Óðinn - 01.01.1907, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.01.1907, Blaðsíða 3
ÓÐINN. 75 Sem tindrandi snœljós liann fram hjá oss fer, þig furðar, Iwe stúrinn á svipinn hann er á vegnm liins fríðasta frama. Menn teygja fram háls til að sjá hann í svip, það svalar, að líta jafn-sjaldgœfan grip! En annars þeim um hann er sama. Á barminum glitrar lians gullstjörnu safn; það gleður alt tandið, hans víðfrœga nafn. Menn heiðra’ hann með hátt dregnum fána. Frá bakkanum kveða við ktöpp og sköll. — Pað kvöldar — og skrautljósin spegla sig öll sem ofin í gagnsœja gljána. Hve feig voru blóm þín, hve bráðfleygt þitt vor! Pá batstu á þig teggi. Hvort manstu þau spor? Pá var ei til vegsemdar þotið. Nú liggur og fúnar það leikfanga-safn. — Með list þinni hefurðu konunglegt nafn og — iskuldans Helvíti hlotið. Hinn ískaldi Ijómi þig umhverfis skín, hinn ískaldi hlátur í svellinu hvín, og kaldhamr er klappað á ströndum. Pín blóm eru kuldahrím, kóngsríkið ís. — Nú Iclappa þœr hendurnar lof þitt og prís, sem lengst hafa ýtt þjer frá löndum. Pvi lífið er glur og ástríkis gnægð, sem aldrei fœr nœring af klappi og frægð, nje varma frá vcrðlanna-haugum. — A ströndinni kuldaleg kvenbros þú sjer. En lcaldari skeyti þó send eru þjer úr haturs- og öfundar-augum. Nú brakar i ísnum, er skautinn hann sker. Pað skyggir í vökina framundan þjer. En vertu ekki dapur nje deigur. Að kveðja jafn-gœfusnautt glit mun þjer Ijctt. Sem geisli þú flögrar hinn siðasta sprett. — Pví ekki mun orðstir þinn feigur. Gf. M. Ný sháldsaga eftir Jón Trausta er riú bráð- um væntanleg og er byrjað á prentun hennar. Þessi nýja saga heitir »Leysing«. — Eldri saga höfundarins, »Halla«, sem út kom í fyrra, er þegar orðin mjög vinsæl bók, en ekki mun mönnum þykja minnatil þessarar nýju sögu koma. Blýants-inyndir. Vormorg-iin. Vorsól leikur í laufi smá feluleik við fiðrildin grá, og pröstar peytir lúður í lundi; en krummi situr á svörtum kjól svo sunnudagsfrómur á klettastól, nývaknaður af vœrum blundi. Biðrildin preytast á pessum leik, pau purfa að hvíla sig litil og veik; en sólin hlœr yfir hlíð og runna; — hún fljetlar gullhár á gljúfrafoss og gyllir vötnin og prýstir koss á púsund smáblóma pyrsta munna. Kvöld á fjöllum. Á fjöllum friður, á fjöllum ró, og fuglakliður í heiðarmó og lœkjaniður, — i leit að sjó peir líða i hjalandi dvala, og finna fjörðinn pó. Og blóm í lant og ling í mó við lœkjalaut nú sofna’ í ró, og geislaskraut um tind og tó með lignarbtæ kvöldsólin breiðir og hnígur hœgt í sjó. Sólarlag. Nú bálar laufið i lundi sem lýsigull, silfur og glóð, og liafbrúnin logar og leiftrar sem Ijóskvikt, skjálfandi blóð. Kvöldbláu fjöllin i fjarska, með fannkápu úr eldrauðum snjó, pau sveipast nú húmi og hverfa i himinsins bládjúpa sjó. Litfögur kvöldskýin liða sem logandi skip til og frá; pau sigla mcð gulljaðra-seglum og sökkva í náttbláan sjá.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.