Óðinn - 01.08.1910, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.08.1910, Blaðsíða 5
ÓÐINN 37 Þorkelsson síðar rektor, sem báðir kendu mjer latínu og grísku; þeir voru báðir mjög lærðir gáfu- menn og liprir, viðfeldnir kennarar, mjög frjáls- lyndir við pilta og þýðir í viðmóti. Sjerstaklega fanst oss sveinum mikið um skarpleik Gísla og fjölfræði þeirra beggja. 5 síðustu ár mín í skóla fjekk jeg 200 kr. námsstyrk á ári, fyrsta árið ekk- ert. Að öðru leyti kostaði skólanám mitt í lærða skólanum að öllu minn ógleymanlegi velgerðamað- ur, ágætismaðurinn og göfugmennið verslunarstjóri Guðmundur Thorgrímsen á Eyrarbakka, og gaf mjer það alt. Fyrsta sumarið, sem jeg var í skóla, var jeg bjá síra Guðmundi Bjarnasyni í Kálfhaga í Kaldaðarneshverfi; leið mjer þar ekki vel; það var meðal annars eitt sultarbælið, ónógar veiting- ar um sláttinn, og skilnaður okkar síra Guðmund- ar varð með þeim atvikum, að mjer varð á eftir ver við hann en nokkurn annan, er jeg hef kynst á lífsleið minni, því að hann rægði mig við vel- gerðamann minn, og gerði þannig það, sem í hans valdi stóð, til að reyna að spilla gæfu minni, og gat jeg aldrei fyrirgefið honum þetta að mínum dómi auðvirðilega athæfi. Öll hin sumurin var jeg hjá velgerðamanni mínum, og var við búðar- störf, oftast við afgreiðslu innan búðar. Leið mjer þar í flestum greinum ágætlega. Þar hafði jeg ekki af sulti að segja, en helst til stuttur þótti mjer svefntíminn á kauptíðinni. Man jeg það, að eitt sinn gleymdist að vekja mig og færa mjer kaffi; svaf jeg þá af til dagmála, og var eigi laust við að samþjónar mínir í búðinni brostu að mjer, er jeg kom eftir morgunverð, og spyrðu, hvort jeg mundi úlsofinn. Fyrir jólin 1861 gekk jeg austur á Bakka, og hafði þar miklu betri og skemtilegri jól en jeg mundi hafa haft í Reykjavík. (Frh.) Pórunn Ástríöur Björnsddttir ljósmóði r. Fæðing barns er venjulega ekki sá viðburður, er mikla athygli vekur, og hinni hljóðlátu starf- semi góðrar Ijósmóður er sjaldan mikill gaumur gcfinn. En fyrir það er ekki minna vert um þá starfsemi í mannfjelaginu en marga aðra, er meira ber á og háværari er, meiri athygli vekur. Það gelur haft meiri þýðingu fyrir framlíð manns en margan grunar, hverjum höndum er farið um höfuð barns eftir fæðinguna. Og mörg konan hef- ur mist heilsuna fyrir ónóga eða fákænlega um- hirðu við slík tækifæri. Ljósmóðurstarfið mun með rjettu mega skoðast sem eitt hið þýðingar- mesta mannfjelagsstarf, og því mikið undir því komið, að þær konur, er til þess vetjast, sjeu þeirri stöðu vaxnar. í fjölbygðum hjeruðum er það og eitt hið mesta ónæðisstarf, og krefur meira þreks og þolgæðis en flest annað. Þórunn Á. Björnsdóttir hefur algerlega. helgað líf sitt þessu starfi, og að almenningsdómi staðið mjög vel í þeirri stöðu sinni. Fædd er hún að Vatnshorni í Skorradal 29. des. 18591). Þar ólsl hún upp við umhirðu búfjenaðar og önnur almenn búskaparstörf; og með því að snemma . bar á nærgætni . hennar við sjúka og lægni til að að- stoða við fæðingar, átti hún oft við það á uppvaxtarárun- um, að hjálpa ám og öðrum skepn- um í þeim kring- umstæðum. 1884 lærði hún ljósmóð- , urfræði, og var . næsta ár skipuð í sveitahjeraði í Brg- fj.s. 1889 var hún á fæðingarstofnun- inni í Khöfn og var útskiifuð þaðan með besta vitnisburði. Síðan var hún í sveitahjeraði lil 1890, en þá flutti hún til Reykjavíkur fyrir hvatir Guðm. Björnssonar, er þá var þar hjeraðslæknir. 31. des. 1910 hafði hún verið ljósmóðir alls 1573 barna við 1540 fæðingar (þar af 445 fyrstu fæðingar, og sýnir það meðal annars traust það, er konur hafa borið til hennar). Börnin voru 809 stúlkur, en 764 piltar. Var hið ljettasta barn, er lifði, 31A pd., en þyngst 11 pd. Þ. Á. B. heldur nákvæma bók yfir allar fæðingar, og ritar í hana samviskusamlega rjett alt, er þar að lýtur. (Skömmu eftir að skýrsla með ofanritaðum 1) Foreldrar: Björn Eyvindarson, Hjarlarsonar af kjarna-bænda- ættum úr Arnessyslu, og Sólveig Björnsdótlir Pálssonár prófasts á Pingvöllum og Pórunnar Björnsdó'ttur prófasts frá Hilárdal. For- móðir liennar var Pðrunn ekkjul'rú á Hamrnendum, mesta liann- yrðakona landsins a sinni tíð. — Aslriður lijet ælivinnukoua frú fór- unnar á Pingvóllum, orðlögð ljósmóðir og hjúkrunarkona. Pórunn Á. Björnsdóltir.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.