Óðinn - 01.03.1914, Blaðsíða 6
94
ÓÐINN
þeirra stjórn var eitt hið fegursta, er jeg hef nokkru
sinni þekt.
En það væri nú eins ómögulegt fyrir mig og
hverja aðra persónu, að rekja alla þá þræði, sem
eru ofnir inn í vef lífs míns; jafnvel það, sem mjer
er ljóst, yrði of langt mál.
En það eru einkum áhrif þau, sem jeg hef
orðið fyrir af bókum, sem jeg skal stutllega
minnast á, — því jeg er í engum vafa um að
bækur þær, sem jeg hef lesið, eiga allstórann þátt
í að skapa hugsunarhátt minn. Og skipa jeg
Biblíunni óhikað fremst allra bóka. Það var bók-
in, sem jeg las með svo hugfanginni ánægju þegar
jeg var 10—12 ára gamall; þegar jeg sat uppi í
rúminu um hinar björtu vornætur og las þangað
til kl. var 1—2 að morgni. Það er sama bókin
enn, sem er næst hjarta mínu, og þar næst bækur,
sem gera mjer hana ljósari. Og nú kemur mjer
til hugar, að hver góð bók geri það; og er þá ekki
hugsanafræðislega rjett að álykta, að hver bók, sem
ekki gerir það, sje ekki góð? Jeg elska vísinda-
legar bækur, og hef lesið margar, einkum á síðari
árum; og jeg er algerlega fráhverfur þeirri skoðun
að visindi og trú sjeu, eða þurfi að vera, hvort
öðru gagnstæð. Sannleikur sá, sem innifelst í báð-
um, er óefað frá hinum sama höfundi.
Nú verð jeg að snúa til baka; og er þá fyrst
að minnast þess, að þegar jeg kom hingað, fyrir
14 árum, var málið, eða rjettara sagt málleysið,
mín stærsta hindrun. Því þrált fyrir það, að jeg
hafði lært ensku dálítið bóklega — sjerstaklega
má jeg minnast hinnar ágætu tilsagnar, er jeg naut
hjá Jóni Þorvaldssyni cand. phil. — þá fann jeg
brátt, að þegar kom til að tala málið var jeg
næstum mállaus. Jeg setti mjer það markmið að
læra ensku svo ýtarlega sem kringumstæður mín-
ar leyfðu. Má jeg hjer láta í Ijósi ánægju mína
yfir hinni ágætu hjálp, er orðabók Geirs Zoéga
veitti mjer; jeg hef eigin reynslu fyrir mjer, þegar
jeg segi að sú bók sje ágæt, það sem hún nær.
Jeg er rærri því búinn að slíta henni út, og fer
jeg þó vel með bækur, að barnalærdómskverinu
undanteknu!
Brált komst jeg í kynni við trúarskoðanir og
trúarlíf hjer, eflir því sem jeg lærði málið, og ekki
leið á löngu áður en jeg gekk í kyrkjufjelag
Wesleyan Meþódista, og i því er jeg enn. Ekki
löngu eftir að jeg sameinaði mig, þessu kyrkjufje-
lagi, var þess farið á leit við mig að taka þátt í
Sunnudagaskólakenslu; ljet jeg til leiðast, og
byrjaði auðvitað neðarlega í skólanum; en eftir 2
ár var mjer skipað sem kennara í efsta bekk
(Select Class). Eru í honum drengir 12—16 ára.
Jeg fann brátt, að það var óumflýjanlegt að
lesa mikið til undirbúnings slíkri kenslu, og það
því fremur sem sumir þessara drengja hafa fengið
góða mentun í öðrum greinum. í Sunnudags-
skólanum eru það auðvitað trúarbrögð sem mestu
varða. En það er þýðingarlítið að segja við
stálpaða drengi: sÞetta stendur í Biblíunni, og
þessu eigið þið að trúa«.
Til'þess að kynna mjer sem best alt, sem að
trúarbragðakenslu laut, keypti jeg bæði bækur og
blöð, sem gátu hjálpað mjer. í blaði einu, sem
kemur út vikulega og flytur ýmislegt kirkjulegs- og
trúarbragðalegs efnis, auk ýmsra leiðbeininga fyrir
sunnudagsskólakenslu, rak jeg mig á grískar mál-
fræðisæfingar, sem eru gefnar út vikulega um 6
mánuði ársins, og eru þær ritaðar af prófessor
S. W. Green, M. A., guðfræðiskennara við Regents
Park College, London. Hjer var þá tækifæri til að
læra frummál Nýja-Testamentisins, og rjeð jeg
það af, að beiðast inntöku sem nemandi; kensla
er ókeypis fyrir kaupendur blaðsins, utan 1 chill*
ing fyrir að skrá nafn manns sem nemanda, og
bækur kaupir maður sjálfur, eftir því sem ákveðið
er og kenslan útheimtir; en rjettur er manni veitt-
ur til að skrifa kennaranum og beiðast leiðbein-
ingar hans, ef maður kemst í ógöngur, sem er það
auðveldasta sem liægt er að hugsa sjer, þegar
maður byrjar grískunám á þennan hátt.
Við miðsvetrarpróf fyrri veturinn fjekk jeg 83
stig, og við vorpróf, þ. e. eftir 6 mánuði, fjekk
jeg 87. Þetta þótti mjer allgott, en ekki var jeg
vel ánægður með það.
Næsta ár var jeg náttúrlega í eldri deild nem-
enda; voru okkur þá setlir kaflar úr Nýja Testa-
mentinu til að þýða, og undir próf áltum að lesa
St. Jakobs pistil, sem ererfiðara að þýða en suma
aðra kafla Testamentisins; finnast þar nokkur orð,
sem koma ekki fyrir annarstaðar. Nú las jeg af
kappi, en erfiðleikum þeim, sem jeg varð að yfir-
slíga, þarf jeg ekki að lýsa.
Jeg læt mjer nægja að geta þess, að þegar
prófskjalið kom til baka merkt 100, þá fjekk jeg
endurborgaða fyrirhöfn mína, og einkum var með-
vitundin um það, að jeg væri að minsta kosti
kominn áleiðis með það áform mitt, þegar jeg byrj-
aði námið, að afla mjer þekkingar á frummáli hins
þýðingarmesta rits heimsins, máli, sem að dómi