Óðinn - 01.04.1915, Blaðsíða 7

Óðinn - 01.04.1915, Blaðsíða 7
ÓÐINN Minningarstef eftir móðursystur mína og fóstru Maríu Jónsdóttur fædda að Ásgarði í Dalasýslu 23. september 1855, dána að Felli í Kollafirði i Strandasýslu 22. mars 1915. I. Svífur hugur yflr sextíu ár. Eg i anda lil ungmeyju vöggu f voðum rcifða. Faðma i'oreldrar fagurt barn. Timar líða, litil mær horfir á hjerað í hásumars dýrð. Brosir bygð við barnsauga, Ivtur unglingssál æskustöðvum: Fögur cr Hvammssveit, fjörður blikandi, ljett yfir Laugum, ljós of Ásgarði, sól í Sælingsdal. Saga breiðir töfra-blæju á tigna bygð. Æska smámeyju óðul gaf; lijer var ættleggur hennar vaxinn. Faðir leiddi lítið barn, höfðingi hjeraðs, hölda prýði. Skirtisl á skin og hrcgg. Faðir l'jell, en fjölskylda syrgði sárt. Sólu fyrir dró ský í dags hciði. Liðu ár, Ijúf freyja fluttist burtu úr feðra sveit. Ungur ver ungri brúði rjelti hönd hugrakkur. Þau hafa fylgst um fjörulíu æfiár auðnurík; gæfan gaf garpi og snól börn tólf og blessun nieð. Gcst og ganganda að garði bar. Öllum opnir armar stóðu húsráðenda, og hægri mund vissi ekki hvað vinstri gaf. Húsfreyja hlaut i heimanmund uppeldi andans, clskusemi, mannvit, mjúklyndi, meðaumkvun, djörfung, dulsæi og drenglund. Hún var sálin í húsi peirra, morgunsól manns og l)arna, kynstór, kostum búin cins og höfðingjar ættarinnar. II. Frammi til fjalla á frerabrciðu bæ sjc jeg standa ofar botni fjarðar. Gegnum grátskúrir, gegnum rökkur kenni jeg Fell í Kollafirði. Húsfaðir situr hnipinn inni. Að venju gcstir í garði eru, en þetta sinn pengilsboðar: Sorgin og Dauðinn samferða. Mörg krjúpa börn hjá móður hvilu, sortnar í augum, pví sól hússins birtu brá á björtum degi. Fyrstu skuggarnir skelfa æsku. Hrýs mjcr hugur við harmi nýjum, sorg á sorg ofan, sár á und. Gef þú drottinn glaða útsýn yfir eymd og tár auga döpru. Hví drúpir bær? Hví drúpa vinir? Hvað hefur skeð? Hvað veldur? Móðir kvaddi mann og börn cftir æfislarf og ofraun. Illustum, hluslum, hjörtu tilra af trcga sárum og tár hrynja. Alstaðar pjáir cinhvcr sorg. Myrkur er mikið i mannheimi. Líf hefur lögmál, lögmáli pvi breytir ei máttur mannlegur. Inn í sólsali sjer ci barn, sem enn er utan and-dyra. Hún, sem kva<ldi, hefur stigið yfir pröskuld, er aðskilur hcima tvo. Hugur fagnar nýrri fæðing, nýjum degi. Nú er hún nær en nokkrú sinni áður var ástvinum. Brosir hún við barni grátnu og leiðir vin leyndri mund. III, Þakkir, þakkir fyrir þína trygð, eld andans og alla mannúð, skörungsskap, skyldurækni, bljúga bæn og barnshjarta. Þakkir, þakkir fyrir þrautscigju, áminnig hvcrja og ástríki. Þakkir, þakkir fyrir þolinmæði, eftirdæmi og umhyggju. Ihtllgr. Jónsson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.