Óðinn - 01.01.1913, Qupperneq 1

Óðinn - 01.01.1913, Qupperneq 1
OÐINN ÍO. BLAt) Um Hannes Árnason. Því hefur verið haldið fram í blöðum og bók- um nú upp á síðkastið, að aldarafmæli Hannesar Árnasonar hafi verið í ár. En þetta er ekki rjett og sýnir athugaleysi lijá mönnum þeim, er um liann hafa ritað. Raunar er þeim nokkur vorkunn, því að sjálfur segir Hannes svo frá í æfiagripi því, sem hann reit, þá er hann prestvígðist*), að liann sje fæddur í október mánuði (mense Octobri) 1812, og í Minningarriti prestaskól- ans er sagt fullum felum, að liann sje fæddur 11. okt. það ár. En engum virðist hafa dotlið í liug að fletta upp í kirkjubókinni, og erþó liægur lijá, þar sem hún nú er lijer á Landsskjalasafninu. Þar segir svo (Lskj.s. VIII, 4, B, 2): y>Nati \o: fœddir] 1809. — — 4. Hannes Eldabarn hjónanna Mr. Arna Davíðs- sonar og MadA Póru Jónsdótt- ur á tíelgsholti, fœddnr og skirð- ur þann 1PA Ocktobris í Mela- kirkju, í ncerveru þessara guð- feðgina: Sr. Signrðar Olafs- sonar, Mr. tíergs Sigurðssonar og Astríðar Olafsdótture. Minislerialbók Melaprestakalls, incip.Anno 1785. Þannig hljóðar þá fæðingar- og skírnarvottorð Hannesar Árnasonar, en samkvæmt því er það skakt, að liann sje fæddur 1812. Og hætt er við, að einnig sje getið skakt til um fæðingardag hans, því að ólíklegt er, að hann liafi verið fluttur til kirkju og skírður sama daginn og hann fæddist. Þó kemur þetta fyrir, eins og kirkjubókin ber með *) Sbr. Curriculiim vitœ verbi divini ministrornm 1848—69. nr. 5 á Landsskjalasaininu. J viii. Aií, sjer, en ekki er þó rjett að fullyrða meira en að Hannes Árnason sje fæddur fgrri hluta október- mánaðar 1809. Foreldrar sira Hannesar voru þau Árni stúd- ent Davíðsson og Þóra Jónsdóttir, systir síra Arn- óys sálmaskálds, liin merkasta kona, er síra Hann- es hrósar mjög i æfiágripi sínu. Hannes var yngstur 4 systkina, tveggja bræðra, er til menta voru settir, og einnar systur. Ekki liofði verið hugsað til að setja liann til menta, því að efna- hagurinn var örðugur og ekk- ert látið af gáfum hans. Kemst hann sjálfur svo að orði í æfiágripinu — og sýnir það meðal annars, liversu innilega hreinskilinn maðurinn var um sjálfan sig —, að hann hafi verið tregur til náms, en heldur hneigður til atliyggju (ingenio ad discendum tardo a medilatione non alieno). Sárt þólti honum því að vera ekki settur til menta, en hann bar harm sinn í hljóði, þangað til honum bar það happ að hönd- um, að Stefán Gunnlaugsen, sem þá var sýslumaður í Borgarfjarðarsýsln, þegar við fyrstu viðkynningu bauðst til að kenna lionum og láta kenna lionum undir skóla; lofar Hannes að makleikum þenna velgjörðamann sinn. Eftir 2 ára undirbúning komst liann i Bessastaða- skóla 1831; sagði liann sig þá 3 árum yngri en hann var, 19 ára 1 stað 22. En slíkt hið sama kváðu eldri bræður hans, sýslumennirnir Jóhann og Arnór, hafa gert, eftir því sem Hannes skjala- vörður Þorsteinsson hefur sagt mjer. Páll sagnfræðingur Melsled var samtímis Hannesi Árnasyni 1 skóla og liefnr hann sagt mjer, að Hannes hafi þá þegar þólt koma nokkuð ein- .IANIJAR 1«IÍS.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.