Óðinn - 01.02.1913, Blaðsíða 7

Óðinn - 01.02.1913, Blaðsíða 7
ÓÐINN 87 Fyrstu búskaparár mín á Rifkelsstöðum var enginn maður í Eyjafirði sem virtist hafa áhuga eða hæfi- leika til að vera forgöngumaður verulegra framfara og fjelagsskapar í rjetta átt. J?að var Páll Magnússon á Kjarna sem mikið ljet á sjer hera og liafði víst mikla og góða hæfileika, en hann snerist mest að því að æra fólk til Ameríkufarar, hanngafút blaðið »Ameríka«, er prentað var á Akureyri, þá voru þeir líka dánir at- kvæðamennirnir Olafur Briem, Jón eldri á Múnkaþverá og síra Hallgrímur Thorlacius á Hrafnagili. Að vísu voru skörðin fylt, hvað áhrærði höfðingsskap og fram- komu »að gefa eftirdæmi«. Síra Daníel Halldórsson var kominn í Hrafnagi), sómi sinnar stjettar, fastur fyrir, fór vel með sitt embætti, vann því elsku og virðingu safnaðanna. Jón Jónsson yngri á Munkaþverá var sómi bændastjettarinnar, fríður maður á velli, vel gáfaður og mjög lesinn maður, svo hann gat mætt flestum lærðum mönnum i tali, og var víst stálminnugur á það sem hann las. Hafði jeg eins og fleiri mikla ánægju af því að hlusta á tal þeirra sira Ðaníels og Jóns eftir messu á Múnkaþverá, því prestur tafði þá oft lengi þegar gott var veður, en ekki voru þeir ávalt á söniu skoðun báðir, en það rýrði ekki vináttuna. Hreppstjórarnir í hreppunum hugsuðu mest um að verja hreppa sína fyrír vanheilum og veikburða mönn- um, og rak þá svo iangt stundum að bændur og lijú höfðu ekki frið þar sem þeir helst vildu vera og gátu best bjargað sjer. Var sá hreppstjóri mest metinn sem harðastur var og best gat bitið frá sjer. Petta var þá stefnumið Eyfirðinga og víst viðar í landinu. Um þetta leyti var meiri hreyfing í Suður-Pingeyjar- sýslu. Par voru menn sem ljetu nokkuð til sín taka, og gengust fyrir að vekja þjóðina til manndóms og menn- ingar. Síra Porsteinn Pálsson á Hálsi var mesti og besti maður í verslunarfjelagsskap og hófsemdarfjelögum. Pá voru þeir Jón Sigurðsson á Gautlöndum, sira Benedikt í Múla, síra Björn í Laufási, Einar í Nesi o.fl.miklir stjórn- málamenn, áhugamiklir í þeim og öllum framfaramálum. Líka voru þeir allir miklir búmenn á þeirrt tíð eins og fleiri Pingeyingar þá, enda fanst okkur Eyfirðingum þá mikið um vellíðun þeirra, litum stórum augum tílþeirra mörgu og stóru tólgarbelgja er þeirfluttu til Akureyrar, cnda liöfðu kaupmenn þá i miklum metum. Svo fetuðu þeir yngri Pingeyingar i fótspor þeirra eldri t. d. þeir bræður Tryggvi og Eggert Gunnarssynir. Tryggvi var vist sá fyrsti Norðlendingur sem fór til Reykjavíkur og kom aftur með skip hlaðið vörum á Akureyrarhöfn, sem hann skifti við bændur fyrir ull og tólg o. fl., varð Tryggvi af þessu mjög frægur og vann sjer álit margra. Par á eftir myndaðist Gránufjelagið og varð Tryggvi strax kaupstjóri þess fjelags. Leyndi þar sjer ekki dugnaður hans þá í því sem öðru og gerði margan brúnabrattan. Svo kom nú það sem hafði mestu og bestu áhrifin á þjóðina bæði leynt og Ijóst, sem var 1000 ára minn- ing ættjarðarinnar. Enginn atburður liefur spent eins mikið hverja taug og hvern viljakraft í mínum skrokk sem sá dagur 2. júlí 1874, er Eyfirðingar hjeldu þjóð- hátíðina á Oddeyri og allur sá undirbúningur og alt það stapp og skraf er þvi fylgdi. Blessaður sje sá dag- ur og blessað sje það ár og allur sá gróður, er þá fseti rætur um alt land, og sem borið hefur blessunarríka ávexli og uppskeru meiri en nokkrum þá gat til hugar komið. — En í mig kom einhver ókyrð, einhver þrá, eitthvað að starfa fyrir það almenna, reyna að efla fje- lagsskap, samtök og áhuga, en fann þó vel vanmáttinn hjá sjálfum mjer til að geta hrundið nokkru áfram í rjetta átt. En þá kom nú Eggert Gunnarsson til sög- unnar með sitt óstöðvandi framsóknarafl og sterku trú á sigur þcss góða, vildi því öllum hjálpa og öllum gera gott. Jeg fjekk sterka löngun til að kynnast honum, er hann var fluttur í Eyjafjörðinn, enda gat það vel lúkk- ast. Par var maðurinn, sem skapaður var til að prje- dika og hafa álirif á lýðinn, vekja menn til dugnaðar, til fjelagsskapar og samvinnu. En hann gat ekki stöðv- að sig, eða sest um kyrt, framsóknin var svo sterk, treysti á hermennina (bændurna), en þeir reyndust ó- nýtir til að berjast til þrauta og þá gafst foringinn upp eða fjell. Petta er gangurinn í sögunum. Jeg reyndi að rjetta hjálparhönd að því leyti sem orkan leyfði bæði við kvennaskólan á Laugalandi og framskurð Staðarbygðarmýra, í þessu hvorutveggja var Eggert formaður og driffjöður og kallaði hann mig þá stundum járnkallinn sinn. Að grönnum mínum hafi þótt jeg nokkuð framgjarn en ekki eins gætinn eða var- kár marka jeg á því, að eitt sinn, er jeg var í heyskoð- unarferð með öðrum mönnum á vetrardag, vorum við á ferð eitt kvöld. Snjór var og blindað, var jeg á und- an og veit ekki fy’-rri til en hengja sprakk undan mjer og jeg flatur, en spratt fljótt upp aftur, segir þá sam- ferðamaður minn: »Svona fer nú oft fyrir þessum fram- gjörnu mönnumw. »Gerir ekkert til« var svarið frá mjer, »þegar maður reisir sig svona fljótt við aftur og getur haldið áfram«. Pað hefur líklega verið fyrir framgirni mina að jeg komst bæði í sýslunefnd og hreppsnefnd og varð hreppstjóri 2 seinustu búskaparár mín. Aö vísu gerði jeg lítið gagn í þessum nefndum, þó feginn vildi jeg láta gott af mjerleiða. Ivona mín var nú orðin þreytt og heilsan biluð, rjeðum því af að hætta búskap. Ásrún dóttir okkar, sem hafði verið henni til aðstoðar sein- ustu árin, var nú komin frá okkur og gift Haraldi Sigur- jónssyni i Kvigindisdal i Suður-Pingeyjarsýslu, Einars- staðasókn, og árið 1883 fluttumst við norður til þeirra. Næsta vor fluttu þau Haraldur og Ásrún að Einarsstöð- um og fóru að búa þar á allri jörðinni, fluttum við þangað með þeim. Nú var jeg þá fluttur norður í Ping- eyjarsýsluna, sem jeg hafði haft svo miklar mætur á, bæði fyrir landkosti og viðkynningu margra manna þar, sem höfðu haft mjög góð áhrif á mig, enda tóku þing- eyingar mjer tveim höndum. Peir sýndu mjer líka þann heiður að kjósa mig á Pingvallafund sumarið 1885 ásamt Jóni frá Múla, er þá bjó á Arnarvalni. Líka voru þá kosnir fyrir »Pjóliðið« Sigurður i Ystafelli og Pjctur á Gautlöndum. Pá kom jeg til Reykjavíkur, hitti þar nokkra Norðlendinga mjer kunnuga, er tóku mjer mæta vel og sýndu mjer það markverðasta þar. Naut jeg og góðrar gestrisni frú Kristjönu Havstein o. fl. Yfir höfuð var ferðin mjög skemtileg og góð, fjekk líka rjett- ara og betra álit á Reykjavík eftir en áður. Pá sá jeg fyrst nafna minn, Jón Ólafsson, á Pingvöllum og heyrði

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.