Óðinn - 01.08.1910, Qupperneq 2

Óðinn - 01.08.1910, Qupperneq 2
34 ÓÐI N N besta aldri (úr sullaveiki), en hann lijet eflir,móð- urföður sínum (Guðrún Þorsleinsdóttir kona Páls bónda í Árhrauni). Ólst jeg nú upp í föðurhús- um, lærði heldur snemma að þekkja stafi og kveða að, fór svo að stauta með tilstyrk Margrjetar ömmu minnar, sem áður er nefnd; dvaldi hún yfir 20 síð- ustu ár æli sinnar bjá föður mínum, og var blind í ein 10 ár; bafði liún mikið dálæti á mjer sakir nafnsins (fyrra manns hennar), gaf mjcr oft af mat sinum og ornaði mjer, er jeg kom kaldur heiin og inn, sem oft kom fyrir, ekki síst á velr- um, því þá var jeg oft helst til Iengi úti á svell- um að renna mjer á leggjum. Pess má bjer geta, að þólt faðir minn væri fátækur, kom það örsjald- an fyrir að matvælaskortur yrði í búi lians; til þessa studdu þær ástæður, að liann var sparsam- ur fyrirhyggjumaður, brúkaði aldrei kaffi, eyddi því cngu fyrir það, og lagði á bverju liausti í lieimilið 3—4 afsláttarhross ; var kjötið mest haft í súpu nýlt og saltað, og svo borðað reykt, en feitin, tólg og flot, liöfð lil viðbits; var þetta gott búsílag, lieilnæm og nærandi fæða, bollari og betri til manneldis og þroska en vatnsgrautar-líf sumra þeirra, sem þóttust of fínir til að borða hesta, fyrir- litu lirossaketsæturnar svo nefndu, en höfðu sjálfir sumir hverjir mestmegnis til viðurværis hálf-þurft harðæti og kökur, vatnsgrauta og svart kaffi. Pá var hestakjöt svo ódýrt að sumarstaðnir, spikfeitir hestar voru seldir fyrir 10—12 krónur; alinent var og þá (um 1850) að uppsveitamenn gæfu Flóamönnum þeim, er hrossakjöt borðuðu, sumar- staðinn hest innan úr skinni með kálfi eða vetrung, er komið var fyrir í fóður, og þættu slíkt góð kjör nú á tímum, þegar nær hver maður er orðinn hrossæta, embættismenn, prestar og slórbændur í broddi fylkingar. — Jeg vjek þar frá, er jeg var að ræða um lestrarlærdóm minn. Pá er jeg var orðinn hálf-slautandi, náði jeg í Andrarímur, las eða stautaði þessa uppbyggilegu?! bók dögum saman fyrir ömmu minni; leiðrjetti hún lesvillur mínar. Hafði jeg svo mikla ánægju af að lesa í rímunum, að jeg var orðinn allvel læs, er jeg var fullra (5 ára. Latneska letrið lærði jeg á þann hátt, að jcg sá föður minn eill kvöld vera að lesa í kvæðabók Jóns Þorlákssonar; fór jeg ])á að gá í bókina bjá honum, sá þar nokkra stafi, sem jeg ekki þekti, bað hann að sýna mjer þá og segja mjer nöfn þeirra; gerði hann það fúslega, og var jeg læs á latneskt letur eftir kvöldið, að minsta lcosti á srnærra letrið; nam jeg öllum fyrirhafnar- laust. Amma mín kendi mjer faðir vor, blessunar- orð, margar bænir og vers; var jeg fljótur að nema. En eitt var einkennilegt við þetta utanbókar- nám milt, að jeg ósjálfrátt breiddi allar bænir og vers í vissri röð út um alt tún og uppi milli bæjarhúsanna. Pannig lá fyrsta versið, scm jeg lærði, og sem jeg ávalt hafði fyrst yfir, þegar amma mín ljet mig lesa bænir mínar og vers: »Verlu guð faðir faðir minn«, í garðshliðinu upp í húsagarðinn, og svo láu hin versin hjer og livar á milli bæjarhúsanna. Pelta staðarlcga minni liefur fylgt mjer alla æfi; jeg bef næstum ávalt munað á hverri blaðsíðu og hvar á blaðsíðu eilthvað hefur staðið. IJefði jeg ált að skifta um útgáfur af einhverri bók, t. d. á Veraldarsögunni í skóla, mundi það hafa stórkostlega tafið og trullað nám milt. Ivverið (Balle) fór jeg að læra á 8. ári, lærði þá fræðin og 5 kapítula. Pað óhapp vildi mjer lil sumarið cflir, að jeg hafði eilt sinn kverið með íujer út, og lagði það á bæjarvegginn, en þar bar þá að vetrung, náði hann í kverið, át það og ger- skemdi; fjekk jeg svo ekkert kver um haustið, nam því ckkert frekara uin velurinn, sem jeg var á 9. ári; næsta vetur las jeg svo upp, það er áður var numið og gleymt, og bætli við 6. kapítula. Á 11. ári lauk jeg svo við kverið. Árið 1852 var fyrir forgöngu prestsins síra Páls Ingimundssonar, ])á aðsloðarprests lijá sira Jakobi móðurbróður sínum, og ýmsra merkra manna í Stokkseyrarhreppi halin barnaskólakensla í lirepn- um. Var af eintómum samskotum reist bárna- skólahús á Eyrarbakka, en á Stokkseyri var fengið Ijeð húsnæði í slofu lijá bónda þar; var á Eyrar- bakka kent 4 daga í viku, á Stokkseyri 2; kom faðir minn mjer í skólann á Stokkseyri; kennari var fenginn prestaskólakandídat Jón Bjarnason, nú uppgjafaprestur í Reykjavík; var þar kent kver, skrifl, lestur, reikningur, landafræði, og danska þeim, sem vildu. Jeg hafði yndi af náminu og lilakkaði mjög til kensludaganna, sem mjer þóltu of fáir. Pað spilti heldur eigi ánægjunni, að við börnin Ijekum okkur venjulcga góða stund, þá er kenslunni var lokið. Tók jeg góðum framförum í skólanum, þó mestum í reikningi, og varð efstur af öllum börnunum um vorið, þá er próf var lialdið á Eyrarbakka, og höfðu þó börnin þar notið helmingi lengri kenslu en við Stokkseyrar- börnin. Næsla vetur 1853—54 var kennari Por- valdur Stephensen, síðar verslunarstjóri bjá Smith í Reykjavík (dó í Chicagó); tók jeg enn lijá hon-

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.