Óðinn - 01.03.1910, Page 3
Ö Ð I N N
91
<€ <§ <€ Stærsta sönghöll heimsins.
Albertshöllin (Roj'al Albert Hall) í Lundúnum.
Albertshöllin er stærsta songhöll í heimi. Hún
var reist á árunum 1867--71 og kostaði 200,009
pund sterling (3,600,000 kr.).
Húsið er í laginu eins og sporaskja, mesta
lengd þess 270 fet1, mesta breidd 240 fet, en um-
málið 810 fet.
Að innan er húsið all einn salur. Þar er
söngpallur með mörgum bekkjaröðum, hverri upp
af annari; hann rúmar 1000 söngmenn; hann sjest
á miðri myndinni baka til. A gestapöllum er golt
rúin fyrir 8000 manns og má vel koma fyrir 1000
manns í viðbót. Sjálfl gólfið (arena) er 100 fet á
lengd og 70 fet á breidd; það sjesl mest alt á
myndinni, framan til; á því eru sæti (forsæli)
fyrir 1000 manns.
Umhverfis gólfið er hringpallur (amphitheatre)
með 10 bekkjaröðum út og upp; þessi bringpallur
rúmar 1360 manns. Þá koma 3 setpallar, hver
upp af öðrum; þeim er skift í seturúm (boxes);
1) Hjer er alstaðar átt við ensk íet.
á neðsta pallinum eru 8 stólar í hverju seturúmi,
á miðpalli 10, en 5 á efsta pallinum.
Fyrir ofan efsta setpallinn er hápallur (bal-
cony) með 8 bekkjaröðum. En efst er loftpallur
(gallery), sem rúmar 2000 manns; þaðan er fag-
urt að Iita um alla höllina.
Pallarnir ganga allir i boga og vita móti söng-
pallinum. Á myndinni sjer ekki í annað af þeim
en endana, næst söngpallinum.
í þessari sönghöll er geysistórt organ, eitt hið
stærsla í heimi. I því eru því nær 9000 söng-
pípur og belgirnir svo stórir, að tvær gufuvjelar
eru liafðar til að blása. Organið sjest á myndinni,
upp af miðjum söngpallinum. ^
Lundúnaborg er nú á dögum miðgarður mann-
kynsins. Hún er stærst allra bæja í heimi, mann-
fjöldinn kominn hált upp i 7 miljónir. Þar mæt-
ast menn úr öllum ríkjum veraldar. Þegar jeg kom
til Lundúna fyrir nokkrum árum, fór jeg eitt sinn
að hlusta á söng í Albertshöllinni; förunautur minn
var lengra að kominn; hann var sunnan úr Ástra-