Óðinn - 01.11.1912, Blaðsíða 7

Óðinn - 01.11.1912, Blaðsíða 7
ÓÐINN 63 10. Filippía Vilborg, fædd 21. júlí 1863. 11. Páll Friðrik Hítalín, fæddur 18. sept. 1864, dáinn 6. júlí 1865. 12. Páll Gunnlaugur, fæddur 2. júní 1866, dáinn 6. júní 1866. 13. Salóme Pálína, íædd 25. okt. 1867. Árið 1837 þann 21. febr. var prestur Þ. E. Hjálmarsen af landsins biskupi Steingrími Jóns- syni settur prófastur yflr Mýrasýslu prófastsdæmi, eftir fráfall prófasts sál. síra Pjeturs Pjeturssonar á Stafholti, en 8. Marts 1838 varð hann virkilegur, og hafði það embætli á höndum tii 26. nóvbr. 1851, og á þeim árum innselti 8 presla og söng yfir 3 prestum; þá var lionum, eftir bónarbrjefi lians um lausn vegna vaxandi heilsuveiki, veilt náðug lausn frá því embætti af biskupinum H. G. Thordersen; aflienli liann það með tilheyrandi samkvæmt gerðri »designalion« eftirmanni sínum í því, prófasti síra Ólafi Pálssyni á Stafholti. Hjer lýkur æfisöguágripi því, er síra Þorsteinn hefur sjálfur skrifað En al'tan við það hefur kunnugur maður ritað það, sem hjer fer á eftir: Hjáhnarsen prófastur var fríður sínum, lágur maður vexti, þrekvaxinn og beinvaxinn og hið mesta snyrtimenni, kvikur á fæti og fjörlegur, glað- lyndur og lítillátur við alla og hið mesta góðmenni; um hann mátti með sanni segja, að hann gat ekkert aumt sjeð, hann vildi öllum hjálpa og vera til vilja, enda má fullyrða, að hann átti engan óvin. Hann var elskaður og virtur af öllum, sem til hans þektu, og ástúðlegur og umbj'ggjusamur eiginmaður og faðir. Gestrisni hans og þeirra lijóna var orðlögð, enda var oft gestkvæmt hjá þeim, þó ekki sje Hítardalur í þjóðbraut; ferða- menn töhlu ekki á sig lítinn krók til þess að heimsækja Hjálmarsen og gista lijá lionum. Hann bjó rausnarlegu búi, og þjónaði prestsembætti til dauðadags í Hítardal, og dó þar í október 1871, tæpra 77 ára gamall. Kunnugur maður, sem lesið hefur yfir það, sem prentað er lijer á undan, bætir enn þessu við frásögnina: Hjálmarsen mun ekki hafa verið efnaður framan af búskaparáruin sínum, enda kom hann víst fátækur að Hítardal. En síðan tók hann fyrir ráðsmann Kristján Kristjánsson, sem verið hafði fátækur landseti á einni af kirkjujörðum staðar- ins, og undir hans stjórn blómgaðist búskapurinn í Hítardal svo, að heimilið mun í þann tíð hafa Frá 15. ág. er verðið á steinolíu 3 au. hærra á hverj- 1 um potti en í auglýsingunni frá D. D. P. A. stendur hjer í blaðinu. horið ægishjálm yfir flest heimili á landinu, enda sóttist ungt fólk eflir að komast þangað i vinnu- mensku, og urðu margir nýtir bændur, sem þar liöfðu verið. Rausn og gestrisni í Hítardal var við brugðið og heimilið framúrskarandi skemti- legt, og mætti segja af þvi margar sögur. Á öll- um jólum var þar afarmannmargt, og eins á sunnudögum á sumrin, að ógleymdri Hítardalsrjett, sem var annáluð. Var á þessum dögum sífeld veisla í Hítardal, en þó var prófastur hófsmaður og þeir Kristján báðir. * Nokkur kvæði. Eftir síra Siggeir Pálsson. Eyjasæla1). Gott átt pú í Andey úti, út úr tjaldi sjá, hvar alda svífur að grjóti’ in silfurhvíta með seimi peim, er jeg aldrei gleymi, og boðana, pá er rísa reiðir, renna fram, en harðnar senna pegar falla í einu allir öskrandi, svo manni blöskrar. Gott átt pú í Andey úli, út úr tjaldi sjá, hvar lúta blikarnir með blíðu kvaki sem bræður liver að sinni æður, og teistana, sem unnast ástum í urðunum, peim köldu’ og hörðu, og tjaldana, sem kveða’ á kveldin kveflausir hin mjúku stefin. Gott átt pú í Andey úti, undir grashæð sitja stundum, sól pá roðar hátt í hliðum, liafið sunna gulli stafar, ílúðir pekur fugla grúi, feitir selir klappir skreyta, pangið bleikt við bratta tanga blikar skært á fögru kviki. 1) Áður prentað í »Nönnu« á Eskifirði.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.