Óðinn - 01.01.1907, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.01.1907, Blaðsíða 6
78 ÓÐINN. syni Kristjáns óðalsbónda á Löndum. Hin börn þeirra eru: Sigríður 19 ára, Páll 17 ára, Sigur- björn 13 ára og Benedikl 7 ára, öll í föðurgarði. Hin síðustu ár sira Guttorms á Svalbarði var hann fyrst settur, síðan skipaður prófastur í Norðurþingeyjarprófastsdæmi, frá 1883—1888. Prestssetur sín, Svalbarð og Stöð, sem bæði voru komin að hruni þegar hann tók við, hefur hann bygt upp, og fylgir lijer ljósmynd af hinu síðara, tekin sumarið 1905. Samfara prestsstörfum befur hann fengist talsvert við unglingakenslu, og þar á meðal að undirbúa pilta undir latínuskólann, einkum í latínu og latneskum stíl. Hann er latínumaður svo milc- ill, að fáir munu þeir hjer á landi nú orðið, er standa honum á sporði í þeirri fræðigrein. Svo Ijett er honum um latínuna, að hann ritar á henni, að gamni sínu, löng brjef og talar hana fullum fetum, ef við nokkurn væri að tala, sem skildi. Hann er liinn skemtilegasti kennari og mun öllum, sem notið hafa tilsagnar hjá honum, vera vel við hann. Skáldmæltur er hann, þótt eigi fari hann liátt með það, og eru á öðrum stað hjer í blað- inu þrjú kvæði eftir hann, sem »Oðinn« hefur fengið leyfi til að birta, öll þýdd. Einnig hefur blaðið fengið hjá honum lista yfir þá menn sem hann liefur búið undir latínuskólanám, og eru þeir þessir: Helgi Guðmundsson læknir á Siglufirði; Jón Jensson yfirdómari; Bjarni Jensson læknir í Skaftafellssýslu; Geir T. Zoéga yfirkennari; Finnur Jónsson prófessor; Pórður Thoroddsen bankagjald- keri; Jóhannes Olafsson áður sýslumaður Skag- firðinga (dáinn); Halldór Egilsson bókbindara (dá- inn); Halldór Jónsson bankagjaldkeri; Jóhannes Sigfússon kennari við mentaskólann; Hannes L. Þorsteinsson áður Fjallaprestur (dáinn); síra Árni Jóhannesson Höfðhverfingaprestur; Jón Sigurðsson frá Möðrudal (dáinn); Einar Benediktsson sýslu- maður; síra Jón Guðmundsson Norðfirðingaprestur; Björgvin Vigfússon sýslumaður; Valdemar Jakob- sen (dáinn); Þorsteinn Gíslason ritstjóri; Haraldur Þórarinsson prestaskólastúdent; Stefán Björnsson ritstjóri »Lögbergs« í Winnipeg; Magnús Gíslason, nú á mentaskólanum. Ýmsa íleiri hefur hann búið undir skólanám, sem eigi hefur orðið af að færu í skóla. Þrjú kvæði pýdd af síra Guttormi Vigfússyni. 1. (tulltoppnr. Fyr en, Gulltoppiir, fer pitt skraut, felur mig förð við móðurskaut. Fyr en hrynja pin höfnðtröf, mig hylur gröf. Jeg seinast lít pig, er segi’ eg hátt: Setjið pið Ijórann upp á gált! Til pín hverfur mín sál, fra sút, er svífur út. Tvo kossa færðu, Toppur minn; laktu hinn fyrri — hann er pinn. Gef annan mínum rósarunn; hans rœkt er kunn. Honum skaltu mjer heilsa frá, — hann jeg blómgaðan mun ei sjá og bið, að prýði hans blómin hrein minn bautastein. Rós pá mœrn’, er pú mynnist við, að minum barmí jeg leggja bið, og — besti Gulltoppur — blíðri rós ver brúðarljós! 2. lTinsessan. Gylfa sat dóttir í dyngjunni hátt, en drengur bljes lúður á gólfinu kátt: »Æ, hvað ertu’ að blása, ó hœtt' pessum klið, pú huganum varnar að ftjúga um svið nú, pá sólin sesta. Gylfa sat dóttir i dyngjunni hátt; drengur pá sleppa vann lúðrinum brátt: »Hví pegirðu, smásveinn ? 0, vertu nú við! og vek pú minn huga, svo fijúgi’ hann um svið nú, pá sólin sest. Gylfa sat dóttir í dyngnnni hátt, drengur í hönd sjer tók lúðurinn brált. — Pá grjet hún í húminu og hástunum lwað: »Æ, hvað er pað, drottinn, sem gengur mjer að Nú hvarf sól í sœ“. 3. Einvirkinn. Pá veturinn endar og vorsólin skín og vaknar í flóanum nálin, jeg einvirkinn gríp pá öll áhöldin mín, rjett eins og í leiðslu, pví nauðsyn er brýn — gríp skerann minn, skófluna’ og pálinn. Jeg ber og jeg jafna pá bugðóttu egg og brýni hin ryðguðu stálin;

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.