Óðinn - 01.07.1908, Blaðsíða 4

Óðinn - 01.07.1908, Blaðsíða 4
28 Ó Ð I N N Skafti Jósefsson ritstjóri. Fyrir skömmu voru hjer í lilaðinu myndir af fjórum elstu blaðastjórum landsins. En eftir Björn Jónsson »Norðanfara«-ritstjóra er það Skafti Jó- sefsson sem lengst hefur haldið uppi blaðamensku fyrir norðan og austan. Björn Skafti Jósefsson var fæddur á Hnausum í Húnavatnssýslu 17. júní 1839, sonur Jósefs hjer- aðslæknis Skaftasonar og Önnu Margrjetar Björns- dóttur Ólsens umboðs- manns á Þingeyrum, og er sú ætt komin fi'á hinum fornu Mýramönn- um. Skafti ólst upp hjá foreldrum sínum og fór 16 ára gamall í lat- ínuskólann og útskrif- aðist þaðan 1861. I3á fór hann til háskólans og las þar lögfræði nokk- ur ár, en tók aldrei próf. Síðasta ár sitt í Khöfn stundaði liann búfræðisnám hjá pró- fessor Segelcke. í Höfn kvæntist hann Sigríði Þorsteinsdóttur prests Pálssonar á Hálsi og var brúðkaup þeirra haldið á heimili Jóns Sigurðssonar. 1872 fluttust þau heim til íslands og varð Skafti þá verslunarmað- ur á Grafarósi. 1874 var hann um tíma sett- ur sýslumaður í Þingeyjarsýslu, en fluttist vorið eftir til Akureyrar og fór að gefa þar útblað, sem »Norðlingur« hjet, og kom það út í nokkur ár. Einnig fjekst Skafti þá, og jafnan síðan, við mála- færslustörf og skuldainnheimtur. 1891 stofnaði Otto Wathne blaðið »Austra« á Seyðisfirði og rjeð Skafta fyrir ritstjóra. Fór hann þá þangað austur og dvaldi þar síðan til dauða- dags. En ekki gaf Wathne blaðið út nema fyrsta árið, og tók Skafti þá við þvi. »Austri« náði SKAFTI JOSEFSSON. mikilli útbreiðslu um Austurland og Norðurland, og mun hagur Skafta aldrei hafa staðið eins vel og fyrstu ritstjórnarár hans á Seyðisfirði, því á Akureyri hafði hann jafnan átt við erfið kjör að að búa. Hann var að ýmsu leyti duglegur hlaða- maður. Ritsnillingur var hann reyndar enginn og frnmlegar hugsanir lagði hann til fárra mála. En liann hafði lag á því, að gera blað sitt útgengi- legt, og hjelt allaf útbreiðslu þess vel uppi, svo að það hafði jafnan áhrif, er hann beitli því fyrir eitthvert mál. Á Hafnarárum Skafta fóru margar sögur af afli hans og var hann þar talinn allra manna sterkastur. Hann var stór maður vexti og vel vaxinn, þreklegur og fríður sýnum, og hjelt sjer vel til dauðadags. Glaðlyndur var hann og Ijettlyndur og skemtinn í viðtali, laus við heift- rækni, þó hann ætti stundum í skærum við ýmsa og í blaðadeilum, enda var honum miklu tamara að lofa menn en lasta, og í blaði sínu blóð hann oft slíku of- loíi á menn, að leita verður í líkræður til að finna annað eins. Geta má þess, að Skafti stofnaði bókasafn Austurlands, 1892, og út- vegaði því miklar bóka- gjafir áferðalagi erlendis. Hann andaðist á Seyðisfirði 16. mars 1905. Blaði bans þar hefur síðan haldið áfram Þor- steinn sonur hans, og er liann jafnframt póstaf- greiðslumaður á Seyðisfirði og býr með rnóður sinni. Önnur börn þeirra Skafta eru Ingibjörg, er áður gaf út kvennablað þar eystra um tíma, og Halldór símritari á Seyðisfirði. Síra Matth. Jochumsson hefur ort falleg eftir- inæli eftir Skafta (Ljóðm. V. b.), en þeir voru skólabræður og vinir frá þeim árum.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.