Óðinn - 01.01.1907, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.01.1907, Blaðsíða 5
ÓÐÍNN. 77 Guttormur Vigfússon prestur er fæddur í Hvammi á Völlum 23. apríl 1845. Foreldrar: Vigfús prestur Guttormsson prests að Vallanesi og prófasts í Suður- múlaprófasts- dæmi.Pálssonar, prests að Val- þjófsstað, Magn- ússonar lög- rjettumanns á Brennistöðum, — og Björg Stefáns- dóttir, prests að Valþjófsstað og prófasts í Norð- ur m ú 1 a p r ó fa st s - dæmi, Árnason- ar, prests að Kirkjubæ, Þor- steinssonar. — Síra Guttormur er einn eftirlifandi af 7 sonum þeirra; af hinum 6 dóu 5 í æsku, en einn náði fullorðinsaldri: Páll cand. phil. bóndi á Hallormsstað, fyrstur ritstjóri blaðsins »Austra«, dáinn 1884. Þeir síra Guttormur og Björgvin sýslumaður Skaftfcllinga eru hálfbræður, samfeðra, og er Björgvin sonur seinni konu síra Vigfúsar, Guðríðar Jónsdóttur bónda á Gilsá í Breiðdal. Síra Guttormur ólst upp hjá foreldrum sínum, til þess er hann var 17 ára, fyrst í Vallanesi og á Valþjófsstað, þar sem faðir hans var aðstoðar- prestur, og síðan á Ási í Fellum, sem faðir hans lial'ði fengið veitingu fyrir og þjónaði til 1873, en þá sigldi hann til Kaup- mannahafnar vegna krabbameins og andaðist þar vorið 1874. Móðir sira Guttorms dó 1861 á jólum. Sumarið 1862 sendi faðir hans hann suður að Móum á Kjalarnesi lil bróður síns, síra Jóns Guttormssonar, síðar prófasts í Hjarðarholti, sem bjó hann undir skóla veturinn 1862—1863. Um vorið gekk hann undir inntökupróf 1. bekkjar, 18 ára gamall. Haustið 1869 útskrifaðist hann úr latínuskólan- um með 2. einkunn; gekk 2 næstu vetur á presta- skólann og útskrifaðist þaðan sumarið 1871 með 1. einkunn. Veturinn 1871—1872 hjelt hann kyrru fyrir í Reykjavík og vann fyrir sjer með því að segja til unglingum og undirbúa nokkra pilta und- ir 1. bekkjar próf. Sumarið 1872 tók liann prestsvígslu til Rípur í Hegranesi og flutti þangað. Því brauði jijónaði hann árin 1872—1874 ásamt Skagabrauðinu, Hvammi og Ketu, sem var prestslaust eftir lausa- sögn síra Ólafs stúdents. Næstu tvö ár var hann aðstoðarprestur í Saurbæ í Eyjafirði lijá síra Jóni Austmann tengdaföður sínum. Vorið 1876 llutti hann frá Saurbæ að Svalbarði í Þistilfirði, sem liann hafði fcngið veitingu fyrir. Þar þjónaði hann í 12 ár, til þess er hann fjekk Stöð í Svöðv- arflrði og flutti þangað, 1888; þar liefur hann nú verið í 19 ár; en alls gengt prestsembætti nær 35 ár. Síra Guttormur er tvíkvæntur. — Fyrri kona hans var Anna Málfríður dóttir síra Jóns Aust- manns, sem fyr er nefndur. Hana misti hann eftir 2ja ára hjónasambúð haustið 1874, 4. des. Þau eignuðust 2 dætur; lifir önnur þeirra, Helga Austmann, nú kona Hallgríms J. Austmanns á Akureyri. Seinni kona síra Guttorms er Friðrika Þórhildur Sigurðardóttir áður bónda á Harðbak á Melrakkasljettu, Steinssonar, bónda á Harðbak, Hákonarsonar bónda á Grjótnesi. Þórunn kona Hákonar, en móðir Steins, var dóttir hjónanna síra Stefáns Lárussonar Schevings prests á Presthólum og prófasts í Norðurþingeyjarprófastsdæmi, Þor- leifssonar prófasts Skaftasonar. Seinni konu sinni kvæntist síra Guttormur 24. ágúst 1877 og hefur nú lijónaband þeirra staðið nær 30 ár. Af 9 börnum þeirra eru 7 á lííi. Hin 3 elstu þeirra: Vigfús, Guðríður og Guðlög, eru gift. Vigfús er kvæntur Ingigerði Konráðsdóttur, dótturdóttur Hjáhnars sál. á Brekku i Mjóafirði, og býr liann á staðnum móts við föður sinn. Guðríður er gift Þorsteini Mýrmann kaup- manni á Stöðvarfirði, og Guðlög er gift Þorsteini

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.