Óðinn - 01.12.1912, Síða 7

Óðinn - 01.12.1912, Síða 7
ÓÐINN 71 lil rúms síðar, en þá oftast verið öðrum þaskað. Eitt af því, sem Björn hefur tekið sjer fyrir hendur, er að vekja upp aftur beitarþol og harð- fengi sauðfjár, sem honum þótti helst til lingert orðið fyrir innigjöf og kveifaralega meðferð. Hefur hann nú komið sjer upp hraustum fjárstofni. Er orð á gert, hve vel fje hans þolir vetrarbeit og kemst flesta vetur vel af án gjafar. Pað hefur farið með Björn eins og aðra menn flesta, er hæfileika hafa umfram almenning, að hlaðist hafa á hann störf í þarfir þjóðfjelagsins. Hreppsnefndarmaður hefur liann verið tvö tíma- bil, sýslunefndarmaður og hreppstjóri um mörg ár. Um eitt skeið hjeraðsfundarmaður. í stjórn sveitabúnaðarfjelaga nær 30 ár. Nú er hann for- maður Búnaðarsambands Kjalarnesþings. Endur- skoðari reikninga i mörgum fjelögum, t. d. Bún- aðarfjelagi íslands lengi, svo og sýslu- og hreppa- reikninga síðan hannvarð sýslunefndarmaður ogflest önnur trúnaðarstörf sýslunefndar hefur hann haft. Öftast skrifari á fundum, i nefndum og við önnur tækifæri, þar sem hann er staddur. Búnaðarþings- fulltrúi er hann. Þrisvar hefur hann verið for- maður í dómnefnd um sláttuvjelar, í dómnefnd um búpeningshús o. fi. Hann gerði ilesta samninga um símaefnisflutn- ing á aðallandsímalínunum árin 1905—6 og átti þátt í að velja símaleiðir. Má óhætt fullyrða að honum er manna fremst að þakka að efnisflutn- ingurinn ekki varð miklu dýrari en áætlað var og að fyrsta símalínan varð gerð á ákveðnum tíma. Talsvert hefur hann átt við samvinnufjelags- skap í verslun, þar á meðal stofnun Sláturfjelags Suðurlands. Hefur hann ferðast um flestar sveitir fjelagssvæðisins og haldið fyrirlestra til þess að skýra fjelagsskaparhugmyndina. Verið i stjórn og framkvæmdarnefnd þess fjelags frá upphafi, sjeð um byggingu sláturhúsanna og gert alla samninga þar að lútandi. Talsverðan þátt liefur Björn takið í stjórnmál- um. Tvisvar verið kosinn alþingismaður (fyrir Borgarfjarðarsýslu) og oftar verið í kjöri, en fallið við kosningar, enda alt af átt við atkvæðamikla menn að keppa. Þingvallafundarfulltrúi var hann einu sinni. Fjöldi greina og ritgerða liggja eftir Björn i blöðum og tímaritum; þykir hann ekki auðsóttur í ritdeilum. Heiðursmerki dbrm. var liann sæmdur 1907. Björn kvæntist 15. júní 1884 og er kona hans Kristrún Eyjólfsdóttir frá Stuðlum i Reyðarfirði. Börn þeirra eru 7 og auk þess einn fóstursonur. Þrátt fyrir mikinn kostnað af þungu heimili og framkvæmdum hefur Björn verið meðal hæðstu tíundenda og gjaldenda sveitar sinnar. G. Nokkur kvæði. Eftir síra Siggeir Pálssón. Um hest. Bokki er baldinn linokki, blakksefni gott. Jeg hlakka, þykkvaxinn nær í pykkju prekkejTs sneypta rekka; lykkjar lipran makka, lokkar flaksa í mokki, stekkur möl, í stykkjum stakkast mold um bakka. Sljettubönd. Fyllir snjórinn græfur, gjár, grillir ljórann varla. Hryllir bjórinn kræfur klár, kvilla-jórar falla. Hesturiim Skolur. Reiðheslur Guttorms stúdenls á Arnheiðarstöðum. Heiða, stirnda himininn hann er yndi að skoða, kvik pá linda-leifturin loftið binda roða. Pá er fagurt fáka sjá um fljótið Lagar skjóta vetrardaga ísi á ekki raga pjóta. Sá hjet Skolur söðlamar, sem að bolinn teygði á undan folum öllum par, aldrei poli fleygði. Eins og tundur fram úr flokk fór á grundu klaka; hinir stundu’ i hríðarmokk hófum undan jaka. Blá augu. Augaö, sem mitt hlekkjar hjarta liiminbláum lit er skreytt. Pó að fjörugt sje hið svarta, síður veg pað fær sjer greitt.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.