Óðinn - 01.03.1913, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.03.1913, Blaðsíða 6
94 ÓÐINN húsmóðir og glaðlynd. Hún unni mjög sönglyst og var sjálf ágæt söngkona. Eignaðist hún eitt hinna fyrstu orgela, er komu í þetta bygðarlag, og studdi að aukinni söngiðkun. Hefur það meðal annars stuðlað til hinnar þægilegu glaðværðar, sem margir hafa kynst á heimili þeirra hjóna. Ant hefur henni verið um fremfara- og menn- ingar-mál kvenna. Vottur þess er það, að þau hjón Ijeðu liúsaskjól tvo vetur (1880—81 og 1881- 82) hinum fyrsta vísi kvennaskólans í Húnavatns- sýslu. Síðar varð eldri dóttir þeirra hjóna, Guðríður kona Jónatans Líndals óðalsbónda á Holtastöðum, 3 ár kenslukona, og síðan 7 ár for- stöðukona kvennaskólans á Blönduósi. Yngri dótt- ir þeirra lijóna, Jónína, hefur síðustu missirin afl- að sjer aukinnar fræðslu við hússljórnarskóla í Svíþjóð og Noregi. Með slíku uppeldi dætra sinna hafa þessi hjón sýnt í verkinu hug sinn til menn- ingarmála kvenna. Þess skal að lokum getið, að þau hjónin hafa gengið í foreldrastað nokkrum fósturbörnum — og marga fátæka hafa þau gjöfum glatt. Myndirnar eru af Sigurði 40 ára og Margrjeti 47 ára. H. G. a Rokkhljóð. Amma, snúöu rokkinn þinn, er rökkrið færist nær! liuganum er pytur hans að fornu kær, meðan stjarna í vesturvegi vakir logaskær. Amma, snúðu rokkinn þinn!—mjer rennar margt í hug, eg sje álfahamra við elfarbug, hríslur grannar höndum vefja hengiflug. Logn og tunglskin tjóma fölan leggur yfir dal, grasahvammar girða góðan huldusal; veikt und bökkum víða heyrist vatnsöldu-tal. Álfamey og yngissveinn, sem er úr manna bygð, haustgulum í lundi hafa bundið trygð. Fjarri er á feginsstundu fals og hrygð. Veslingur! Hún veit ei hvað það varir skamma hríð, hulið geymir framtíðin hugarstríð: sveinninn bregst, því hann ei þýðist huldulýð. Amma, — láttu rokkinn kveða raunafögur lög: Ein fer dóttir bónda inst í tjalla drög, týnda fjárins leitar snótin ljúf og fríð og hög. Fjallabúinn seiðir hana syni ungum nær inst í grænan afdal, þar aldrei fellur snær; stórum hjörðum kringdur þar stendur bær. Ekki nemur meyjan ró, úr miðri sveitabygð, levnist burt með vori, launar þannig liygð; hugsar þó til fjallsveinsins með harmljúfri trygð. Teygðu þráðinn, amma góð, — í álfheim Snotra fer, undan veltur hnoðan, sem fylgja ber. Oft jeg vildi eina slíka eiga handa mjer. Amma, — nú fer Gilitrutt heim á bóndans bæ; betur skil jeg núna hvaða laun jeg fæ, ef að jeg við ullarstarían slöku slæ. Góða amma, láttu rokkinn ljúfari syngja óð! Lineik saumar klæðin kongssonarins hljóð, veit ei að hún verða skal hans brúður, blíð og rjóð. Sje jeg kong, er annað sinn vill brúði fylgja’ að beð, beit hann íllra rógur — hann fær ei við því sjeð. Brúðurin rjetta raunmædd stendur rekkjuljósið með. »Brunnið er kertið, Gríshildur - þú gómana skalt ljá«! »Gómar brenna sáran«, hún mælir þá, »en sárar brennur hjartað af sorg og þrá«. Gríshildur hin góða hafði gengið þrautaskcið; sigrað hafði dygðin sorgir og neyð. Lýsti kong og drotningu hamingjusól heið. Mjaðveig — ísól — Marþöll sje jeg — margt er sagnalið; dreyminn huga heillar huldra vætta svið, þegar einn hjá ömmu ’eg sit og uni rokksins nið. Fer jeg nú með Helgu litlu’ í helli fjallaraums, — okkur skemdi ekki eftirlæti glaums, rekjum gegnum þungar raunir þræði gæfutaums. Amma, nú skin aftanstjarnan yfir Tröllarcin; sje jeg helli Heiðar við hrikastein. Heldur vildi hún deyja ung en draga’ á tálar svein. Góðar vættir tala gegnum sagna söng og óð; sæll er hver, sem unir við þá björtu glóð mcðan í rökkri rokkur ömmu raular vögguljóð. — Fegri varstu, bernskudalur, fjalla hulinn ró heldur en síðan samtíð þig út í umheim dró. Oft jeg fyr i einveru alsæl hjá þjer bjó. Fylgir mjer um æfi alla álfa þinna spil; glegst þann hljóm jeg heyri og skýrast skil þegar amma þeytir rokk í þöglan rökkurhyl. Hulda.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.