Óðinn - 01.07.1908, Side 5

Óðinn - 01.07.1908, Side 5
1 ÓÐINN 29 Til ólympisku leikanna í Lundúnum í sumar fóru hjeðan 7 ungir menn: Guðmundur Sigurjónsson, Hallgrímur Benediktsson og Sigurjón Pjetursson, allir versl- unarmenn frá Reykjavík, Jóhannes Jósefsson og Jón Pálsson, báðir frá Akureyri, Pjetur Sig- fússon frá Halldórsstöðum í Þingeyjarsýslu og Páll Guttormsson frá Seyðisfirði.sonur Guttorms alþm. Vigfússonar. Ætlunarverk þeirra var að sýna íslenska glimu og höfðu þeir glímt tvisvar í Lundún- um, er frá þeim frjettist síðast, og ætluðu að sýna glímuna síðar víðar í Englandi. Jóhannes Jósefsson tók þátt í hinum grískrómversku glímum á leikunum og var einn af fjórum mönnum, er glíma skyldi þar lokaglímuna fyrir verðlaunum. En nýkomið skeyti segir, að hann hafi orðið að ganga þar úr leik, ekki verið sigraður, en ekki heldur fengið verðlaun. Jóhannes var foringi þessarar Lundúna- farar, en dr. Helgi Pjeturss, sem staddur var um þetta leyti í Lundúnum, leiðbeindi glímumönnunum þar fyrstu dagana. Myndin, sem lijer fylgir af Jóhannesi, er tekin fyrir tveimur árum. í skóginum. I. ljj>i>i í Snðurmörk. Loggeislar líðandi sólar leiftruðu á hverri björk, und eikinni ein við sátum þann aítan í Suðurmörk. Kveldmóða. Hvelfdur himinn, og kvakað greinum frá. Hið andvaka heimsborgarhjarta heyrðist úr fjarlægð slá. Við horfðum hrifln og þögul, þú hallaðist mjer að barm og vafðir mjer hlýtt að hálsi þeim hvita, fagra arm. Pað var sem við værum í austri tvö viðkvæm lótusblóm, er sæu sólguðinn hverfa með söng og gígjuhljóm. JÓHANNES JÓSEFSSON. Pó heimsins hjarta ólg'i, það heyra’ ei in hvítu blóm, því sál þeirra líður í leiðslu að Ijóssins helgidóm. Um all það, sem okkur dreymdi, veit að^eins hin þögula björk. Jeg gleymi aldrei þeim aftni þar uþþi’ í Suðurmörk. II. Björkin. I fjarlægð við hyldýpisliafið jeg hugsa’ um þá tignu björk; yfir eikum og álmi hún gnæfir þar uppi’ í Suðurmörk. t skærri drotningar-skikkju, skrúðlaufguð, tigin og hrein, umkringd af blaðfögrum beiki- höðmum — og þó svo ein. Hví verð jeg harmblíðuliljóður, er hugsa’ eg um þessa björk ?

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.