Óðinn - 01.03.1914, Blaðsíða 2
90
ÓÐINN
Væringjar.
ekki af kappi, því að stofa hans var altaf full af
gestum fram á nótt, og þá var drukkið mikið kaffi.
K. F. U. M. var stofnað 2. jan. 1899 og átti
fyrst framan af við ýmsa erfiðleika að stríða. En
síra Fr. hefur ætíð verið stórhuga, bjartsýnn og
glaður, og honum kom því ekki til hugar að leggja
árar í bát. Þá voru haldnar margar blessunar-
ríkar samkomur, og seint gleymi jeg þeim fundum,
sem haldnir voru á hinum fyrstu árum, er fjelagið
átti heima uppi á lofti í Hegningarhúsinu og f
leikfimishúsi barnaskólans og síðar í Melsteðshúsi.
Þegar jeg hugsa til þessara byrjunarára, þá get
jeg ekki annað en dáðst að því, að öreiga stúdent
skyldi eiga slíkan áhuga og hafa þor til þess að
byrja svo mikið og vandasamt starf. En nú skal
ekki rakin hjer saga K. F. U. M. Það verður
gert á sínum tíma. Allir bæjarbúar þekkja húsið
við Amtmannsstíg, er K. F. U. M. býr í. Þaðan
heyrist oft söngur, nær því á hverju kvöldi, og þó
sjerstaklega á sunnudögum. Þá er húsið sannar-
lega vel notað. Kl. 10 koma sunnudagaskóla-
börnin þangað, oft eru þar 4—500 börn saman
komin. Formaður þeirrar starfsemi er Knud Zimsen
verkfræðingur og starfa þar ásamt honum bæði
menn og konur. Kl. 4 er drengjafundur haldinn,
og koma þá drengir á 9—14 ára aldri; hef jeg
oft sjeð fleiri hundruð drengi á þeim fundum.
Þar er sungið af fjöri miklu og hef jeg óviða verið
á jafn skemtilegum
samkomum. Þar
stjórnar síra Fr.
með ótakmörkuðu
einveldi og hverri
hans bendingu er
tafarlaust lilýtt. —
Kl. 6 hefur á und-
anförnum árum
verið haldin sam-
koma fyrir unga
pilta á 14—17 ára
aldri, sá fundur
hefur nú í vetur
verið fluttur á ann-
an dag. KI. 8l/z
er haldin almenn
kvöldsamkoma fyr-
ir konur og karla,
þar sem allir eru
velkomnir, og er þar
mikil aðsókn. Það
mun láta nærri, að rúmlega lOOOmanns sæki sam-
komur í húsinu á hverjum sunnudegi allan vetrar-
timann. Á öllum þessum samkomum hefur síra
Fr. verið og oft talað á þeim öllum. Jeg veit, að
það hefur nokkrum sinnum komið fyrir að hann
hefur vakað mestalla aðfaranátt sunnudagsins,
starfað í sunnudagsskóla að morgni, haldið ræðu
í dómkirkjunni kl. 12, þotið fram á Seltjarnarnes
kl. 2, haldið þar samkomu, og drengjafund hjer
kl. 4, unglingafund kl. 6 og almenna sanikomu
kl 8^/2, og að þeirri samkomu lokinni hefur hann
oft haft 20 gesti hjá sjer, og þegar þeir voru farnir,
þá fjekk hann tima til að borða. Næsta dag fór
hann suður í Hafnarfjörð, hefur farið þangað gang-
andi í hverri viku, stundum tvisvar, og haldið tvær
samkomur og komið heim aftur nokkru eftir mið-
nætti. í Hafnarfirði hefur hann stofnað K. F. U. M„
og sjálfur leigt hús til þess að hafa ávalt vísan
fundarstað þar.
Á þriðjudögum hefur biblíulestrarflokkur fundi
í K. F. U. M„ á miðvikudögum er fundur í smá-
meyjadeild, á fimtudögum í aðaldeildinni, þar eru
þeir, sem eldri eru en 17 ára og eru um 200 með-
limir í þeirri deild, á föstudögum er fundur í
kristilegu fjelagi ungra kvenna; hefur síra Fr.
einnig stofnað það fjelag.
Auk þessa eru margir smærri fundir, úrvals-
fundir, söngæfingar, æfingar lúðrasveitarinnar, út-