Óðinn - 01.08.1910, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.08.1910, Blaðsíða 2
34 ÓÐI NN besla aldri (úr sullaveiki), en hann hjet eflir móð- urföður sínum (Guðrún Þorsteinsdóttir kona Páls bónda í Arhrauni). Ólst jeg nú upp í föðurlnis- u m, lærði heldur snemma að þekkja staíi og kveða að, fór svo að stauta mcð tilstyrk Margrjelar ömmu minnar, sem áður er nefnd; dvaldi hún yfir 20 síð- ustn ár æíi sinnar hjá föður mínum, og var blind í ein 10 ár; hafði liiin mikið dálæti á mjcr sakir nafnsins (fyrra manns hennar), gaf mjer oft af mat sínum og ornaði ínjer, er jeg kom kaldur heim og inn, sem oft kom fyrir, ckki sísl á velr- um, þvl þá var jeg oft helst til lengi úti á svell- um að renna mjer á leggjum. Þess má hjer gcta, að þólt faðir minn væri fálækur, kom það örsjald- an fyrir að matvælaskorlur yrði í búi hans; til þessa studdu þær ástæður, að hann var sparsam- ur fyi'ii'hyggjumaður, brúkaði aldrei kaffi, eyddi því engu fyrir það, og lagði á hverju hausti í heimilið 3—4 afsláltarhross ; var kjötið mcst haft í siipu nýlt og saltað, og svo borðað reykt, en feitin, tólg og flot, höfð lil viðbits; var þetta golt búsílag, heilnæm og nærandi fæða, hollari og betri til manneldis og þroska en vatnsgrautar-líf sumra þeirra, sem þótlust of fínir lil að borða hesta, fyiir- litu hrossaketsæturnar svo nefndu, en höfðu sjálfir sumir hverjir mestmegnis lil viðurværis hálf-þurft harðæli og kökur, valnsgraula og svart kaffi. Þá var heslakjöt svo ódýrt að sumarslaðnir, spikfeitir hestar voru seldir fyrir 10—12 krónur; almcnt var og þá (um 1850) að uppsveitamenn gæfu Flóamönnum þeim, er hrossakjöl borðuðu, sumar- staðinn hest innan úr skinni mcð kálíi eða vetrung, er komið var fyrir í fóður, og þættu slíkt góð kjör nú á tímum, þegar nær hver maður er orðinn hrossæta, cmbættismenn, prestar og slórbændur í broddi fylkingar. — Jeg vjek þar frá, er jeg var að ræða um Iestrarlærdóm íninn. Pá er jeg var orðinn hálf-slaulandi, náði jeg í Andrarímur, las eða stautaði þessa uppbyggilcgu?! bók dögum saman fyrir ömmu tninni; leiðrjctti hún lesvillur mínar. Hafði jeg svo mikla ánægju af að lesa í rímunum, að jcg var orðinn allvel læs, er jcg var fullra (> ára. Lalneska lelrið lærði jeg á þann hátt, að jeg sá föður minn eitt kvöld vera að lcsa í kvæðabók Jóns Þorlákssonar; fór jeg ])á að gá í bókina hjá honum, sá þar nokkra stafi, sem jcg ekki þekti, bað hann að sýna mjer þá og segja nijer nöfn þeirra; gerði hann það fúslega, og var jeg læs á latneskt lctur eftir kvöldið, að minsta kosti á smærra letrið; nam jeg öllum fyrirhafnar- latist. Amma mín kendi mjer faðir vor, blessunar- orð, margar bænir og vers; var jcg lljólur að nema. En cilt var cinkennilegt við þetta utanbókar- nám milt, að jeg ósjálfrátt breiddi allar bænir og vers í vissri röð út um alt tún og uppi milli bæjarhúsanna. Pannig lá fyrsla versið, scin jeg lærði, og sem jeg ávalt hafði fyist yíir, þegar ainina mín Ijct mig lesa bænir mínar og vers: »Verlu guð faðir faðir minri«, í garðshliðinu upp í húsagarðinn, og svo Ián hin versin hjer og hvar á milli bæjarhúsanna. Pella slaðarlcga minni hefur fylgt mjer alla æfi; jeg hef næslum ávalt munað á hvcrri blaðsíðu og hvar á blaðsíðu cillhvað hefur staðið. Hcl'ði jeg áll að skifta um úlgáfur af cinhverri bók, t. d. á Veraldarsögunni í skóla, niundi það hafa slórkostlega laíið og trullað nám milt. Kverið (Balle) fór jeg að læra á 8. ári, lærði þá íræðin og 5 kapítula. Pað óhapp vildí mjer lil sumarið cflir, að jcg hafði eilt sinn kverið mcð mjer út, og lagði það á bæjarvegginn, en þar bar þá að vetrung, náði hann í kverið, át það og ger- skemdi; fjekk jeg svo ekkert kvcr uin haustið, nam því ckkerl frekara um vclurinn, sem jeg var á 9. ári; næsla velur las jeg svo upp, það er áðttr var numið og gleymt, og bætli við 6. kapítula. A 11. ári lauk jeg svo við kverið. Arið 1852 var fyrir forgöngu prcstsins síra Páls Ingimundssonar, þá aðsloðarprcsts hjá síra Jakobi ntóðnrbróður sfnum, og ýmsra mcrkra manna í Stokkseyrarhreppi halin barnaskólakensla í hrepn- um. Var af cintómum samskolum reisl bárna- skólahús á Eyrarbakka, cn á Slokkseyri var fengið Ijeð húsnæði í slofu hjá bónda þar; var á Eyrar- bakka kcnt 4 daga í viku, á Slokkseyri 2; kom faðir minn mjer í skólann á Stokkseyri; kennari var fenginn preslaskólakandídal Jón Bjarnason, nú uppgjafapieslur í lleykjavík; var þar kent kver, skrifl, lestur, reikningur, landafræði, og danska þeim, sem vildll. Jcg hafði yndi af náminu og hlakkaði mjög til kcnsludaganna, sem mjer þóttll of fáir. Pað spilti heldur eigi ánægjunni, að við börnin Ijekum okkur venjulcga góða slund, þá cr kcnslunni var lokið. Tók jcg góðum framförum í skólanum, þó meslum í reikningi, og varð efslur af öllum börnunum um vorið, þá er próf var haldið á Eyrarbakka, og höfðu þó börnin þar nolið helmingi lengri kenslu cn við Slokkseyrar- börnin. Næsta vetur 1853—54 var kcnnari Por- valdur Stepbensen, síðar verslunárstjóri hjá Smilh í Reykjavík (dó í Chicagó); lók jeg enn hjá hon-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.