Óðinn - 01.12.1916, Qupperneq 6

Óðinn - 01.12.1916, Qupperneq 6
70 ÓÐINN Undir Ijúfum lög’um. Fjórir tónalausir söngvar úr »Sveinkaljóðum«. (Lögin liggja óskráð í orðunum). Gestur kvað. (Endurprentun bönnuð). Sveinkadans. (í Djúpadal á Jónsmessukvöld sumarið eftir að Sveinki hröklaðist úr skóla). |Forsöngvarinn]. Þeir kalla mig Sveinka káta og konurnar þora’ ekki’ að láta dæturnar dansa við inig. Og karlarnir áininna synina sína og segja þeim ljótt um klækina mína, vilja’ að þeir vari sig. En komið þið lijer, heyrið þið mjer, jeg er hreint ekki’ eins slæmur og látið er. Já, leiðumst nú öll langt út á völl og leikum og dönsum uns sól skín á fjöll. Núnú! komið í fans, lljótt! engan stans, og syngjum nú Sveinkadans: [Fóikíðj. Mjer er alveg sama hvað aðrir segja, jeg elska lííið — þeir mega deyja. Mjer er alveg sama hvað eftir fer, jeg elska lífið og skemti mjer með hverjum og hvar sem er. Hæhó, hæhó, hæhó. Mjer er alveg sama, og ekkert til ama. Hæhó, hæhó, liæhó. Jeg er aldrei í ró, og fæ aldrei nóg. Hæhó! hæhó! hæhó! :,: Hún Kata litla í Koti. (Pegar Sveinki frjetti hvernig fór fyrir Kötu). Hún Kata litla í Koti mig kysti fyrstan mann. Og kossinn var svo heitur — svo heitur, að hjartað í mjer brann. Svo flaug hún eins og fiðrildi og kysti margan mann. Hver koss var svo heitur, — svo heitur, að hjartað í þeim brann. Og loks kom hann Láki, og Kata kysti hann. Og kossinn var svo lieitur, — svo lieitur, að Kata sjálf — hún brann. Nú er hún í Koti kyr og kyssir engan mann. Sörladans. (Fegar Anna stalst út með Daða á Eyfirðingamót). Ef hún mamma inín ekkert eygir og amma ekki bærir á sjer, er mjer sama hvað fólkið segir, það segir ekki’ eftir mjer; þá laumast jeg fram í leyni og læðist út á hlað. IJó amma og mamma meini, er ástin söm fyrir það. :,: Hæ! þokan er farin af Fannatind og fagurt að líta’ upp í Skarð. Nú er mikið um sólskin og sunnanvind og Sörli ríður i garð1) :,: Vofudans (Pegar pau vantaði fyrsta sinni Árna og Unu). (Sempre decrescendo) [Forhljómar:. [Samsöngur]. Heyrum hvernig harpan lætur, hún er angurvær og grælur. Ljósin björtu blikna, dofna, bjóða góða nótt og sofna. Leikur mánaglæta’ um gólf; klukkan hvíslar tólf. (Agitato). Förum hægt, hljótt, líðum áfram Ijelt á tá. Leið er lág nólt, líf og dauði skifta þá: Lifendur falla’ í dauðadá, en dauðir rísa’ og fara’ á stjá. Sjá! — þeir koma! — Sjá! [Biðhljómar]. (Vofur flykkjast dansandi inn úr d}'rum). (Sotto voce). lEinsöngur] Sjá, þarna’ er hann Geir og lnin Gunna. Hún Gunna, hún kunni að unna. 1) Eyfirðpigar kunna Ljósvelningasögu.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.