Óðinn - 01.01.1907, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.01.1907, Blaðsíða 8
80 ÓÐINN Brúin á Jökulsá í Axarfirði, hjá Ferjubakka, vígö af landritara 19. sept. 1905. Brúin cr hengibrú, 110 álnir á lengd jnilli stöpla, en auk aðalbrúarinnar eru tvær aukabrýr yfir á akkerisstöplana, eu þeir cru 11 álnir á hæð, liver um sig. Brúin kostaði 55 þús. kr. Fyrir verkinu stóð Sig. Thoroddsen verkfræðingur. paðan á Egilssel í Fellum og voru þar 2 ár. Pessi 3 ár var Eiríkur heit. hreppstj. Fellahrepps. Árið 1878 flutti Eiríkur heit. búferlum að Bót í Hróarstungu og bjó par sem leiguliði par til árið 1883 að hann festi kaup á jörðinni. Eftir pað lagði hann mjög mikla stund á að bæta jörðina og var jafnan hæstur með dagsverka- tölu í »Búnaðarfjelagi Tunguhrepps«. Bæjarhús var hann búinn að byggja upp og ílest úthýsi, og hcyhlöð- ur fyrir um 600 hesta af heyi auk umbóta á eldri hlöðum. Túnið liygg jeg gefi at sjcr helmingi meiri töðu nú en pegar Eiríkur heit. tók við. Áburðar- hús var hann ný- búinn að reisa, og eru pau ekki mörg hjer um slóðir. Eiríkur heit. var yflr liöfuð mjög fljótur að taka upp allar nýjar umbæt- ur i búnaði, sem hann hjelt að til framfara væru. Fyrst pegar Ei- ríkur heit. byrjaði búskap voru efni lítil, en samt mun hann hafa fengið eitthvað með konu sinni og eftir foreldra sína. En efnin jukust furðu fljótt, sem hefureflaust stafað af pví, að vel var á haldið, bæði af Eiríki og konu hans, pví að eflaust græddi hann ekki af eigin ramleik eingöngu, heldur með tilhjálp reglusamrar konu, enda var hjóna- band þeirra hið besta. Eiríkur heit. var ekki settur til menta i æsku, enda fann hann oft til pess, sem má sjá á pví, að hann ljet sjer mjög umliugað að menta börn sín. Hann hafði traust samtíðarmanna sinna, sem sjá má af því, að hann var kjörinn til ýmsra opinberra starfa. í hreppsnefnd Tunguhrepps sat hann í 20 ár. í stjórnarnefnd Eiðaskólans í 17 ár, og var for- maður nefndarinnar síðustu árin. Hreppstjóri Tungu- hrepps var hann skipuður árið 1900 og var pað par til liann dó, 25. jan. 1905. Um lundarfar Eiríks heit. er það að segja, að liann var mjög glaðlyndur, í meðallagi greindur, en var æfinlega glaður hvernig sem hitt var á hann. Hann hafði mjög gaman af gestum, og vildi skemta þeim sem best. Hann var einhver sá hreinskiftnasti maðurj sem jeg hefl pekt. Hann vildi ekki hafa einn eyri illa feng- inn, enda vildi hann að öll loforð annara stæðu sem stafur á bók, eins og hans loforð. Petta hafði það í för með sjer, að hann var oft kjörinn til að hafa ýmsar fjárgreiðslur á hendi svo sem fjárhald ómyndugra o. fl. Elsta dóttir Eiríks heit. er gift Birni Hallssyni bónda á Rangá i Tungu. Óðinn. I3eir scm sent liafa blaðinu myndir, kvæði, eða annað til prentunar, eru beðnir að taka sjer það ekki nærri, þó dráttur verði stundum á því, að þetta komi í blaðinu. Öllum hlýtur að vera það ljóst, að jafnlítíð blað og »Óðinn« er getur eigi flutt alt, sem því berst, jafnóð- um. En rnjög kært er »Óðni« að fá sem ílestar mynd- ir merkra manna úti um land, og að menn sendi þær af sjáltsdáð- um, án þess að um þær sje beð- ið. Enn gera menn of lítið af því. Og margt afþeim myndum, sem um hefur verið beðið, hafa enn eigi fengist. ______________________________Þetta er aftur or- sök þess, áð aðr- ar myndir, sem fyrir löngu er sendar blaðinu, liafa geymst hjá því, með því að þær liafa átt að verða samferða myndum, sem enn eru eigi fengnar. Svo er t. d. um bændamyndirnar tvær, sem nú eru í þessu tölubl., að þær liafa lengi beðið eftir því, að náð yrði í myndir af tleiri bændum Fljótsdals- hjeraðs, sem þeim áttu að fylgja, en enn hefur eigi náðst til. Tvö kvæði. Vormorgun. Ský rofna, Ijettist liind, litlcast nú haginn. Vorsólin gyllir grund guðslangan daginn. Blikandi brosir rós, braulir sjer riður silfurtœrt sótarljós, söngfugla kliður; leikur í laufi blœr, iognaldan steina pvær. Ó, hvað pú ert mjer kœr, árdegis friður. Sólaruppkoma. Bláhvcls á brautum bjarmar fyrir Ijúfri sól, liljur í lautum lifna’ og rós á hól; fagrar fjólur vaka, fríð ersótey, bljúg og hljóð; frjálsir fuglar kvaka fjörug morgunljóð. Sumar, sumar bjarta, sendu skœra geislan pinn hverju hreldu hjarta, hrek burt veturinn. Gunnar Gunnarsson. Prentsmiðjan Gutenberg

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.