Óðinn - 01.02.1913, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.02.1913, Blaðsíða 3
ÓÐINN 83 Glampandi geisli, geturðu sagt mjer : gráta þá, gráta guðir á himnum? Til vorsins. (El'tir Fr. v. Schiller). Velkominn vertu, kœri vinur, með unaðinn þinn, blíðvinda látlu bera blóm heim i dalinn minn. Pú ert þá kominn, kœri, kominn með skrautið þitt, vjer glaðir göngum þjer móti og gleðjumst að haja þig hitt. Æ! manstu' ekki meyjuna blíðu, œ, manslu ekki eftir þvi þá unni mjer unga stúlkan ? og enn lifir glæðunum í. Jeg bað þig um blómin smáu, jeg bað handa ungri mey, jeg bið þig, jeg bið þig nú aftur, jeg bið þig — þú neitar mjer ei. Velkominn vertu, kœri vinur, með unaðinn þinn, blíðvinda látlu bera blóm heim í dalinn nunn. Hulda. Menn kannast við Huldu skáldkonu. Barnung fór hún að yrkja, og um 1903 fóru ljóð hennar að sjást á prenti. Þau vöktu þegar athygli margra, og menn fýsti að vita, hver hún væri, þessi Hulda, sem kvæði svona ljett og þýtt. Ekki leið á löngu þar til forvitni manna var svalað. Ýmsir höfðu fengið pata af því, liver Hulda væri, og loks kvað einhver upp úr með það á prenti, að þetta væri hún Unnur dóttir Benedikts Jónssonar frá Auðnum í Laxárdal í Þingeyjarsýslu og Guðnýjar Halldórsdóttur konu hans. Og Bene- dikt þektu allir þeir, sem fyigst höfðu með í við- skiftaumræðum vorum og fjelagsmálum síðastliðinn aldarfjórðung, — sjálfmentaða bóndann upp til dala,* sem las og krufði ekki að eins úrvalsrit Norðurlandaþjóða, heldur og Englendinga og Þjóðverja. Unnur Benediktsdóllir er fædd að Auðnum í Laxárdal 6. ág. 1881. Ólst hún þar upp hjá for- eldrum sínum fram um tvítugsaldur og naut hins besta uppeldis, enda var hún bráðþroska að gáf- um og nam snemma drjúgum af föður sínum og bókum þeim, er hann átti og hafði undir hönd- um. Komst hún þar í kynni við íslensku skáldin fyrst og fremst og síðan helstu skáldmæringa Norðurálfunnar, og efldi það mjög þroska hennar og hugsjónaafl. Víst má telja það, að ekki hafi það verið hvað síst æfintýraskáldskapurinn, sem mikil og varanleg áhrif hafði á Unni í æsku, enda varð líka margt til þess, að hún gerðist hand- gengin náttúrunni og undraináli því, er hún talar við draumlynda, hugmvndaríka unglinga. Æði- langt er milli bæja í Laxárdal, svo lieimilin mörg eru fremur út úr skotin; ólst Unnur því upp í fá- menni og hafði eigi dagleg kynni af öðrum en heimafólki. Hlaut hún því eðlilega að leita þess einkum, sem heimilið hafði að bjóða og nágrenni þess; varð það þá ekki áhrifalaust fyrir líf henn- ar og hugarstefnu, hversu náttúran í Laxárdal er auðug af fegurð og fjölbreytni og sjerstaklega lög- uð til þess — eins og dalanáttúran er venjulega — að laða anda æskumannsins að því, sem næst er, binda hann við það sterkum böndum ástar og viðkynningar og knýja hann til að skygnast langt inn í dularheimana utan við skarkala mannlífsins. Þa rna liðaðist áin í bugðum eftir dalnum, sum- staðar titrandi af afli og átökum, þar sem straum- aldan var mest, sumstaðar lygn og blíð á svipinn. Laxar og silungar ljeku við bakkann og fuglar syntu lil og frá, en skrúðgrænt engið á bökkunum, hrikavaxnir hraungarðar hjer og hvar og uppi i hlíðinni hvammar og gil og gljúfur með silfurtær- um lækjum, kafin í grasi og full af angandi blóm- um. En hinum megin við dalinn há og stórskor- in hamrabelti með huldu í hverjum steini. Á svona stöðum lieyrir maður hjarta landsins síns slá og nemur tungu náttúrunnar og skilur. Og á svona stöðum, mitt í einverunni og undir áhrif- um náttúrunnar, heyrir hver lijartagóður maður betur andvörp þeirra, sem eiga bágt í mannheim- um, heldur en í sjálfu vastrinu og skarkalanum þar.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.