Óðinn - 01.02.1911, Síða 6

Óðinn - 01.02.1911, Síða 6
86 ÓÐINN Það þarf án efa dugnað til þess að komast áfram meðal erlendra þjóða eins og síra Júlíus hefur gert. Meðan hann þjónaði Garðaprestakalli hjer heima fór orð af því, að hann þætti góður prestur, og mjög vel kom hann sjer við söfnuð sinn. Fjelagar hans frá námsárunum minnast hans best fyrir fjör hans og glaðlyndi. »Glad och god skall mánniskan vara«, skrif- aði hann nýlega undir brjef til kunningja síns lijer í Reykjavík. * Jónas E. Jónsson í Sólheimatungu. Hann hefur nú húið í Sólheiinatungu í 23 ár, kom þar að góðri jörð, en áður illa selinni, liúsa- Jónas E. Jónsson. lausri, og túninu í versta ástandi, sem hægt er að hugsa sjer. En nú hefur hann sljettað túnið mest- alt og bygt upp öll liús, íveruhús, fjenaðarhús mikil og hlöður, alt úr timbri, járni og sements- steypu. Hann keypti jörðina á uppboði 1893, »og hef jeg ekki orðið annari stund fegnari en þegar hamarinn fjell og jörðin varð mín eign«, sagði hann nýlega í brjefi til kunningja síns, er beint hafði til hans spurningu, sem að þessu laut; er og ábýiisjörð hans nú orðin hið mesta myndarbýli. Jónas er fæddur á Leirá 7. júlí 1852, sonur Jóns stúdents Árnasonar dbrm. og Ragnhildar Ól- afsdóltur frá Lundum. En föður sinn misti liann 9 ára gamall og fór þá að Reykholti til Jóns pró- fasts Þorvarðssonar, er tók hann vegna kunnings- skapar við föður hans. Þar var Jónas til 14 ára aldurs, en þá dó Jón prófastur og Guðríður kona hans, bæði sama ár. Fór Jónas þá til Ásgeirs Finnbogasonar í Lundum og var þar 9 ár. Næstu 3 árin var hann ráðsmaður hjá Theodór sýslu- manni Jónassen í Hjarðarholti, síðustu ár hans þar, áður hann fór til Reykjavíkur. Næsta ár kvæntist Jónas fyrri konu sinni, Guðríði Tómas- dóttur frá Skarði í Lundareykjadal, og byrjaði bú- skap á hálfri Norðtungu, var þar eitt ár og flutt- ist síðan að Örnólfsdal, en þaðan eftir 3 ár að Melum í Melasveit, bjó þar 1 ár og síðan 3 ár á Laxfossi. Þar misti hann fyrri konu sína. Frá Laxfossi fluttist liann að Sólheimatungu, bjó þar 9 ár ekkjumaður, en kvæntist þá núlif- andi konu sinni, Kristinu Ólafíu Ólafsdóttur frá Sumarliðabæ í Holtum, sem er mesta atgjörvis og dugnaðar kona. Af börnum lians frá fyrra hjónabandi lifa 3 af 5: Ragnhildur kona Jóns kaupmanns Björns- sonar í Borgarnesi, Tómas, sem er heima hjá föð- ur sínum, og Guðríður, sem er við skrifstofustörf hjá Jóni mági sínum. Frá seinna hjónabandinu eru tveir synir. Jónas hefur gegnt ýmsurn trúnaðarstörfum fyrir sveilarfjelag sitt, þótt ekki sje það hjer talið. Myndin, sem hjer fylgir, er tekin af honum fimtug- um og sýnir hún, að hann er gervilegur maður. Hann er gleðimaður og prúður f allri fram- komu, og væri vel, að við ættum marga bændur sem Jónas og mörg sveitaheimili sem Sólheimatungu. Th. at Besti sundmaður íslands. Á frídegi verslunarmanna i Reykjavík 1908, sem haldinn var í Kópavogi, fór meðal annars fram kappsund, og vann Stefán Ólafsson frá Fúlu- tjörn, sem er býli hjer austan við bæinn, fyrstu verðlaunin. Hann tók þar í fyrsta sinn þátt í kappsundi. Næst var hann í kappsundinu á þjóð- hátíðinni sumarið 1909, við Skerjafjörðinn, þegar sundskálinn þar var vígður, og fjekk þá önnur

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.