitóí
Gríðar mikið úrval af
karlmanna- og unglingafatnaði
er nýkomið og selst mjög ódýrt.
Bi a uns vei zlun.
Bald. Ryel.
Fv :
5 Wm H mk wm ww
Frá blóðvellinum
F’ar hafa orðið þau tíðindi að Rússa-
her hefir hörfað undan á allri herlín-
unni frá Eystrasalti suður að Rúmen-
íu. Þjóðverjar hafa tekið Windau við
Eystrasalt og sitja um Riga, eru þó
enn á vestari bökkum Dwinafljótsins
en borgin Riga stendur rétt austan
við fljótsósinn. Skömmu eftir að Þjóð-
verjar voru seztir í Windau kom upp
eldur á ýmsum stöðum í borginni og
brann hún til ösku en Rússar höfðu
flutt alt fémætt og öll matvæli burtu
þaðan áður en þeir yfirgáfu hana.
í Póllandi hafa verið harðar orustur
er lyktuðu Pjóðverjum í vil svo þeir
tóku höfuðborgina Warsjá, en síðustu
símskeyti til Reykjavíkurblaðanna segja,
að Rússar séu farnir að skjóta á War-
og geri harðsnúnar tilraunir til þess
að taka hana aftur, en Pjóðverjar séu
kornnir yfir Austur-Weichsel hafi um
hringt síðasta vígi Rússa við Weichsel-
f|jótið svo Rússar eigi óhæga aðstöðu
h* sóknar á borgina. Pá eru og Pjóð-
verjar taldir í þann veginn að taka
Kovno borg í Vestur-Rússlandi með
nálægt 75 þús. íbúa, vel víggirta. Rúss-
ar hörfa undan í fullri reglu og fara
sér að engu óðslega og brenna og
svíða land sitt sem þeir yfirgefa svo
að þar er engrar bjargar að vænta
fyrir her Pjóðverja og Austurríkismanna
er rekur á eftir. —
Italir hafa aftur unnið mikinn sigur
skamt frá Görz en nokkuð lengra inn
í landi.
Eins og kunnugt er, hata nokkrir
íslendingar írá Kanada gengið í her
Englendinga. Á meðal þeirra er skot-
kappinn frægi, Jóh. Austmann, sem
hefir verið tekinn höndum af Þjóðverj-
um. Annar er Kolskeggur Þorsteins-
son, frá Winnipeg, sem þetta bréí
ritar í Hkr.
Nettley Hospital. Englandi,
29. apríl 1915-
Elsku mamma!
Nú loksins ætla eg að láta þig vita,
hvers vegna eg er staddur hér á
Englandi, en ekki í skotgröfunum að
berjast, eins og hver annar verðugur
brezkur þegn.
Sfðastliðna þrjá mánuði höfum við
verið í yrringum við þá þýzku hér
og hvar á Frakklandi og Belgíu. Fyr-
ir 2 vikum gerðum við áhlaup á
»Hill 6o< nálægt Ypres, og tókum
aftur fallbyssurnar og hæðina sjálfa,
sem var nokkurs virði; auðvitað mik-
ið mannfall f svo hörðum slag; en
samt unnum við og það var mest
um vert.
í þessum slag særðist eg á þann
hátt, að sprengikúla sprakk svo sem
3 fet fyrir framan mig; en á milli
mín og kúlnanna var hlaðinn veggur
af pokum, fyltum með mold; alt fór
það f háaloft og smábitar af kúlunni
í gegn og í mig, og mikið af þessu
skrani féll ofan á mig, svo þegar eg
náðist, mun eg hafa verið óásjálegur.
Eg fékk brot úr kúlunni gegnum eyr-
að og ofan á hálsinn, og svo nokkur
sár og marbletti. Eg var fluttur á
Nettley Hospital á Englandi og skor-
inn upp og bitinn tekinn úr hálsinum,
og sendi eg þér hann ásamt 4 spil-
um, sem fundust f fataleifunum utan
af mér; þau sýna þér að brotin voru
mér nærgöngul. Byssan mfn var hjá
mér; hún var eyðilögð.
Sjálfum líður mér ágætlega; hefi
haft góða hjúkrun og góðan bata og
vona að komast á fætur eftir v>ku
hér frá. Svo fæ eg svo sem viku frf-
tíma; og þar á eftir held eg til Frakk-
lands aftur.
Þú heldur kanske, mamma, að mig
langi heim. Nei! Strax og eg gat
farið að stíga á fætur, var hugurinn
allur hjá barnamorðingjunum þýzku.
Þeir þurfa að fækka, og vil eg eiga
þátt f.
Eg skal skrifa aftur áður en eg fer.
Verið þið blessuð ng sæl!
Þinn elskandi sónur.
Kolskeggur Porsteinsson.
..QoBafoss"
komst heilu og höldnu með farm
sinn, ull og hesta, - til Kaupmanna-
hafnar á áætluðum tfma, eða þó öllu
fyr. Var enginn farartálmi á vegi hans
og fylgir lánið Júlfusi skipstjóra að
vanda.
Fyrlrlestra um yuðspeki
hefir ungfrú Eva Blytt frá Kristjan-
fu haldið hér f leikhúsinu undanfarin
kvöld, fjóra als. Ungfrú Blytt kom
hingað á »Flóru« um daginn, og bjó
hjá Axel Schiöth brauðgerðarmeistara
og frú hans, meðan hún dvaldi hér,
en fyrirlestrana hélt hún að undir-
lagi guðsspekistúku þeirrar sem er
hér í bænum, og var öllum boðinn
aðgangur ókeypis. Ungirúin kvað
hafa starfað mikið f þágu guðspekis
hreyfingarinnar f föðurlandi sínu og
er að sögn vel máli farin. Héðan fór
hún á »Gullfossi« til Reykjavíkur og
mun einnig ætla að »stfga f stólinn«
þar, þvf þar hefir guðspekisstúka einn-
ig starfað um nokkur undanfarin
ár.
Vefnaðarvöruverzlun
Gudmanns Ef te rfl.
Stærst úrval. Lægst verð.
Saumastofa Gudm. Efterfl.
saumar allan klæðnað handa körlum
og konum eftir nýjustu tízku.
,T—U—X—H—A—M*
h r á 01 f u v é 1
er áreiðanlega bezt og lang ódýrust
til notkunar og að verði sbr. ritgerð
í fiskifélagsblaðinu »Ægir« 5 tölubl.
þ. á. blaðsfðu 60—61 sem ennfremur
var prentuð í 26 tölubl. »Norðurlands«.
Umboðsmaður fyrir Rorðurland
J. V. Havsteerj
sem gefur allar nánari upplýsingar og
tekur við pöntunum.
Eimskip norskt
strandaði á Siglufirði um fyrri
helgi og fór ræðismaður Norðmanna
O. C. Thorarersen þangað vestur í
vikunni, til rannsókna um strandið,
og kom heim aftur í gær. Eigandi
skipsins var sjálfur á því er það
strandaði. Hann fékk svo með aðstoð
ræðismannsins björgunarskipið »Geir«
til þess að reyna að ná skipinu á flot
aftur, og hepnaðist það að lokum svo
vel að talið er að hægt verði að gera
það sjófært aftur,
Rösklr ferðamenn.
Péturjónsson alþingismaður fráGaut-
löndum og Oddur Björnsson prent-
smiðjueigandi frá Akureyri komu hing-
að til bæjarins (Reykjavfkur) f gær
(10 Júlf). Gengu þeir af Goðafossi á
Borðeyri, fóru landveg þaðan að Saur-
bæ á Hvalfjarðarströnd á 21 klukku-
stund en þangað voru þeir sóttir á
motoibát og fluttir hingað. Als voru
þeir 24 klukkustundir frá Borðeyri til
Reykjavíkur — og mun það vera fljót-
asta ferð sem farin hefir verið milli
þeirra staða. (Morgunbl,)
Brúin á Eyiafjarðará
kemst víst varla á fyrst um sinn.
Utlit fyrir að fjárlaganefnd Neðri
deildar verði ófáanleg til þess að
taka hana á frumvarp sitt og þá munu
litlar líkur til að fylgi fáist fyrir fjár-
veitingu til hennar f deildinni að
þessu sinni. Er það úr hófi slæleg
framganga af þingmönnunum fyrir
Norður- og Austurland, ef svo fer
enn á þessu þingi, að brúargerðin
verði að bíða um óákveðinn tfma.