Óðinn - 01.03.1914, Blaðsíða 9

Óðinn - 01.03.1914, Blaðsíða 9
Ó Ð I N N 07 vera eitt meðal hinna áreiðanlegustu fjelaga, er hann kaupir inn fyrir. Og sýnir pað hvaða þýðingu pað hefur, að hafa hygna, vandaða og áreiðanlega menn til forustu og framkvæmda fyrir pannig löguðum fje- lagsskap. Pórður mun hafa verið einn af peim fj'rstu, er taldi nauðsyn á að koma upp sláturhúsi í Reykjavík, og flutti hann frumvarp um pað á pingi 1897, vitanlega í annari mynd en sláturfjelagið nú er, en pað fjekk pá sfæmar undirtektir, einkum hjá Reykvíkingum. Hann var einn af stofnendum sláturfjelagsins og hefur altaf setið í stjórn pess. Sjóróðra stundaði Þórður um 30 ár; var hann fyrst formaður heima í 15 ár, en er fiskur hætti að ganga að Rangársandi, fór hann raeð skip sitt að Loftsstöðum og var par 15 ár formaður; hann var talinn sjálfstæður, snar og heppinn formaður. Öllum hinutn mörgu og umsvifamiklu störfum, er Pórði voru falin, hefur hann gegnt meö áhuga, skyldu- rækni, samviskusemi og reglusemi, og i hvivetna sýnt sanngirni og samvinnupýðleik. Hann hefur fj'lgt vel fram öllum tramfara- og fjelags-málum. Manna best skilið og barist fyrir samvinnufjelagsskapnum og pýðing hans fyrir okkar fámennu og fátæku pjóð. Hann hefur verið fastráður og ákveðinn i skoðunum sínum, starfsamur og duglegur í verkum sínum, skemtinn og fjörugur í viökynningu og viðræðum, og góður heim að sækja. Þórður hefur búið í Hala 45 ár, við lítil efni fyrstu árin, en fyrir hagsýni og dugnað græddist honum fje, svo nú siðustu árin hefur hann haft stórt bú, og verið einn meðal hinna hæðstu gjaldenda hreppsins. Aldrei hefur hann komist í heyprot, ávalt átt fyrn- ingar, minnst 1 málfaðm. Það var fellisvorið — 1882, eftir að hafa veitt nokkrum af hinum mörgu hjálpar- purfandi drjúga heyhjálp. — Betur að allir væru eins fyrirhyggjusamir fyrir fjenað sinn. Eins og áður er sagt, er Rórður kvæntur Kristínu Gunnarsdóttur, sem hefur reynst honum mjög tryggur og trúr förunautur, og góð meðhjálp til að byggja upp heimilið og bregða pví ljósi yflr pað, sem hefur lýst i góðri sambúð og samvinnu skyldra og vandalausra, ráð- deild, rausn og reglusemi, gestrisni, stöðugu hjúahaldi og góðum siðum, svo pað hefur verið fyrirmynd og sveitarprýði að allri umgengni, og gott hæli preyttra vegfarenda. Þórður er næstum sjötugur að aldri, en Kristín 4 árum ynsjri; pau eru hæði farin mikið að missa sjón, og bila að heilsu, en bæði hafa pau unga sál og áhuga fyrir margri nýbreytni og framförum, er horfa til hags- muna og heilla. Pórður hefur fylgst vel með gangi allra hinna stærri og pýðingarmeiri pjóðfjelagsmála, og tekið pátt í peim sem ungur væri. Vorið 1910 hjeldu hreppsbúar peirra peim fjölment samsæti, og færðu peim kvæði, og t*órði úr með festi en Kristínu slifsisnælu, sem pakklætisvott fyrir langt, uppflýggilegt og vel unnið starf, og hin almenna páttaka hreppsbúa í gjöfunum sýndi vel pað hugarpel, er peir hera til peirra hjóna. Pau hafa ávalt notið trausts og virðingar allra, er pau hafa pekt. Nafn Pórðar í Hala mun verða ritað á söguspjald hjeraðsins meðal liinna merkustu og nýtustu hjeraðs- höfðinga, sem áunnið hafa sjer viðurkenningu fyrir virkileik verka sinna. G. J. # Þrjú bæjanöfn. í Safni til sögu íslands 1911 er ritgerð um íslensk bæjanöfn, eftir dr. Finn Jónsson prófessor í Kaupmannahöfn. Þar eru aðeins þrjú bæjanöfn, sem jeg vildi leyfa mjer að minnast á, og er þá fyrst Kjörseyri, Hinum háttvirta höfundi þykir líklegast, að Kjörs- sje dregið af keri, og hafa fleiri verið þeirrar skoðunar; ef mig ininnir rjett, þá mun dr. Jón rektor Þorkelsson hafa hreyft því fyrst, og fóru þá nokkrir að rita Kerseyri. í handritum Landnámu er bæjarnafn þetta ritað á þrjá vegu, eftir þvi sem ráða má af for- mála fyrir fyrsta bindi íslendingasagna, sem Forn- fræðafjelagið gaf út í Kaupmannahöfn 1829 (jeg hef ekki við hendina aðra útgáfu af Landnámu). í handriti sjera Jóns Erlendssonar í Villingaholti (1632—1672) af Landnámu, er menn ætla hina elstu og samda af Sturlu lögmanni Þórðarsyni, er ritað Korseyri, sem er sama og Körseyri, því þá rituðu menn tíðum o fyrir ö, er sjá má af nefndum formála. í öðru handriti sjera Jóns Er- lendssonar af Landnámu (skrifuðu eftir bók þeirri, er Haukur lögmaður Erlendsson samdi eftir hókum þeirra Sturlu lögmanns Þórðarsonar og Styrmis hins fróða, og nefnd hefur verið Hauksbók) er ritað Kerseyri; en eftir þvi, sem manni skilst af fyrgreindum formála, er í svonefndri Melabók og öðrum handritum af Landnámu ritað Kjörseyri. Líka er sagt í formálanum, að handrit Ásgeirs Jónssonar, sagnaritara Þormóðs Torfasonar sagn- fræðings, beri af öllum handritum Landnámu, »bæði i tilliti til rithandar, ritháttar og nákvæmni« og sje því »hið rjettasta og fylsta«. Engin munnmæli hef jeg heyrt um það, að ker hafi rekið hjer við eyrina, sem bærinn dregur nafn af — eins og t. d. borðið á Borðeyri — og ekki er neitt, sem bendir á ker, nema ef telja skal tvær lækjaseytlur, er renna til sjóar fyrir utan og innan eyrina og hafa myndað dálitlar lautir eða gildrög. Það er tæpast hugsanlegt, að kersnafnið

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.