Óðinn - 01.03.1913, Blaðsíða 7

Óðinn - 01.03.1913, Blaðsíða 7
ÓÐINN 95 Tækifærisvisur um atburði og bækur 1912. „pó aö Páli bresti brá, bjili Grim að skrifa og Porsteinn líka falli frá, ferhendurnar lifa“. J. Ó. Tveir meistarar. Landar veðrið sækja í sig, seiglast framar vonum, — unnu tveir menn íturstig út’ í þjóðlöndonum. Heimur og hugur. Það er að vinna á þrautum bug, það er að sýna kjark og dug, þegar smali’ um heim og hug hefur sig á snildarflug. Einfalt líf. Þökk sje Jóni’, er þessa vann þýðing, listum hæfa. Sigurð Kristjáns son og liann signi heilög gæfa. Dr. Helgi rjetursson. Helga sindrar öllum af eins og skíni’ í bylgju, gaf þeim manni gull og raf guð, í heimanfylgju. Þótt að snillings komi’ eg knjám og kjósi orð hans muna, undanskil jeg grein um Glám, gerða’ úr — heilaspuna. Fór að vonum. Það fór eins og var til von: vondum augum gjóta á Ingibjörgu Ólafsson ástræningjar snóta. Gó og freyddi mest á mig, minsta sakborninginn, bleytti jafnframt sjálfa sig sóma-»snjókerlingin«. Örbirg kona yls frá sól ætti þögl að móka. Þumaðu saman þjelt með ól þverrifuna, Snjóka! Guðbrenskan. Ættum göfgum aftur fer, er því margur hreldur, — Guðbrands nafni gengið er, gelgjumenskan veldur. Daginn brestur dýrðarmátt, dreymir um leiðir kunnar, undir sól er orðið lágt orðstírs Guðbrenskunnar. Moldar þykkur hæfir hnaus hvofli þínum Ijótum, gjálfurtunga greindarlaus, gorug öll frá rótum. Draumav Hermanns. Hlaupa menn á hæstu fjöll, hvima’ af þeirra núpi. En við erum stödd á ísi öll y'fir regindjúpi. Niður um hann að vaka vök væri drýgri sæla. Drótt, sem metur drauma rök, drjúgt má þaðan kræla. Dreymin sál í dular-ver dorga rennir færi. — Hermann þaðan höpp sín ber handan um landamæri. Hugur skygn á heima-þröm horfir að dýrstu munum. Undramóðan enn er söm eins og í þjóðsögunum. Flónin hlaupa fram að Gjöll, full eru lönd með skrýpi. En við erum slödd á ísi öll yfir regindýpi. Naíans saga og Skáld-ltósu. Brynjúlfs hönd er bauga verð. Býsna marga drögu hefir ’ann gjarn á framaferð flult úr námum Sögu. Um heimspekina hefur lágt, hún mun sæmd ’ans þyngja. Áður reit hann Þuruþátt, þar með Kambræningja. Vitrings hönd að vættisburð vann, með rannsóknunum, dró upp Hjálmars æfiurð eftir heimildunum. Jötni skálda unt var yls inn við stöðvar svana; þar í helli gljúfragils glóir í málmeldana. Brynjúlfs djúpa viskuvild, vaxin upp úr nauðum, Rósu og Natans rjettu snild reisir nú frá dauðum. Glöggur þulur gætti sanns, gróf upp týnda daga heilsubótar mikla manns, mestu dóttur Braga. Þjóðar börnum þessum tveim þó var mál á náðum. — Eldur logar yfir þeim: einstakt gull í báðum. Þar hefur efni þjóðin mist, þjáð af mörgu tjóni, — margan dýran kynja-kvist kalið hefur á Fróni. Heiglast upp og beglast blóm, besti andans gróður, — eftir standa auð og tóm ótal Berurjóður. Þolað gætu þessa frjett þeir, sem lifa’ á vonum, ef nú væri af oss ljett öllum kalviðronum. Bólu-Hjálmarssaga. Hjálmars lund var hörð og ströng, hyldjúp á með vökum, kvæðin hans: um gljúfra göng griðarhlaup með jökum.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.