Óðinn - 01.04.1915, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.04.1915, Blaðsíða 3
ÓÐINN 3 tímariti Bókmentafjelagsins skýrði hann frá til- raunum sínum og ritaði oft í blöðin ýmsar leið- beiningar í garð- og jarðrækt. Schierbeck landlæknir sýndi það í verki, að hann hafði tekið ástfóstri við ísland. Efnalegt sjálf- stæði þess bar hann jafnan fyrir brjósti og ekki gleymdi hann því, þótt hann væri utan horfinn al- fari. Hann studdi íslendinga í orði og verki á ýmsan hátl erlendis, t. d. talaði hann máli íslend- inga á Bretlandi árið 1896, er Bretar vildu banna innflutning lifandi sauðfjár frá íslandi vegna fjár- kláða, en þá sýki hafði hann vísindalega rann- sakað lijer á landi og kent mönnum að þekkja kláðamaurinn. Einnig ritaði hann í dönsk blöð til þess að greiða fyrir sölu sauðakjöts hjeðan í Danmörku, þótt aðrir yrðu til þess að hrinda því máli í framkvæmd. Um þelta efni skrifaði hann einnig í Búnaðarritið. Stjórnmál vor ljet hann sig víst litlu skifta. I’eim, er þetfa rilar, er minnisstætt það sem Schier- beck sagði einu sinni inni hjá H. Kr. Friðrikssyni sál. yfirkennara, er einhver mintist á íslensk stjórn- mál um þingtímann: »Skal de (o: íslendingar) nu til at göre Spektakel igen! Nei, bliv först ökono- misk uafhængige! Det kan De og saa kan De göre hvad De vil!« Efnalega sjálfstæðið var nú lians »pólitík«. Schierbeck landlæknir var mikill á velli, hár og herðibreiður, bjartur yfirlitum, mikilúðlegur í sjón og raun. Hann var óvenju glaðvær og gam- ansamur, ástúðlegur við nánari viðkynningu, prúð- menni í fasi og sópaði mjög að honuin hvar sem hann var. Þrekmaður var hann mikill og karl- menni, en hataði allan kveifarskap, hispurslaus, hreinn og beinn í svörum og manna vinfastastur °g tryggaslur í lund. Nokkuð þótti hann dýrseldur á læknisdóma eftir því sem vani var í þá daga; var það ein- kennilegt við manninn, að þess gætti einkum ef lækningatilraunir hans mishepnuðust. En hinsveg- ar gaf hann oft fátækum ómak sitt og þá helst, er lækningin hafði hepnast vel. Þá var liann glað- astur, er hann hafði gert einhvern sjúklinginn heilan heilsu og fjekk svo tómstund til þess að ganga úti í garðinum sínum í glaða sólskini, hlúa að blómunum og róta snöggklæddur í moldinni. Þá varð andlitið eitt breitt bros — þá var Schier- beck i essinu sínu. íslendingar hafa ekki reist Schierbeck land- lækni minnisvarða, en minnisvarði sá, er hann reisti sjer sjálfur með starfsemi sinni hjer, er óbrotgjarn, og garðurinn hans í Reykjavík er fegurra og sviphlýrra minnismark en marmara- og granítsúlur. Guðm. Guðmundsson. A Við komu Gullfoss til Reykjavíkur 16. apríl 1914. Velkominn, Gullfoss, hingað heim, þig hylla íslands vættir góðar! Þjer fagna hjörtu heillar þjóðar, því vona-fylling þú ert þeim. Þú ert vort fremsta framamerki, vort frægsta tákn um dáð í verki. Þín koma boðar landsins lýð að ljómi’ af nýrri’ og betri tíð. Sigl þú æ heill um höfin blá til heilla vorri þjóð og landi! Hamingjudís við stjórnvöl standi og hættum öllum hrindi frá. Þú ætíð skalt oss á það minna: ef allar hendur saman vinna, þá fyrst má verða gatan greið og Grettistökum velt úr leið. H. S. D. 0 Sjera Benedikt Kristjánsson frá Grenjaðarstað. 26. jan. síðastl. andaðist á Húsavík sjera Benedikt Kristjánsson, áður prestur á Grenjaðar- stað, nær hálfáttræður að aldri, fæddur 5. nóv. 1840 á Snæringsstöðum í Svínadal í Húnavatns- sýslu, sonur Kristjáns Jónssonar bónda þar og síðar í Stóradal, og Sigurlaugar Sæmundsdóttur bónda í Gröf í Víðidal. Stúdent varð hann 1863 og var eftir það um hríð skrifari Kristjáns sýslu- manns Kristjánssonar í Geitaskarði, siðar amt- manns, en útskrifaðist af prestaskólanum 1869. Sama ár varð hann prestur á Skinnastað, en fjekk

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.