Óðinn - 01.01.1913, Side 7

Óðinn - 01.01.1913, Side 7
ÓÐINN 79 eins s57nt um stjórnarstörf og um -vísindaleg störf. Fyrir því liefur liann haft ýms merk störf á hendi og tillögur lians jafnan liaft mikið að segja. Hann sat lengi í háskólaráðinu, og var þar mikils metinn. Hann var tvisvar rektor háskólans. I yfirumsjón skólanna í Danmörku var liann frá 1875 til 1888. Þá er J. C. Jaeobsen stofnaði Carlsbergsjóðinn 1876, var Holm þegar kosinn af vísindafjelaginu i stjórn sjóðsins, og sat hann i lienni í 33 ár og var for- maður liennar í 20 ár. Hann hefur og um lang- an aldur verið stjórnandi Hjelmstjerne-Rosenkrón- ska sjóðsins. Það segir sig sjálft, að slíkum manni hefur verið sýnd viðurkenning á margan hátt. Þá er hann var að eins 34 ára, kaus vísindafjelagið hann fyrir fjelaga sinn; 42 árum síðar, þá er hann sagði af sjer formensku Carlsbergsjóðsins, sæmdi konungur hann stórkrossi Dannebrogs- orðunnar. Bogi Th. Melsteð. Fimmtíu ára minnincf o Finscns ljóslæknis 1910. Sá jeg sólgyðjii nð sœmri gðju: látins Ijósgoða legslað roða. Stóð jeg á strönd og slóð á önd, lmgfanginn, hljóðiir, af harmi rjóður. Herbresti lieyrði, ár hjörtiun dreyrði. Mannlasta mer'ð var á myrkurferð. Höfðingi lwer var með sora i sjer. Meir’ en málóða menningin fróða. Heyrði’ jeg herjanda lirifsa til landa ágirni alls milli fjöru og fjalls; alla auðhafa með okurklafa beila sjer „i borg“ um bragðarefs torg. Slarði jeg af strönd og stóð á önd, hljóður, hugslola, hnípinn, málþola. Mjer fanst mannlíf alt myrkt og kalt; svíðandi suml af sjúkleik, og hrumt. Leil jeg þ á landann fyrir lög handan sitja sjerslakan sigurspakan, semja við sólskin um sjúkan vin sjúkan sjálfan, í helju hálfan. Dró frá dagsverki dauðinn sterki, harður í horni, á miðjum mor’ni lœkni Ijósmæran lýðum kœran. — Mœni jeg á mar. — „Svá es mitl of far.“ Sól er úr sal yfir sœvi og dal. Eg er einmana, orkuvana; get ei sótt þig, sól, yfir sœvar ból, — lœkning landsmeina, lifsbótin eina! Hafði jeg i huga húm að huga, sjúkleik og sár og hin söltu tár, — all með eldmóði úr eyglór sjóði eins og andvana ástmögur Dana.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.