Óðinn - 01.03.1914, Blaðsíða 10

Óðinn - 01.03.1914, Blaðsíða 10
98 ÓÐINN hafi myndast af þeim. Miklu líklegra sýnist það vera, að nafnið sje dregið af þvi, að við eyrina er kjörhöfn (sbr. kjörgripur, kjörkaup, kjörtrje o. s. frv. Það er sama sem: kostagripur, gæðakaup, úrvalstrje). Þar er eflaust með bestu skipalegum og lendingum hjer á landi; hafa því tíðum þilskip og opin skip til þessa tíma beðið þar eftir góðu sjóveðri eða góðum kjörum, sem kallað er. Þess munu líka færri dæmi, að e hafi breytst í ö, heldur mun mega finna hið gagnstæða, t. d. smjör í smjer, kjöt í ket, o. fl. Jeg hef ekki átt tal um þetta við neina sagn- fræðinga nema sjera Þorleif heit. Jónsson á Skinna- stöðum, er ritaði Kerseyri; vildi hann ógjarna kannast við það, að skoðun Jóns rektors (er hann kallaði fóstra sinn) væri vafasöm í því máli; sagðist reyndar ekki hafa hugsað um það eða rannsakað. Seinna breytti hann rithættinum og skrifaði Kjörs- eyri, og má telja víst, að hann hefur ekki gjört það fyrri en eftir nákvæma rannsókn. Annað bæjarnafnið, sem jeg vildi minnast á, og höf. hyggur að dregið sje af keri, er Kjör- eða Kjörsvogur hjer í sýslu, sem í daglegu tali er al- ment nefndur Kervogur; svo nefna flestir bæinn, er jeg hef heyrt minnast á hann. Um það bæjar- nafn mun líkt mega segja sem um Kjörseyrarnafnið, að ö hefur að líkindum orðið að e. Jeg hef ekki komið að Kjörvogi, eða Kjörsvogi, en kunnugir hafa sagt mjer, að þar væri góð skipalending. — Um nöfnin Kervog og Ketseyri sýnist vera óþarft að fjölyrða; það eru svo auðsæjar afbakanir. Þriðja nafnið, sem jeg vil nefna, er Böðmóðs- staðir í Laugardal í Árnessýslu. Hinn háttvirti höfundur er, að því er mjer skilst, ekki viss um að Böðmóðs- sje hið rjetta nafn. Sumir hafa ætlað að bærinn hafi dregið nafn af Böðmóði, syni Þóris haustmyrkurs, er nam Selvog og Krísuvík; en hvað sem um það er, þá var Böðmóðsnafnið ekki svo sjaldgæft í fyrri daga. Landnáma nefnir 5 Böð- móða; einn þeirra var Böðmóður landnámsmaður í Böðmóðstungu. Eitt dæmi þess, að ö verður að e, er það, að bærinn Böðmóðsstaðir var vanalega, þegar jeg var í Laugardalnum, nefndur Bemóðsstaðir; nokkra heyrði jeg nefna Bjámústaði, og enn aðra Bjamu- staði, en ekki var það alment, enda heyrði jeg greinda menn henda gaman að þeim nöfnum og gjörðu úr því Bjánastaði. Hillingalandið mitt. Vængljettar höfðu þær vogað sjer hátt vonirnar mínar ungu Lognkyrt og fagurt var lífsdjúpið blátt, Ijóðkvikri friðartungu raddir, sem heyrðust úr ýmsri átt, unað í hjartað sungu. Þangað, sem hillingalandið mitt lá, lyftu þær vængjum þöndum. Hallir i fjarlægð með hvolfþökin gljá hófust á fögrum ströndum, hækkandi, lækkandi, iðandi á árroðans geislaböndum. Svellandi lifsþrána seiðandi nær sólgeisla móðu kafið; álengdar sjáanlegt, alt af þó fjær óþektum hömlum tafið; lengri þangað, já lengri’ en í gær leiðin því varð um hafið. Hillingalandið mitt, hvað sem þar bjó, hefði jeg numið feginn, aldrei um hafið enn hefi jeg þó hitt þangað rjetta veginn; nú held jeg eflaust að sje það í sjó sokkið mjer hjerna megin. Vonunum mínum ei vissu’ um það ljær, þó vilji þær gá í spilin, hillingalandið hvort hitt geti þær handan við skuggaþilin. Máske það lyftist og líði þá nær um leið og jeg kafa hylinn. Svb. Björnsson. M Sögur Gunnars Guunarssonar af Borgarætt- inni, sem komið hafa út á dönsku í 3 þáttum, koma áður Iangt um líður út á íslensku á kostn- að bókaverslana þeirra Sigf. Eymundss. og Sig. Kr. Hin síðasta, »Gestur Eineygði«, sem út kom í Khöfn siðastl. haust, hefur fengið mjög mikið lof. Finnur Jónsson á Kjörseyri. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.