Óðinn - 01.03.1910, Page 1
ÓÐINN
12. BLAU
MARS lllio.
V. ÁR
Björn Ölafsson
augnlæknir.
Hann andaðist hjer í Heykjavík 19. október
síðastliðið haust.
Hann var fæddur 11. april 1862, sonur merk-
ishóndans Ólafs dannebrogsmanns Sigurðssonar í
Ási í Skagafjarðarsýslu, og
ólst upp þar nyrðra lijá
foreldrum sínum. Ur lat-
ínuskólanum útskrifaðist
hann 1884 og af læknaskól-
anum hjer 1888, fór svo til
Khafnar til þess að full-
komna nám sitt, eins og
gerist, en jafnframt tók hann
að leggja stund á augnlækn-
ingar hjá prófessor Hansen
Grut og var við það nám
um tveggja ára tíma.
an var
ur hjeraðslæknir
vallasyslu, eftir lát
læknis Pjeturssonar, en fjekk
svo aukalæknisemhætti á
Akranesi frá l.júlí 1890, er
Olafur læknir Guðmundsson
llultist þaðan í Rangárvalla-
læknishjerað. Þessu embætti
gegndi Björn til nýárs 1894,
en settist þá að hjer í
Reykjavik og fjekst úr því eingöngu við augnlækn-
ingar. Hafði alþingi 1893 veitt honum 2000 kr.
ársstyrk í þessu skyni og lijelt liann honum alla
tíð siðan. Skilyrði fyrir styrknum var það, að
hann hefði á hendi kenslu í augnlækningum við
læknaskólann hjer og ferðaðisl á sumrum með
strandferðaskipunum kringum landið, til þess að
almenningur ætti sem hægast með að ná til hans,
enda dvaldi hann kaíla úr hverju sumri ýmist
norðanlands, austanlauds eða vestanlands. Á þess-
um ferðum leituðu hans margir, enda fór mjög
mikið orð af lækningum hans.
Björn er fyrsti íslenski læknirinn, sem sjer-
staklega hefur lagt fyrir sig augnlækningar og gert
sjer þær að atvinnu. Til þess tíma, er hann sett-
ist hjer að eftir nám sitt í Danmörku, var ekki
um að tala að hjer á landi væri liægt að fá hjálp í
hinum erfiðari augnasjúkdómum, svo að þeir, sem þá
sjúkdóma höfðu, urðu að Ieita sjer lækningar út
úr landinu, er flestum var
ofvaxið og margir drógu svo
lengi, að í ótíma var komið,
þegar þeir loksins tóku það
ráð. Á fyrstu árunum eftir
að Björn kom lil landsins
leituðu margir til hans, sem
verið liöfðu sjónlausir árum
saman af augnsteinsblindu,
(cataract) og fengu aftur
fulla sjón. 1*6113 var svo
óvenjulegt hjer á Iandi þá,
að mjög mikið var um það
talað og að því dáðst. Björn
hafði notið kenslu frægasta
augnlæknis Norðurlanda,
sem áður er nefndur, og var
ágætlega vel að sjer í sinni
ment, samviskusamur lækn-
ir, handlaginn og gætinn.
Síðasta árið, sem Björn lifði,
hafði hann nýja aðferð, sem
upp var fundin af norskum
lækni, við einn af hinum
hættulegustu og erfiðustu augnasjúkdómum, star-
hlinduna, og gafst sú aðferð vel.
Björn var maður vel greindur, hygginn og gæt-
inn í öllu. Hann var vinsæll maður, fár í fyrstu
viðkynningu en glaðlyndur í kunningja hóp, og
því lengur sem menn kyntust honum, þess meiri
mætur fengu þeir á honuin.
Hann var kvæntur Sigrúnu ísleifsdóttur prests
Gíslasonar, er síðást var i Arnarbæli, og lifir hún
mann sinn ásaml tvcim dætrum þeirra ungum. — /.