Óðinn - 01.03.1914, Blaðsíða 8
96
ÓÐINN
Dimman skundar dags á fund,
dregur blund af skýjum;
vefjast grundir, gil og sund
geislum undurhlýjum.
Dýrólína Jónsdóttir.
0
Þórður Guðmundsson
er fæddur 28. oktb. 1844 að Kvíarholti í Holtamanna-
hreppi. Foreldrar hans voru: Guðm. bóndi Einarsson í
Kvíarholti Einarssonar, Jónssonar frá Hofi á Rangár-
völlum, og Sigriður Þórðardóttir frá Efri-Hömrum,
Póröur Guðmundsson.
Jónssonar, Gíslasonar trá Sauðholti, af hinni alkunnu
Bolholtsætt. Móðuramma hans var ættuð úr Skaftafells-
sýslu; hún var ein at peim mörgu, er flýðu undan
Skattáreldinum vestur í Rangárvallasýslu. Alsystkini
á Pórður engin, en nokkur hálfsystkini.
í*egar Pórður var á fjórða ári, misti hann móður
sína; var hann þá tekinn til fósturs ai móðurbróður sín-
um Erlendi Pórðarsyni bóndi á Kálfholtshjáleigu og
konu hans Sólveigu Brynjólfsdóttur prests í Kálfholti,
var hann þar þangað til þau hættu búskap árið 1859.
Pau hjón voru fremur fátæk, og lifði Pórður oft við
þröngan kost á uppeldisárum sínum, og telur hann sig
hafa haft betra af þvi í lifinu heldur en að hann hefði
alist upp við auð og alsnægtir.
Mentun hafði hann alls enga, fremur en þá var títt
um alþýðulólk, að eins kendur lestur og kristindómur;
skrift var honum engin kend, en hann lærði af sjálfum sjer
að draga til stafs, og notaði til þess penna, er hann skar
sjálfur úr fuglafjöðrum, en kálfsblóð notaði hann fyrir
blek. En guðsótti, ráðvendni og góðir siðir voru hon-
um innrættir í fylsta máta, og hefur hann sýnt ávexti
þeirra í verkum sínum.
Pegar fósturforeldrar Pórðar brugðu búi, fór hann
vinnudrengur lil Jóns Tómassonar bónda i Sauðholti,
dvaldi hann þar2 ár, fór síðan sem vinnupiltur að Hófs-
hól til Jóns stúdents Brynjójfssonar, síðar prests að
Kálfholti, og konuhans Pórunnar Bjarnadóttur frá Sand-
hólaferju, var hann þar vinnumaður í 8 ár og var árs-
kaupið 32 kr., og þótti það hátt kaup á þeim tima, þótt
þykja mundi heldur lágt nú. Vorið 1869 byrjaði hann
búskap í Hala og kvæntist um haustið uppeldisdóttur síra
.lóns og konu hans, og bróðurdóttur maddömu Pórunnar,
Valdisi Gunnarsdóttur frá Sandhólaferju, en hann misti
hana eftir 8 ára sambúð. Pau eignuðust 3 dætur, sem
allar eru álífi. Árið 1879 kvæntist hann aftur systur fyrri
konu sinnar, Kristínu Gunnarsdóttur; þau hafa eignast 5
börn, og eru 3 af þeim á lífi. Eldri dæturnar 3 heita
Margrjet, Pórunn og Jónína. Margrjet er gitt Ól. Ólafs-
syni hreþpstj. á Lindarbæ, Pórunn gift Porsteini Jóns-
syni oddvita í Moldartungu, og Jónína gift Hannesi
Pórðarsyni verslunarmanni á Eyrarbakka. Af yngri
börnunum eru tvö gift, Pórdís og Gunnar. Pórdís er
gift Bjarna Jónssyni í Moldartungu, en Gunnar er kvænt-
ur Málfríði Jónsdóttur frá Bildsfelli og tók við búi i
Hala síðastl. vor. Sigríður er ógift heima hjá föður
sinum.
Pórður hefur um langan tíma haft á hendi flest
þau obinber störf, sem hægt er fyrir bónda að gegna.
í hreppsnefnd var hann kosinn fyrst þegar hrepps-
nefndir voru skipaðar, og sat hann í hreppsnefnd milli
20 og 30 ár, hreppsnefndaroddviti var hann nokkur ár, og
þar á meðal hallærisárið 1882, ogvarþað umfangsmikið
starf á þeim tíma í stærsta hreppi landsins, eins og
Holtamannahreppur hinn forni var. Hreppstjórn hafði
liann á hendi í 35 ár, fyrst í Holtamannahreppi hinum
forna og síðar í Ásahreppi eftir að lireppunum var skift.
Hreppstjórn sagði hann af sjer fyrir 3 árum. Sýslu-
nefndarmaður var hann um 20 ár. Til alþingis var
hann kosinn fyrir Rangárvallasýslu 1892 ogvar þingmað-
ur til 1902. Hann sat á 6 þingum. í palladómum um
þingmenn 1893 lýsir »ísafold« framkomu Pórðar þannig:
»Pórður Guðmundsson fyrsti þingmaður Rangvellinga
er greindur vel og gætinn, hygginn og fastráður, einarður
og fylginn sjer, og vel máli farinn«. Safnaðarfulltrúi var
hann frá því þau lög komu í gildi, og fjárhaldsmaður
Hófskirkju í 30 ár, hann stóð fyrir byggingu hennar árið
1883, og er hún snotur, vönduð og vel hirt. Pórður var
fyrsti hvatamaður til að koma á fót pöntunarfjel. á Stokks-
eyri, og 3ji aðalstolnandi þess með þeim Páli sál. Briem
og síra Jóni Steingrimssyni; hann sat í stjórn þess þau
3 ár, er þeir Páll sál. Briem og síra Skúli í Odda voru
formenn þess, en er þeir hættu formannastarfinu, var
Pórður kosinn í það og hefur hann gegnt því í 20 ár,
þar til síðastl. vetur að hann sagði því starfi af sjer.
Pöntunarfjelag Stokkseyrar er elst kaupfjelag lijer á
Iandi að kaupfjelagi Pingeyinga undanskildu. Um tíma
hafði fjelagið mjög mikla umsetningu og marga viðskifta-
menn, þaðnáðiyfir mikinn hluta Árnessýslu, alla Rang-
árvallasýslu og nokkurn hluta Vestur-Skaftafellssýslu. í
mörg ár voru aðalfundir fjelagsins haldnir í Hala, og
var þar þá sem oftar mannmargt, því dcildir þess voru
24 og því upp að 30 manns aðkomandi, var þarhiðmesta
mannval samankomið úr 3 sunnlensku sýslunum.
I’jelag þetta er eitt at þeim fáu fjelögum, sem er
skuldlaust, en á þó töluverðar eignir bæði í húsum og
peningum. Umboðsmaður L. Zöllner telur fjelag þetta