Óðinn - 01.12.1910, Síða 2

Óðinn - 01.12.1910, Síða 2
66 ÓÐINN En þar er líka annað eins og þetta, sein höf. yrkir við lestur kvæða, sem honuin þykir lítið til koma: » . . . hversdags hugsun teygð og tætt, tuggin upp í ljóð. Umbúðirnar eflaust vætt, en innihaldið lóð«. Annað eins og þetta kemur fyrir innan um og saman við. En það er hætt við, að mörgum detti þessar hnittnu hendingar oft í hug áður en þeir komast í gegn um kvæðasafn St. G. St., einkum fyrri ldutinn. Aðra vísu hefur höf. kveðið um sama efni, sem líka er ágæt. Hún er svona: »List er það líka og vinna, lítið að tæta’ upp í minna, altaf í pynra að pynna þynkuna allra hinna«. k'raman við annað bindið er gull-fallegt kvæði, leikið á strengi, sem aðrir hafa reyndar áður sleg- ið, en leikið þarna sjerlega vel. Og mörg falleg kvæði eru í kaflanuin, sem þar fer á eflir: »Greni- skógurinn«, »Saskat-sjúan«, »í bátnum« o. fl. o. 11. —r En það er ekki fljótgert, að telja upp alt, sem gott er og vel gert í safninu. Svo er t. d. kvæðabálkurinn fremst í síðasta bindi, »A ferð og llugi«, sem komið liefur út sjerstakur, eins og áð- ur er getið. Mönnum hefur oft verið sagt, að kvæði St. G. St. væru þungskilin, það þyrfti eitthvað, sem ekki væri öllum gefið, til þess að brjóta þau til mergjar, þau væru ekki fyrir almenning o. s. frv. Úr þessu er gert miklu meira en rjett er. Og vel má vera, að þessi kenning eigi töluverðan þátt í því, hve margir lofa þau í blöðum og ritum, því allir vilja vera meðal þeirra útvöldu, er fást við það, sem ekki er fyrir almenning. Jafnframt er það viðkvæðið, að þau sjeu stirð eða ómjúk. Þetta er ekki heldur rjett. Því bregður fyrir. En yfir- Jeitt eru þau það ekki. Nær liggur að segja, að það, sem fyrst verður fyrir, er blaðað er í gegn um kvæðin, sje hagmælska með afbrigðum. Einhverstaðar var það tekið fram til sjerlegs lofs og aðdáunar, eigi aðeins fyrir höfundinn held- ur og fvrir þjóðina, sem hann hefði alið — að »íslenskur bóndi vestur við Klettafjöll hefði ort um Búastríðið«. Þvílík undur! Maðurinn, sem skrifaði um þetta, velti vöngum með miklum fjálg- leik og fagurgala, háundrandi og stórlega dásam- andi þetta »fenómen«! Er þetta þó ekki háfleyg- ara efni nje almenningi fjarskyldara en það, að ÖII dagblöð voru full af því missiri eftir missiri. Og hvað hefur svo St. G. St. sagt um Búastríðið? Ekkert annað en það, sem stóð í blöðunum frá þeim tímum. Reynslan hefur nú sýnt, að hann hefur ekki skilið Búastríðið og hefði gert rjettara í, að yrkja ekkert um það, en velja sjer í þess stað efni, sem honum var betur fæi't við að fást. Þetta er tekið lijer fram af því, að það á við fleira af kvæðunum, og mörgum, sem kvæði dærna nú, verður margi'æddast um þau kvæði, sem ekki eru annað en í’ímaðar blaðahugvekjur. Þeir eru hrifn- astir af því, ef þeir fá þar einhverjar hugsanir, sem þeir telja þarflegar, — þótt þeir hafi lesið þær 99 sinnum í lausu máli, þá þykir þeirn vænt um að sjá þær i hundraðasta sinni í rími. Þó er það sjaldnast, að þessar rímuðu hugvekjur geti heitið skáldskapur; efnið á sjaldan erindi til bóta inn i rím og stuðla. St. G. Stephánsson hefur haft ilt af oílofinu, sem á hann hefur verið lilaðið úr öllurn áttum nú á síðustu árum. Af því vei’ða menn að ætla að stali óvandvirkni hans, oft og tíðum, og skeyt- ingaileysi um það, hvað liann lætur frá sjer fara — hve stórlega það er misjafnt að kostum. Hann stráir út í sífellu kvæðum í blöðin, og blöðin flytja þetta hugsunarlaust og dómgreindar- laust hvert eftir öðru, þótt margt af því sje einskis nýtt — stundum sjervisku-x-embings-moldviðri af leiðinlegasta tægi, eins og t. d. eitt kvæðið, sem staðið hefur núna nýlega í hverju blaðinu á fætur öðru bæði austan hafs og vestan. St Jólasag’a. Bernskuminning Sveins í Brekku Sveinn í Brekku var fjörugur drengur; fljótur að verða fyrir áhrifum, fljótur að reiðast og fljót- ur að blíðkast. Það var vandalítið að sjá á hon- um, er þær höfðu heimsótt hann Sorg eða Gleði. Það var óliætt að segja um hann, að hann var glaður á góðum degi, en fengi hann ekki að njóta sinna »góðu daga«, varð hann engum sinn- andi. Daglega var hann ekki heimtufrekur, en hafði sjer ýmislegt til gamans, sem öðx-um börn- um þótti lítið í varið. Hann var starfsamur, hafði inarga tugi af horn-

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.