Óðinn - 01.08.1910, Blaðsíða 4

Óðinn - 01.08.1910, Blaðsíða 4
36 OÐINN Fjórir alþingismenn, Einar Jónsson 2. þm. Rangvellinga. Jón Sigurðsson þm. Mýramanna. Jósef Björnsson 2. pm. Skagfirðinga. Porleifur Jónsson þm. Austur-Skaftfellinga. á, hefði orðið mjer að falli, fjekk aðeins 2 í hon- um, en í öðrum námsgreinum gekk mjer betur, þó hvergi vel nema í reikningi. Settist jeg svo í 1. bekk um haustið, og var þá neðstur af 3; hinn 4. bættist við um nýárið. Bekkjarbræður mínir voru: Skúli Magnússon síðast sýslumaður í Dala- sýslu f Vð 1881, bráðskarpur, flugnæmur og minn- ugur maður; Hjörtur Jónsson, sem varð læknir í Stykkishólmi f 16A 1894, vel gáfaður maðnr, og Pjetur Guðjohnsen, síðar verslunarstjóri og borgari á Vopnafiiði, dáinn 1901; hann var einnig góðum gáfum gæddur. Oftast var röðin í bekknum þann- ig: Skúli, jeg, Hjörtur, Pjetur; stundum komst jeg upp fyrir Skúla, og síðustu árin var jeg oftast fyrir ofan hann, enda stundaði jeg skólanámið með meiri kostgæfni en Skúli. Upp úr neðsta bekk komst jeg með góðum vitnisburði, hafði í aðaleinkunn 4,50, í latneskum stýl fjekk jeg þá 32/s • Komsl jeg svo bekk úr bekk, og útskrifaðist vorið 1862, fjekk aðaleinkunnina dável, 89 tröppur í 13 námsgreinum. í dönsku og trúfræði fjekk jeg aðaleinkunnina vel [einkunn mín í trúfræði var ó- hepni að kennaj, í talnafræði og eðlisfræði ágæt- lega, í öllum hinum dável. Þá fjekk jeg í lat- neskum stíl 42/3. í engri námsgrein var jeg hlut- fallslega eins vel að mjer sem í grísku, og hlaut þar þó eigi hærri vitnisburð en dável, en eftir því, sem nú á dögum er dæmt um frammislöðu stú- denta, tel jeg líklegt að jeg hefði fengið og ált skilið ágætiseinkunn. í þessari námsgrein bjó jeg að hinni ágætu kenslu Bjarna rektors, sem kendi byrjendum grísku í 2. bekk, einnig 2 síðustu árin. Vorið 1861 varð jeg efstur í skóla, og hafði þá við vorpróf aðaleinkunnina dável -j-. Fjárhalds- maður minn i skóla var yfirrjeltarmálafl.maður Jón Guðmundsson ritstjóri Þjóðólfs, og hafði jeg oft gott athvarf á hans góðkunna, skemtilega heim- ili. Til fæðis var jeg sitt árið í hverjum stað; hafði misjafnar viðgerðir, víðast góðar, nógan og góðan mat, en sumstaðar varla nóg að borða, einkum er út á Ieið — þá var orðin búsvelta hjá sumum — og hlýtur menn að furða á því, að skólapiltar hafi um 1860 verið hálfsveltir hjá sum- um Reykvíkingum fyrir 1 kr. um daginn. Til einskis af kennurum mínum í skóla ber jeg neinn kala; þeir voru allir vel að sjer í námsgreinum þeim, sem þeir kendu, en besti kennarinn var ef- laust Bjarni skólastjóri, lakastur Jónas Guðmunds- son, þó var mjer vel til hans; Jens Sigurðsson var helst of þurlegur, ekkert fjörgandi, Halldór Frið- riksson stundum nokkuð hryssingslegur, cn dug- andi kennari. Bjðrn Gunnlaugsson stjörnumeistara elskaði jeg og virti mest allra minna kennara svo sem aðrir sveinar, enda var hann hið ástúðlegasla ljúfmenni; hætti hann skólakenslu sakir elliburða vorið 1862; vorum við sambekkingar því hinir síðustu stúdentar, sem hann prófaði. Næst Birni var mjer best við þá Gísla Magnússon og Jón

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.